Íslenski boltinn

Tvö mörk og vítaklúður er Blikar unnu fyrsta úrslitaleik ársins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Damir og Hendrickx fagna.
Damir og Hendrickx fagna. vísir/bára
Breiðablik stendur uppi sem sigurvegari í Fótbolta.net mótinu 2019 eftir að þeir grænklæddu unnu 2-0 sigur á Stjörnunni í úrslitaleiknum í Fífunni í kvöld.

Stjarnan fékk gullið tækifæri til að komast yfir úr vítaspyrnu eftir stundarfjórðung en Gunnleifur Gunnleifsson varði vítaspyrnu frá Hilmari Árna Halldórssyni.

Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, dæmdi aðra vítaspyrnu eftir 34 mínútur en þá fyrir Breiðablik. Daninn Thomas Mikkelsen fór á punktinn og skoraði. Blikarnir 1-0 yfir í hálfleik.

Eitt mark var skorað í síðari hálfleikur og það skoraði hinn ungi og efnilegi Brynjólfur Darri Willumsson eftir undirbúning frá Þóri Guðjónssyni. Lokatölur 2-0.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.