Skrifaði um stuðningsmenn Liverpool og Knattspyrnufélagið Þrótt í Guardian Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 11:30 Lukkudýr Liverpool. Getty/Robbie Jay Barratt Var íslenskt knattspyrnufélag virkilega á milli tannanna á Liverpool fólki í Kop stúkunni á Anfield í vikunni eða hvað er í gangi í athyglisverðri grein í Guardian. Er Liverpool liðið að fara á taugum? Það er stóra spurningin í ensku úrvalsdeildinni eftir að lærisveinum Jürgen Klopp mistókst að ná sjö stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í leiknum á móti Leicester City á Anfield á miðvikudagskvöldið. Liverpool liðið virkaði stressað og ólíkt sjálfu sér stærsta hluta leiksins og taugaspennan var eflaust enn meiri meðal stuðningsmanna liðsins í stúkunni.Í grein Paul Doyle um Liverpool og þennan Leicester leik þá kemur Knattspyrnufélagið Þróttur við sögu. „Eins og þekkt er þá eru stuðningsmenn Liverpool meðal þeirra fróðustu um knattspyrnusöguna sem er ástæðan fyrir því að þá mátti næstum því heyra klið í Kop-stúkunni um „Knattspyrnufélagið Þrótt“ á meðan taugar þeirra voru þandar leiknum á móti Leicester á miðvikudaginn,“ skrifaði Paul Doyle í byrjun greinar sinnar.In today's Fiver: Liverpool, transfer lines and a very Special wedding message https://t.co/UckFnTvzMX — Guardian sport (@guardian_sport) January 31, 2019 Hann hélt svo áfram og útskýrði mál sitt betur: „Flestir sem heyrðu þetta og voru eflaust að hugsa hvað „Þróttur FC“ væri en það er nafn liðsins sem árið 2003 var á toppi íslensku deildarinnar um mitt mót en féll síðan úr deildinni um haustið“ skrifaði Doyle. Paul Doyle segir Liverpool nú ólíklegt til að upplifa þannig örlög enda 42 stigum á undan Cardiff. Hann bendir líka á orð hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk sem ráðlagði stuðningsmönnum Liverpool að slaka bara aðeins á og vera rólegir. Þeir þurfi að vera þolinmóðir. Þróttur var í 1. sæti íslensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Fram í 9. umferð 9. júlí 2003. Liðið var með tveimur stigum meira en Fylkir og fjórum stigum meira en KR. Þróttur fékk hins vegar aðeins fjögur stig samtals í síðustu níu leikjum sínum á þessu Íslandsmóti fyrir fimmtán árum og féll síðan á markatölu um haustið. KR varð Íslandsmeistari en liðið fékk 19 stig í síðustu níu leikjunum eða fimmtán stigum meira en Þróttur. Það má lesa þessa fróðlegu grein hér. Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
Var íslenskt knattspyrnufélag virkilega á milli tannanna á Liverpool fólki í Kop stúkunni á Anfield í vikunni eða hvað er í gangi í athyglisverðri grein í Guardian. Er Liverpool liðið að fara á taugum? Það er stóra spurningin í ensku úrvalsdeildinni eftir að lærisveinum Jürgen Klopp mistókst að ná sjö stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í leiknum á móti Leicester City á Anfield á miðvikudagskvöldið. Liverpool liðið virkaði stressað og ólíkt sjálfu sér stærsta hluta leiksins og taugaspennan var eflaust enn meiri meðal stuðningsmanna liðsins í stúkunni.Í grein Paul Doyle um Liverpool og þennan Leicester leik þá kemur Knattspyrnufélagið Þróttur við sögu. „Eins og þekkt er þá eru stuðningsmenn Liverpool meðal þeirra fróðustu um knattspyrnusöguna sem er ástæðan fyrir því að þá mátti næstum því heyra klið í Kop-stúkunni um „Knattspyrnufélagið Þrótt“ á meðan taugar þeirra voru þandar leiknum á móti Leicester á miðvikudaginn,“ skrifaði Paul Doyle í byrjun greinar sinnar.In today's Fiver: Liverpool, transfer lines and a very Special wedding message https://t.co/UckFnTvzMX — Guardian sport (@guardian_sport) January 31, 2019 Hann hélt svo áfram og útskýrði mál sitt betur: „Flestir sem heyrðu þetta og voru eflaust að hugsa hvað „Þróttur FC“ væri en það er nafn liðsins sem árið 2003 var á toppi íslensku deildarinnar um mitt mót en féll síðan úr deildinni um haustið“ skrifaði Doyle. Paul Doyle segir Liverpool nú ólíklegt til að upplifa þannig örlög enda 42 stigum á undan Cardiff. Hann bendir líka á orð hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk sem ráðlagði stuðningsmönnum Liverpool að slaka bara aðeins á og vera rólegir. Þeir þurfi að vera þolinmóðir. Þróttur var í 1. sæti íslensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Fram í 9. umferð 9. júlí 2003. Liðið var með tveimur stigum meira en Fylkir og fjórum stigum meira en KR. Þróttur fékk hins vegar aðeins fjögur stig samtals í síðustu níu leikjum sínum á þessu Íslandsmóti fyrir fimmtán árum og féll síðan á markatölu um haustið. KR varð Íslandsmeistari en liðið fékk 19 stig í síðustu níu leikjunum eða fimmtán stigum meira en Þróttur. Það má lesa þessa fróðlegu grein hér.
Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira