Skriðu í gegn um holræsi til að ræna banka í Antwerpen Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 5. febrúar 2019 20:00 Rannsóknarlögreglumenn í belgísku borginni Antwerpen rannsaka nú bankarán sem ætti heldur heima á hvíta tjaldinu en í raunveruleikanum. Lögregla var kölluð út seint á sunnudagskvöld til að bregðast við viðvörunarbjöllu í útibúi BNP bankans í Antwerpen. Við nánari athugun virðast ræningjarnir hafa nýtt sér holræsi borgarinnar til að grafa sér leið inn í bankann. Þeir virðast hafa haft sér höfuðstöðvar í húsi í nágrenni við útibúið. Þaðan hafa þeir grafið sér göng ofan í holræsið og fikrað sig þaðan undir bankann. Þá tók við meiri mokstur, um fjögurra metra löng göng, inn í bankaútibúið. Ekki er búið að hafa upp á ræningjunum en lögregla kempir nú holræsin í leit að vísbendingum. Talskona skólphreinsifyrirtækis í borginni segir að það sé ótrúlegt að þeir hafi afrekað þetta og séu enn á lífi. „Í fyrsta lagi er hættulegt fyrir ræningjana að grafa þarna göng þar sem hætta er á jarðsigi,“ segir Els Lieken hjá fyrirtækinu Aquafin. „inni í holræsinu er líka mikil hætta til dæmis á skyndilegri hækkun vatnsyfirborðs og á brennisteinsvetni úr skólpvatninu.“ Þá er ljóst að þeir hafi þurft að skríða langa leið í gegn um skólpið en á kafla eru göngin einungis um 40 sentímetrar í þvermál. Eigandi hússins þaðan sem ræningjarnir grófu sér leið ofan í holræsið grunaði ekki neitt en hann leigði tveimur bræðrum kjallaraíbúð þar sem göngin fundust. „Þeir settu allan sandinn í plastpoka í svefnherbergi í íbúðinni þannig að enginn tók eftir neinu,“ segir Marijn Vercauteren, leigusali bræðranna. „Einhverjir nágrannar sögðust hafa heyrt grunsamleg hljóð. En þegar nágrannar eru með einhver smávegis læti kippir maður sér ekkert upp við það.“ Belgía Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Sjá meira
Rannsóknarlögreglumenn í belgísku borginni Antwerpen rannsaka nú bankarán sem ætti heldur heima á hvíta tjaldinu en í raunveruleikanum. Lögregla var kölluð út seint á sunnudagskvöld til að bregðast við viðvörunarbjöllu í útibúi BNP bankans í Antwerpen. Við nánari athugun virðast ræningjarnir hafa nýtt sér holræsi borgarinnar til að grafa sér leið inn í bankann. Þeir virðast hafa haft sér höfuðstöðvar í húsi í nágrenni við útibúið. Þaðan hafa þeir grafið sér göng ofan í holræsið og fikrað sig þaðan undir bankann. Þá tók við meiri mokstur, um fjögurra metra löng göng, inn í bankaútibúið. Ekki er búið að hafa upp á ræningjunum en lögregla kempir nú holræsin í leit að vísbendingum. Talskona skólphreinsifyrirtækis í borginni segir að það sé ótrúlegt að þeir hafi afrekað þetta og séu enn á lífi. „Í fyrsta lagi er hættulegt fyrir ræningjana að grafa þarna göng þar sem hætta er á jarðsigi,“ segir Els Lieken hjá fyrirtækinu Aquafin. „inni í holræsinu er líka mikil hætta til dæmis á skyndilegri hækkun vatnsyfirborðs og á brennisteinsvetni úr skólpvatninu.“ Þá er ljóst að þeir hafi þurft að skríða langa leið í gegn um skólpið en á kafla eru göngin einungis um 40 sentímetrar í þvermál. Eigandi hússins þaðan sem ræningjarnir grófu sér leið ofan í holræsið grunaði ekki neitt en hann leigði tveimur bræðrum kjallaraíbúð þar sem göngin fundust. „Þeir settu allan sandinn í plastpoka í svefnherbergi í íbúðinni þannig að enginn tók eftir neinu,“ segir Marijn Vercauteren, leigusali bræðranna. „Einhverjir nágrannar sögðust hafa heyrt grunsamleg hljóð. En þegar nágrannar eru með einhver smávegis læti kippir maður sér ekkert upp við það.“
Belgía Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Sjá meira