Minnst níu látnir eftir að stíflan brast í Brasilíu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. janúar 2019 10:24 Mikil aurleðja hefur flætt um svæðið. Bruno Correia/AP Yfir tvö hundruð manns er saknað eftir að stífla við járngrýtisnámu í suðausturhluta Brasilíu brast. Mikið magn aurleðju flæddi yfir mötuneyti þar sem starfsmenn námunnar sátu og snæddu hádegismat. Opinber tala látinna er níu en óttast er að mun fleiri hafi týnt lífi. Um þrjú hundruð starfsmenn voru á svæðinu sem flæddi yfir en viðbragðsaðilum hefur aðeins tekist að koma um einum þriðja þeirra í skjól. Notast var við þyrlur til þess að flytja fólk úr sjálfheldu af völdum flóðsins þar sem vegir á svæðinu eyðilögðust eftir að stíflan brast. BBC greinir frá. Romeu Zema, fylkisstjóri í Minas Gerais þar sem flóðið varð, segir líkurnar á því að fólk finnist á lífi vera hverfandi. „Héðan af eru líkurnar í lágmarki og sennilegast að við munum aðeins finna lík.“ Um eitt hundrað slökkviliðsmenn sinna nú leitinni að fólkinu sem er saknað og gert er ráð fyrir að sá fjöldi muni tvöfaldast í dag. Ekki er ljóst hvað olli því að stíflan, sem er í eigu stærsta námuvinnslufyrirtækis Brasilíu, Vale, brast.Fyrirtækið segir stífluna hafa verið stöðuga Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kallaði atburðinni „alvarlegan harmleik“ og mun hann ferðast á svæðið í dag. Þá mun ráðherrar á sviðum umhverfismála, námugraftarmála og svæðisuppbyggingar í ríkisstjórn landsins fylgja honum á hamfarasvæðið. „Á þessari stundu er aðal áhersluefni okkar að hlúa að mögulegum fórnarlömbum þessa alvarlega harmleiks,“ skrifaði Bolsonaro á Twitter.Nossa maior preocupação neste momento é atender eventuais vítimas desta grave tragédia. — Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) January 25, 2019 Fabio Schvartsmann, framkvæmdastjóri Vale, sagði málið vera „mannlegan harmleik.“ Hann hefur einnig sagt að þýskt fyrirtæki sem ráðið var til þess að meta öryggi stíflunnar sem brast hafi metið sem svo að stíflan væri „stöðug.“ Þá hefur Vale tilkynnt að fyrirtækið fylgist náið með öllum öðrum stíflum í sinni umsjá. Stíflan var byggð árið 1976 og notuð til þess að halda eftirstöðvum námuvinnslunnar frá starfsstöðvum námustarfsfólks.Ferfætlingar á svæðinu hafa einnig fundið fyrir áhrifum flóðsins.Leo Drumond/APYfirvöld mæta harðri gragnrýni Brasilíska dagblaðið Folha de S, Paulo birti í gær frétt þar sem því var haldið fram að mögulegt rof stíflunnar hafi verið umræðuefni spennuþrungins fundar þar sem leyfi fyrir stíflunni var samþykkt. Umhverfisaðgerðasinnasamtökin Greenpeace hafa gagnrýnt aðila málsins harðlega og segja málið vera „sorglegar afleiðingar þess að brasilísk yfirvöld og námuvinnslufyrirtæki hafi ekki lært sína lexíu,“ en rúm þrjú ár eru síðan 19 manns létust eftir að stífla í Mariana, sem er einnig í Minas Gerais, brast. Sú var einnig í eigu Vale. Þá hafa samtökin sagt að málin séu „ekki slys, heldur umhverfisglæpir sem þurfi að rannsaka, refsa fyrir, og bæta fyrir. Brasilía Tengdar fréttir Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Yfir tvö hundruð manns er saknað eftir að stífla við járngrýtisnámu í suðausturhluta Brasilíu brast. Mikið magn aurleðju flæddi yfir mötuneyti þar sem starfsmenn námunnar sátu og snæddu hádegismat. Opinber tala látinna er níu en óttast er að mun fleiri hafi týnt lífi. Um þrjú hundruð starfsmenn voru á svæðinu sem flæddi yfir en viðbragðsaðilum hefur aðeins tekist að koma um einum þriðja þeirra í skjól. Notast var við þyrlur til þess að flytja fólk úr sjálfheldu af völdum flóðsins þar sem vegir á svæðinu eyðilögðust eftir að stíflan brast. BBC greinir frá. Romeu Zema, fylkisstjóri í Minas Gerais þar sem flóðið varð, segir líkurnar á því að fólk finnist á lífi vera hverfandi. „Héðan af eru líkurnar í lágmarki og sennilegast að við munum aðeins finna lík.“ Um eitt hundrað slökkviliðsmenn sinna nú leitinni að fólkinu sem er saknað og gert er ráð fyrir að sá fjöldi muni tvöfaldast í dag. Ekki er ljóst hvað olli því að stíflan, sem er í eigu stærsta námuvinnslufyrirtækis Brasilíu, Vale, brast.Fyrirtækið segir stífluna hafa verið stöðuga Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kallaði atburðinni „alvarlegan harmleik“ og mun hann ferðast á svæðið í dag. Þá mun ráðherrar á sviðum umhverfismála, námugraftarmála og svæðisuppbyggingar í ríkisstjórn landsins fylgja honum á hamfarasvæðið. „Á þessari stundu er aðal áhersluefni okkar að hlúa að mögulegum fórnarlömbum þessa alvarlega harmleiks,“ skrifaði Bolsonaro á Twitter.Nossa maior preocupação neste momento é atender eventuais vítimas desta grave tragédia. — Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) January 25, 2019 Fabio Schvartsmann, framkvæmdastjóri Vale, sagði málið vera „mannlegan harmleik.“ Hann hefur einnig sagt að þýskt fyrirtæki sem ráðið var til þess að meta öryggi stíflunnar sem brast hafi metið sem svo að stíflan væri „stöðug.“ Þá hefur Vale tilkynnt að fyrirtækið fylgist náið með öllum öðrum stíflum í sinni umsjá. Stíflan var byggð árið 1976 og notuð til þess að halda eftirstöðvum námuvinnslunnar frá starfsstöðvum námustarfsfólks.Ferfætlingar á svæðinu hafa einnig fundið fyrir áhrifum flóðsins.Leo Drumond/APYfirvöld mæta harðri gragnrýni Brasilíska dagblaðið Folha de S, Paulo birti í gær frétt þar sem því var haldið fram að mögulegt rof stíflunnar hafi verið umræðuefni spennuþrungins fundar þar sem leyfi fyrir stíflunni var samþykkt. Umhverfisaðgerðasinnasamtökin Greenpeace hafa gagnrýnt aðila málsins harðlega og segja málið vera „sorglegar afleiðingar þess að brasilísk yfirvöld og námuvinnslufyrirtæki hafi ekki lært sína lexíu,“ en rúm þrjú ár eru síðan 19 manns létust eftir að stífla í Mariana, sem er einnig í Minas Gerais, brast. Sú var einnig í eigu Vale. Þá hafa samtökin sagt að málin séu „ekki slys, heldur umhverfisglæpir sem þurfi að rannsaka, refsa fyrir, og bæta fyrir.
Brasilía Tengdar fréttir Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“