Erlent

Hagfræðingurinn Inger Andersen tekur við umhverfisstofnun SÞ

Andri Eysteinsson skrifar
Inger Andersen hér fyrir svörum í starfi sínu sem varaforseti Alþjóðabankans.
Inger Andersen hér fyrir svörum í starfi sínu sem varaforseti Alþjóðabankans. EPA/ Khaled Elfiqi
Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, Antonio Gutierres, hefur útnefnt danska hagfræðinginn og umhverfisverndarsinnan Inger Andersen næsta yfirmann Umhverfisstofnunar SÞ (UNEP). Frá þessu greinir Guardian.

Verði Andersen samþykkt af Allsherjarþingi SÞ tekur hún við af Norðmanninum Erik Solheim sem sagði af sér á síðasta ári eftir fréttaflutning af óhóflegum ferðakostnaði hans í embætti. Joyce Msuya frá Tansaníu hefur gegnt embættinu frá því í nóvember.

Sjá einnig: Yfirmaður Umhverfisstofnunar Sameinuðu Þjóðanna segir af sér vegna óhóflegs ferðakostnaðar

Inger Andersen er 61 árs gömul og hefur áður starfað fyrir Sameinuðu Þjóðirnar. Andersen var í tólf ár starfsmaður á umhverfissviði SÞ, einnig var hún um þriggja ára skeið varaforseti Alþjóðabankans í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Frá árinu 2015 hefur hún starfað sem formaður Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna sem hefur aðsetur í Sviss.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.