Enski boltinn

Emery: Við þurfum hjálp

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Nær Emery að synda í gegnum mótlætið og koma Arsenal í Meistaradeildina á ný?
Nær Emery að synda í gegnum mótlætið og koma Arsenal í Meistaradeildina á ný? vísir/getty
Unai Emery segir Arsenal þurfa hjálp til þess að geta endað í einu af fjórum efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal tapaði fyrir Manchester City í stórleik 25. umferðar í gær.

Eftir umferðina, sem reyndar líkur í kvöld með leik Liverpool og West Ham en úrslit hans hafa ekki áhrif á stöðu Arsenal, eru bæði Manchester United og Chelsea komin upp fyrir Arsenal.

Skytturnar sitja í sjötta sæti, stigi á eftir Manchester United og þremur á eftir Chelsea í fjórða sætinu.

„Það er erfitt að segja þetta eftir 3-1 tap, en við þurfum mikla hjálp,“ sagði Emery spurður út í vonir Arsenal um að ná fjórða og síðasta Meistaradeildarsætinu.

Emery tók við Arsenal í sumar þegar Arsene Wenger hætti hjá félaginu. Fyrri helmingur tímabilsins var nokkuð góður hjá Arsenal en það hefur hallað undan fæti undan farið.

„Manchester City er betra lið en við og leikmennirnir finna það. Við þurfum að styrkja okkur smá saman og þegar við getum verið sterkari á boltanum þá kemur sjálfstraustið.“

„Leikmennirnir eru með rétt hugarfar en þegar við erum lélegra lið en andstæðingurinn þá finnum við fyrir því og það er neikvætt inni á vellinum.“

„Við þurfum að læra frá leikjum eins og þessum,“ sagði Unai Emery.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×