Birtu myndefni sem sýnir stífluna bresta Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. febrúar 2019 23:15 Myndbandið sýnir aurinn flæða yfir námusvæðið. Skjáskot/Youtube Brasilísk sjónvarpsstöð birti í dag myndefni sem sýnir stíflu við járngrýtisnámu í Minas Gerais-fylki í suðausturhluta Brasilíu bresta. Yfir tvö hundruð manns er enn saknað eftir að stíflan brast þann 25. janúar síðastliðinn. Sjónvarpsstöðin Bandeirantes komst yfir myndbandið og birti það m.a. á YouTube-reikningi sínum. Í yfirlitsskoti yfir námusvæðið má sjá þegar stíflan brestur og aurinn flæðir á ógnarhraða yfir námusvæðið. Myndbandið má sjá hér að neðan.Á meðal þess sem grófst undir eitraðri leðjunni var mötuneyti þar sem starfsmenn námunnar sátu og snæddu hádegismat. Þá fór skrifstofubygging námunnar einnig í kaf.Sjá einnig: Minnst níu látnir eftir að stíflan brast í Brasilíu Þegar þetta er ritað eru 110 staðfestir látnir í hamförunum og 238 er enn saknað. Fimm hafa verið handteknir í tengslum við málið og hefur BBC eftir saksóknara í Brasilíu að þrír þeirra séu stjórnendur hjá Vale, stærsta námufyrirtæki landsins og eiganda bæði námunnar og stíflunnar. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa lýst því yfir að allt kapp verði lagt á að tryggja öryggi íbúa og bjarga þeim sem eru nærri svæðinu. Aðeins fjögur ár eru liðin frá því að stífla í Minas Gerais í Brasilíu brast þar sem nítján manns létu lífið og var hún einnig í eigu Vale. Er slysið því talið vera eitt versta umhverfisslys Brasilíu. Brasilía Tengdar fréttir Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26 Minnst níu látnir eftir að stíflan brast í Brasilíu Talið er að tala látinna muni hækka mikið en um 200 manns er enn saknað. Litlar líkur eru taldar á að margir finnist á lífi. 26. janúar 2019 10:24 Tala látinna í Brasilíu komin upp í 40 Viðbragðsaðilar telja líklegt að talan muni hækka hratt eftir því sem líður á björgunarstarf. 27. janúar 2019 10:06 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Brasilísk sjónvarpsstöð birti í dag myndefni sem sýnir stíflu við járngrýtisnámu í Minas Gerais-fylki í suðausturhluta Brasilíu bresta. Yfir tvö hundruð manns er enn saknað eftir að stíflan brast þann 25. janúar síðastliðinn. Sjónvarpsstöðin Bandeirantes komst yfir myndbandið og birti það m.a. á YouTube-reikningi sínum. Í yfirlitsskoti yfir námusvæðið má sjá þegar stíflan brestur og aurinn flæðir á ógnarhraða yfir námusvæðið. Myndbandið má sjá hér að neðan.Á meðal þess sem grófst undir eitraðri leðjunni var mötuneyti þar sem starfsmenn námunnar sátu og snæddu hádegismat. Þá fór skrifstofubygging námunnar einnig í kaf.Sjá einnig: Minnst níu látnir eftir að stíflan brast í Brasilíu Þegar þetta er ritað eru 110 staðfestir látnir í hamförunum og 238 er enn saknað. Fimm hafa verið handteknir í tengslum við málið og hefur BBC eftir saksóknara í Brasilíu að þrír þeirra séu stjórnendur hjá Vale, stærsta námufyrirtæki landsins og eiganda bæði námunnar og stíflunnar. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa lýst því yfir að allt kapp verði lagt á að tryggja öryggi íbúa og bjarga þeim sem eru nærri svæðinu. Aðeins fjögur ár eru liðin frá því að stífla í Minas Gerais í Brasilíu brast þar sem nítján manns létu lífið og var hún einnig í eigu Vale. Er slysið því talið vera eitt versta umhverfisslys Brasilíu.
Brasilía Tengdar fréttir Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26 Minnst níu látnir eftir að stíflan brast í Brasilíu Talið er að tala látinna muni hækka mikið en um 200 manns er enn saknað. Litlar líkur eru taldar á að margir finnist á lífi. 26. janúar 2019 10:24 Tala látinna í Brasilíu komin upp í 40 Viðbragðsaðilar telja líklegt að talan muni hækka hratt eftir því sem líður á björgunarstarf. 27. janúar 2019 10:06 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26
Minnst níu látnir eftir að stíflan brast í Brasilíu Talið er að tala látinna muni hækka mikið en um 200 manns er enn saknað. Litlar líkur eru taldar á að margir finnist á lífi. 26. janúar 2019 10:24
Tala látinna í Brasilíu komin upp í 40 Viðbragðsaðilar telja líklegt að talan muni hækka hratt eftir því sem líður á björgunarstarf. 27. janúar 2019 10:06