Stjarnan fékk gullið tækifæri til að komast yfir úr vítaspyrnu eftir stundarfjórðung en Gunnleifur Gunnleifsson varði vítaspyrnu frá Hilmari Árna Halldórssyni.
Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, dæmdi aðra vítaspyrnu eftir 34 mínútur en þá fyrir Breiðablik. Daninn Thomas Mikkelsen fór á punktinn og skoraði. Blikarnir 1-0 yfir í hálfleik.
Eitt mark var skorað í síðari hálfleikur og það skoraði hinn ungi og efnilegi Brynjólfur Darri Willumsson eftir undirbúning frá Þóri Guðjónssyni. Lokatölur 2-0.
Fyrsti úrslitaleikur ársins hefst í Fífunni kl.18:30. Leikið er um @Fotboltinet meistaratitilinn en Stjarnan er handhafi bikarsins frá því í fyrra. Mótherjinn eru nágrannar okkar í Breiðablik en þeir eiga harma að hefna frá bikarúrslitaleiknum frá því í sumar. Mætum á völlinn! pic.twitter.com/Vu8KKb16Ag
— Stjarnan FC (@FCStjarnan) February 3, 2019
Byrjunarlið Breiðabliks í dag gegn Stjörnunni í úrslitaleik https://t.co/9XL7aKUQQz mótsins 2019. #blikarkoma #fotboltinet
— Blikar.is (@blikar_is) February 3, 2019
Meira> https://t.co/0v2sRLocO4 pic.twitter.com/8cLjftj7pr