Forseti UEFA braut hugsanlega eigin siðareglur er hann dásamaði Guðna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. febrúar 2019 09:00 Ummæli Ceferin á Vísi hafa skapað mikinn usla. vísir/getty Viðtal Vísis við Aleksander Ceferin, forseta UEFA, þar sem hann mærði Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir hefur vakið athygli víða og svo gæti verið að Ceferin hafi brotið siðareglur UEFA með orðum sínum. Í siðareglum UEFA segir að aðildarsambönd skuli halda sjálfstæðar kosningar án afskipta þriðja aðila. Margir telja að Ceferin hafi brotið eigin siðareglur með ummælum sínum á Vísi því hann lofar annan frambjóðandann í formannskjöri KSÍ og leynir því ekki að hann telur hagsmunum KSÍ best borgið innan UEFA með Guðna sem formann. Norski fjölmiðillinn Josimar.no, sem kafar oft djúpt í málefni knattspyrnuhreyfingarinnar, tók málið upp á sinni síðu í gær og sendi síðan UEFA fyrirspurn um málið. Þar vill fjölmiðillinn fá svör við því hvort Ceferin hafi verið að brjóta siðareglur sambandsins með því að gefa klárlega í skyn að Guðni sé betri kostur en Geir. Josimar spyr hvort þetta sé ekki afskiptasemi af kosningunum hjá KSÍ? Miðillinn vill líka fá að vita hvernig Ceferin geti dæmt um að samband UEFA og KSÍ hafi aldrei verið betra þar sem hann hafi aðeins verið forseti í tvö ár. Josimar hafði sömuleiðis samband við Geir Þorsteinsson sem er enn hneykslaður á þessu uppátæki forseta UEFA. „Þessi ummæli voru svo sláandi að ég hélt í fyrstu að þetta væri brandari. Þetta er klár misnotkun á valdi. Ceferin er einn valdamesti maðurinn í knattspyrnuheiminum og það er ótrúlegt að hann sé að skipta sér af lýðræðislegum kosningum á Íslandi,“ segir Geir hneykslaður. KSÍ Tengdar fréttir Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Geir um ummæli Ceferin: Má segja að þetta sé skandall Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er allt annað en sáttur við ummæli forseta UEFA, Aleksander Ceferin, á Vísi í morgun. 30. janúar 2019 14:22 Forseti UEFA: Skiptir máli fyrir Ísland að meðlimum UEFA líki vel við formann KSÍ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fékk góðan stuðning í kosningabaráttu sinni í dag þegar forseti UEFA gaf honum óformlega stuðningsyfirlýsingu og sagði samskipti KSÍ og UEFA aldrei hafa verið betri. 30. janúar 2019 20:00 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Viðtal Vísis við Aleksander Ceferin, forseta UEFA, þar sem hann mærði Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir hefur vakið athygli víða og svo gæti verið að Ceferin hafi brotið siðareglur UEFA með orðum sínum. Í siðareglum UEFA segir að aðildarsambönd skuli halda sjálfstæðar kosningar án afskipta þriðja aðila. Margir telja að Ceferin hafi brotið eigin siðareglur með ummælum sínum á Vísi því hann lofar annan frambjóðandann í formannskjöri KSÍ og leynir því ekki að hann telur hagsmunum KSÍ best borgið innan UEFA með Guðna sem formann. Norski fjölmiðillinn Josimar.no, sem kafar oft djúpt í málefni knattspyrnuhreyfingarinnar, tók málið upp á sinni síðu í gær og sendi síðan UEFA fyrirspurn um málið. Þar vill fjölmiðillinn fá svör við því hvort Ceferin hafi verið að brjóta siðareglur sambandsins með því að gefa klárlega í skyn að Guðni sé betri kostur en Geir. Josimar spyr hvort þetta sé ekki afskiptasemi af kosningunum hjá KSÍ? Miðillinn vill líka fá að vita hvernig Ceferin geti dæmt um að samband UEFA og KSÍ hafi aldrei verið betra þar sem hann hafi aðeins verið forseti í tvö ár. Josimar hafði sömuleiðis samband við Geir Þorsteinsson sem er enn hneykslaður á þessu uppátæki forseta UEFA. „Þessi ummæli voru svo sláandi að ég hélt í fyrstu að þetta væri brandari. Þetta er klár misnotkun á valdi. Ceferin er einn valdamesti maðurinn í knattspyrnuheiminum og það er ótrúlegt að hann sé að skipta sér af lýðræðislegum kosningum á Íslandi,“ segir Geir hneykslaður.
KSÍ Tengdar fréttir Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Geir um ummæli Ceferin: Má segja að þetta sé skandall Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er allt annað en sáttur við ummæli forseta UEFA, Aleksander Ceferin, á Vísi í morgun. 30. janúar 2019 14:22 Forseti UEFA: Skiptir máli fyrir Ísland að meðlimum UEFA líki vel við formann KSÍ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fékk góðan stuðning í kosningabaráttu sinni í dag þegar forseti UEFA gaf honum óformlega stuðningsyfirlýsingu og sagði samskipti KSÍ og UEFA aldrei hafa verið betri. 30. janúar 2019 20:00 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31
Geir um ummæli Ceferin: Má segja að þetta sé skandall Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er allt annað en sáttur við ummæli forseta UEFA, Aleksander Ceferin, á Vísi í morgun. 30. janúar 2019 14:22
Forseti UEFA: Skiptir máli fyrir Ísland að meðlimum UEFA líki vel við formann KSÍ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fékk góðan stuðning í kosningabaráttu sinni í dag þegar forseti UEFA gaf honum óformlega stuðningsyfirlýsingu og sagði samskipti KSÍ og UEFA aldrei hafa verið betri. 30. janúar 2019 20:00