Fyrrverandi forseti Kosta Ríka sakaður um kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2019 08:29 Óscar Arias Sánchez, friðarverðlaunahafi Nóbels og fyrrverandi forseti Kosta Ríka. Vísir/EPA Tvær konur saka Óscar Arias Sánchez, fyrrverandi forseta Kosta Ríka og Nóbelsverðlaunahafa, um að hafa brotið gegn sér kynferðislega. Önnur þeirra kærði Arias í vikunni en hann neitar sök. Arias er einn dáðasti stjórnmálaleiðtogi Kosta Ríka. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1987 fyrir þátt sinn í að binda enda á blóðug borgarastríð sem geisuðu í Mið-Ameríku. Í tvígang gegndi hann embætti forseta Kosta Ríka, fyrst frá 1986 til 1990 og svo aftur frá 2006 til 2010. Önnur konan, sálfræðingur og baráttukona gegn kjarnorku sem segist oft hafa hitt Arias vegna afvopnunarmála, heldur því fram að Arias hafi komið aftan að henni, snert brjóst hennar og stungið fingrum sínum inn í hana. Hún lagði fram kæru til lögreglunnar í vikunni. „Ég óttaðist að ef ég neitaði þá myndi hann ekki vinna með okkur lengur. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Mér fannst ég föst á þessu augnabliki,“ sagði konan við blaðið Seminario Universidad. Atburðurinn átti sér stað árið 2014, að hennar sögn. Arias hafnar alfarið að hafa komið ósæmilega fram við konur. „Ég hafna afdráttarlaust ásökunum gegn mér,“ sagði hann í yfirlýsingu við New York Times. Algeng hegðun þess tíma Hin konan, Emma Daly, er samskiptastjóri mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar. Hún segir Washington Post að Arias hafi þuklað á henni þegar hún var blaðamaður og hann var enn forseti árið 1990. Arias hefur ekki viljað tjá sig um þá ásökun og vísaði lögmaður hans til rannsóknar sem stæði yfir. Daly segir að þegar hún hafi nálgast Arias með spurningu í anddyri Intercontinental-hótelsins í Managva í Níkaragva. Forsetinn hafi ekki svarað heldur rennt hendi sinni yfir brjóst hennar og sagt: „Þú ert ekki í neinum brjóstahaldara“. Ástæðan fyrir því að hún segist ekki hafa tilkynnt framferði Arias á þeim er sú að slík hegðun karlmanna hafi verið algeng í Mið-Ameríku á þeim tíma. „Við sátum eiginlega bara undir þessu. Það virtist eins og það fylgdi bara að það væri komið svona fram við mann og það var ekki margt sem ég gat gert í því,“ segir Daly nú. Kosta Ríka MeToo Nóbelsverðlaun Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Tvær konur saka Óscar Arias Sánchez, fyrrverandi forseta Kosta Ríka og Nóbelsverðlaunahafa, um að hafa brotið gegn sér kynferðislega. Önnur þeirra kærði Arias í vikunni en hann neitar sök. Arias er einn dáðasti stjórnmálaleiðtogi Kosta Ríka. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1987 fyrir þátt sinn í að binda enda á blóðug borgarastríð sem geisuðu í Mið-Ameríku. Í tvígang gegndi hann embætti forseta Kosta Ríka, fyrst frá 1986 til 1990 og svo aftur frá 2006 til 2010. Önnur konan, sálfræðingur og baráttukona gegn kjarnorku sem segist oft hafa hitt Arias vegna afvopnunarmála, heldur því fram að Arias hafi komið aftan að henni, snert brjóst hennar og stungið fingrum sínum inn í hana. Hún lagði fram kæru til lögreglunnar í vikunni. „Ég óttaðist að ef ég neitaði þá myndi hann ekki vinna með okkur lengur. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Mér fannst ég föst á þessu augnabliki,“ sagði konan við blaðið Seminario Universidad. Atburðurinn átti sér stað árið 2014, að hennar sögn. Arias hafnar alfarið að hafa komið ósæmilega fram við konur. „Ég hafna afdráttarlaust ásökunum gegn mér,“ sagði hann í yfirlýsingu við New York Times. Algeng hegðun þess tíma Hin konan, Emma Daly, er samskiptastjóri mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar. Hún segir Washington Post að Arias hafi þuklað á henni þegar hún var blaðamaður og hann var enn forseti árið 1990. Arias hefur ekki viljað tjá sig um þá ásökun og vísaði lögmaður hans til rannsóknar sem stæði yfir. Daly segir að þegar hún hafi nálgast Arias með spurningu í anddyri Intercontinental-hótelsins í Managva í Níkaragva. Forsetinn hafi ekki svarað heldur rennt hendi sinni yfir brjóst hennar og sagt: „Þú ert ekki í neinum brjóstahaldara“. Ástæðan fyrir því að hún segist ekki hafa tilkynnt framferði Arias á þeim er sú að slík hegðun karlmanna hafi verið algeng í Mið-Ameríku á þeim tíma. „Við sátum eiginlega bara undir þessu. Það virtist eins og það fylgdi bara að það væri komið svona fram við mann og það var ekki margt sem ég gat gert í því,“ segir Daly nú.
Kosta Ríka MeToo Nóbelsverðlaun Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira