Forsætisráðherra Póllands hættir við heimsókn til Ísrael vegna ummæla Netanyahu Andri Eysteinsson skrifar 17. febrúar 2019 15:31 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands. Vísir/AFP Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaða Ísraelsför sína og mun senda utanríkisráðherrann, Jacek Czaputowicz í hans stað. Guardian greinir frá.Morawiecki tilkynnti ísraelskum kollega sínum, Benjamin Netanyahu, frá ákvörðun sinni í símtali milli leiðtoganna í dag. Ástæðan eru ummæli sem Netanyahu er sagður hafa látið falla. Í grein sem birtist í ísraelska dagblaðinu Jerusalem Post var Netanyahu sagður hafa sagt á ráðstefnu að Pólverjar hefðu unnið með nasistum í seinni heimsstyrjöldinni.Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneyti Ísraels var greinin sögð röng og ummælin tekin úr samhengi, Netanyahu hafi ekki verið að tala um pólsku þjóðina heldur nokkra einstaka Pólverja.Hlutverkum snúið frá febrúar 2018 Málið er mjög viðkvæmt í Póllandi en á síðasta ári staðfesti forseti Póllands, Andrzej Duda, lög sem gerðu það refsivert að að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Lögin voru gagnrýnd víða og ekki síst í Ísrael. Þar voru lögin sögð vera tilraun til sögufölsunar. Stuttu eftir að frumvarpið að lögunum var samþykkt var Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, spurður af ísraelskum blaðamanni hvort þeir sem beittu slíkri orðræðu yrðu taldir glæpamenn í Póllandi.Sjá einnig: Forsætisráðherra Póllands segir gyðinga hafa verið meðal gerenda í helförinni Morawiecki lét þá umdeild ummæli falla sem vöktu mikla reiði í Ísrael, ekki ósvipað og hefur nú gerst nema hlutverkunum er snúið. Morawiecki svaraði: „Það er mjög mikilvægt að skilja, að sjálfsögðu, verður þetta ekki refsivert, verður ekki álitinn glæpamaður fyrir að segja að það hafi verið pólskir gerendur, eins og það voru gerendur sem voru gyðingar, að það hafi verið rússneskir gerendur, líkt og það voru úkraínskir... það voru ekki einungis þýskir gerendur.“ Netanyahu sagði þá ummæli Morawiecki, um að gyðingar hefðu verið gerendur í heimsstyrjöldinni, vera svívirðileg og að þau sýndu fram á vanþekkingu á mannkynssögunni. Ástæða heimsóknar Morawiecki til Ísrael var þátttaka í ráðstefnu fjögurra Mið- og Austur-Evrópuríkja Ísrael Pólland Tengdar fréttir Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. 15. nóvember 2018 09:00 Ítalía og Pólland starfi saman til að breyta ESB Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, vill að aðildarríki ESB, þar sem hægristjórnir og popúlistaflokkar eru við völd, taki höndum saman og breyti um stefnu sambandsins. 9. janúar 2019 17:33 Ríkisstjórn Netanyahu lifir af í bili Ísraelski menntamálaráðherrann Naftali Bennett greindi frá því í morgun að flokkur hans, Heimili gyðinga, myndi áfram eiga hlut að ríkisstjórn Benjamin Netanyahu. 19. nóvember 2018 10:34 Markmiðið að Pólland verði líkara Vestur-Evrópu Formaður pólska íhaldsflokksins PiS, Jaroslaw Kaczynski, sagði í ræðu sinni á flokksþingi í Varsjá í dag að Pólland ætti að halda stöðu sinni innan Evrópusambandsins svo landið geti orðið vestrænna á allan veg. 2. september 2018 16:26 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaða Ísraelsför sína og mun senda utanríkisráðherrann, Jacek Czaputowicz í hans stað. Guardian greinir frá.Morawiecki tilkynnti ísraelskum kollega sínum, Benjamin Netanyahu, frá ákvörðun sinni í símtali milli leiðtoganna í dag. Ástæðan eru ummæli sem Netanyahu er sagður hafa látið falla. Í grein sem birtist í ísraelska dagblaðinu Jerusalem Post var Netanyahu sagður hafa sagt á ráðstefnu að Pólverjar hefðu unnið með nasistum í seinni heimsstyrjöldinni.Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneyti Ísraels var greinin sögð röng og ummælin tekin úr samhengi, Netanyahu hafi ekki verið að tala um pólsku þjóðina heldur nokkra einstaka Pólverja.Hlutverkum snúið frá febrúar 2018 Málið er mjög viðkvæmt í Póllandi en á síðasta ári staðfesti forseti Póllands, Andrzej Duda, lög sem gerðu það refsivert að að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Lögin voru gagnrýnd víða og ekki síst í Ísrael. Þar voru lögin sögð vera tilraun til sögufölsunar. Stuttu eftir að frumvarpið að lögunum var samþykkt var Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, spurður af ísraelskum blaðamanni hvort þeir sem beittu slíkri orðræðu yrðu taldir glæpamenn í Póllandi.Sjá einnig: Forsætisráðherra Póllands segir gyðinga hafa verið meðal gerenda í helförinni Morawiecki lét þá umdeild ummæli falla sem vöktu mikla reiði í Ísrael, ekki ósvipað og hefur nú gerst nema hlutverkunum er snúið. Morawiecki svaraði: „Það er mjög mikilvægt að skilja, að sjálfsögðu, verður þetta ekki refsivert, verður ekki álitinn glæpamaður fyrir að segja að það hafi verið pólskir gerendur, eins og það voru gerendur sem voru gyðingar, að það hafi verið rússneskir gerendur, líkt og það voru úkraínskir... það voru ekki einungis þýskir gerendur.“ Netanyahu sagði þá ummæli Morawiecki, um að gyðingar hefðu verið gerendur í heimsstyrjöldinni, vera svívirðileg og að þau sýndu fram á vanþekkingu á mannkynssögunni. Ástæða heimsóknar Morawiecki til Ísrael var þátttaka í ráðstefnu fjögurra Mið- og Austur-Evrópuríkja
Ísrael Pólland Tengdar fréttir Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. 15. nóvember 2018 09:00 Ítalía og Pólland starfi saman til að breyta ESB Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, vill að aðildarríki ESB, þar sem hægristjórnir og popúlistaflokkar eru við völd, taki höndum saman og breyti um stefnu sambandsins. 9. janúar 2019 17:33 Ríkisstjórn Netanyahu lifir af í bili Ísraelski menntamálaráðherrann Naftali Bennett greindi frá því í morgun að flokkur hans, Heimili gyðinga, myndi áfram eiga hlut að ríkisstjórn Benjamin Netanyahu. 19. nóvember 2018 10:34 Markmiðið að Pólland verði líkara Vestur-Evrópu Formaður pólska íhaldsflokksins PiS, Jaroslaw Kaczynski, sagði í ræðu sinni á flokksþingi í Varsjá í dag að Pólland ætti að halda stöðu sinni innan Evrópusambandsins svo landið geti orðið vestrænna á allan veg. 2. september 2018 16:26 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. 15. nóvember 2018 09:00
Ítalía og Pólland starfi saman til að breyta ESB Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, vill að aðildarríki ESB, þar sem hægristjórnir og popúlistaflokkar eru við völd, taki höndum saman og breyti um stefnu sambandsins. 9. janúar 2019 17:33
Ríkisstjórn Netanyahu lifir af í bili Ísraelski menntamálaráðherrann Naftali Bennett greindi frá því í morgun að flokkur hans, Heimili gyðinga, myndi áfram eiga hlut að ríkisstjórn Benjamin Netanyahu. 19. nóvember 2018 10:34
Markmiðið að Pólland verði líkara Vestur-Evrópu Formaður pólska íhaldsflokksins PiS, Jaroslaw Kaczynski, sagði í ræðu sinni á flokksþingi í Varsjá í dag að Pólland ætti að halda stöðu sinni innan Evrópusambandsins svo landið geti orðið vestrænna á allan veg. 2. september 2018 16:26