Lengst starfandi þingmaður Bandaríkjanna látinn Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2019 10:46 John Dingell í þinghúsinu 2014. AP/Lauren Victoria Burke John Dingell, lengst starfandi þingmaður í sögu Bandaríkjanna lést í gær. Hann var 92 ára gamall og hafði hann setið á fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Demókrataflokkinn frá 1955 til 2014 eða í 59 ár. Dingell lést á heimili sínu og þingkonunnar Debbie Dingell, eiginkonu hans. Hann var fulltrúi Michigan. Dingell var mikill stuðningsmaður almennrar heilbrigðisþjónustu og lagði hann fram frumvarp um slíka heilbrigðisþjónustu á hverju einasta kjörtímabili sem hann sat á þingi. AP fréttaveitan segir faðir hans hafa kynnt hann fyrir þeirri hugmynd en Dingell tók við þingmennsku af honum eftir að hann dó skyndilega. Debbie Dingell var kjörin til að taka við sæti hans eftir að hann settist í helgan stein. Hann var einnig mjög virkur á Twitter og setti inn sína síðustu færslu á miðvikudaginn. Þar sagðist hann hafa gert samkomulag við eiginkonu sína eftir langar viðræður. Það samkomulag fælist í því að hann hvíldi sig og hún fylgdist með Twitter fyrir hann og skrifaði skilaboð hans. „Ég vil þakka ykkur öllum fyrir ótrúlega ljúf orð ykkar og bænir. Þið eruð ekki laus við mig alveg strax,“ sagði Dingell.The Lovely Deborah is insisting I rest and stay off here, but after long negotiations we've worked out a deal where she'll keep up with Twitter for me as I dictate the messages. I want to thank you all for your incredibly kind words and prayers. You're not done with me just yet. — John Dingell (@JohnDingell) February 6, 2019 Dingell vakti mikla athygli í desember þegar hann lagði til að eina leiðin til að auka trú almennings á stjórnmálin á nýjan leik væri meðal annars að fella niður öldungadeilda Bandaríkjaþings og fjármagna kosningar úr ríkissjóði. Í grein sem hann skrifaði í Atlantic sagðist Dingell hafa orðið vitni af ýmsum breytingum hjá bandarísku þjóðinni á löngum ferli sínum. Umfangsmesta breytingin væru þó einnig sú sorglegasta og það væri sífellt minni trú almennings á stjórnmálin og stjórnmálamenn.Hann sagði könnun hafa sýnt fram á að árið 1958 hafi 73 prósent Bandaríkjamanna treyst stjórnmálamönnum til að taka réttar ákvarðanir. Í desember 2017 hafi þetta hlutfall verið komið niður í 18 prósent. Hann sagði margar ástæður fyrir þessari þróun og nefndi stríðið í Víetnam, vinsæl ummæli Ronald Reagan um að ríkið væri ekki að hjálpa fólki, Íraksstríðið og hugarástand Trump-liða. Hann sagði þá „fávita“ sem sæju samsæri í öllum hornum vera „veikasta hlekkinn“ í keðju bandarísks lýðræðis sem spannaði rúmar þrjár aldir. Dingell sagði að til að laga þetta þyrftu allir átján ára Bandaríkjamenn og eldri að verða skráðir kjósendur og koma ætti peningum úr kosningabaráttu. Fjármagna ætti kosningar og kosningabaráttu úr ríkissjóði. „Opinber þjónusta ætti ekki að vera verslunarvara og kjörnir embættismenn ættu ekki að þurfa að leigja sig til hæstbjóðanda til að hljóta embætti og halda því. Ef þú vilt endurbyggja traust á stjórnmálin, fjarlægðu verðmiðann.“ Þá lagði hann til að leggja öldungadeild Bandaríkjaþings niður. Hann sagði þá reglu að hvert ríki, sama hve margir byggju þar, ætti að vera með tvo öldungadeildarþingmenn vera barn síns tíma. Sú regla hefði verið sett á af höfundum stjórnarskrárinnar þegar Bandaríkin voru þrettán og íbúar þeirra voru fjórar milljónir. Nú séu ríkin 50 og þar búi rúmlega 325 milljónir manna. Dingell sagði ekki sanngjarnt að Kalifornía, þar sem nærri því 40 milljónir manna búa, skuli vera með tvo fulltrúa á öldungadeildinni. Þrátt fyrir að þar búi fleiri en í tuttugustu fámennustu ríkjum Bandaríkjanna samanlagt séu þau öll einnig með sína tvo fulltrúa. Hann sagði fámenn ríki hafa allt of mikil áhrif og þetta ójafnvægi hafi leitt til lömunnar í opinberu umhverfi Bandaríkjanna. Andlát Bandaríkin Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
John Dingell, lengst starfandi þingmaður í sögu Bandaríkjanna lést í gær. Hann var 92 ára gamall og hafði hann setið á fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Demókrataflokkinn frá 1955 til 2014 eða í 59 ár. Dingell lést á heimili sínu og þingkonunnar Debbie Dingell, eiginkonu hans. Hann var fulltrúi Michigan. Dingell var mikill stuðningsmaður almennrar heilbrigðisþjónustu og lagði hann fram frumvarp um slíka heilbrigðisþjónustu á hverju einasta kjörtímabili sem hann sat á þingi. AP fréttaveitan segir faðir hans hafa kynnt hann fyrir þeirri hugmynd en Dingell tók við þingmennsku af honum eftir að hann dó skyndilega. Debbie Dingell var kjörin til að taka við sæti hans eftir að hann settist í helgan stein. Hann var einnig mjög virkur á Twitter og setti inn sína síðustu færslu á miðvikudaginn. Þar sagðist hann hafa gert samkomulag við eiginkonu sína eftir langar viðræður. Það samkomulag fælist í því að hann hvíldi sig og hún fylgdist með Twitter fyrir hann og skrifaði skilaboð hans. „Ég vil þakka ykkur öllum fyrir ótrúlega ljúf orð ykkar og bænir. Þið eruð ekki laus við mig alveg strax,“ sagði Dingell.The Lovely Deborah is insisting I rest and stay off here, but after long negotiations we've worked out a deal where she'll keep up with Twitter for me as I dictate the messages. I want to thank you all for your incredibly kind words and prayers. You're not done with me just yet. — John Dingell (@JohnDingell) February 6, 2019 Dingell vakti mikla athygli í desember þegar hann lagði til að eina leiðin til að auka trú almennings á stjórnmálin á nýjan leik væri meðal annars að fella niður öldungadeilda Bandaríkjaþings og fjármagna kosningar úr ríkissjóði. Í grein sem hann skrifaði í Atlantic sagðist Dingell hafa orðið vitni af ýmsum breytingum hjá bandarísku þjóðinni á löngum ferli sínum. Umfangsmesta breytingin væru þó einnig sú sorglegasta og það væri sífellt minni trú almennings á stjórnmálin og stjórnmálamenn.Hann sagði könnun hafa sýnt fram á að árið 1958 hafi 73 prósent Bandaríkjamanna treyst stjórnmálamönnum til að taka réttar ákvarðanir. Í desember 2017 hafi þetta hlutfall verið komið niður í 18 prósent. Hann sagði margar ástæður fyrir þessari þróun og nefndi stríðið í Víetnam, vinsæl ummæli Ronald Reagan um að ríkið væri ekki að hjálpa fólki, Íraksstríðið og hugarástand Trump-liða. Hann sagði þá „fávita“ sem sæju samsæri í öllum hornum vera „veikasta hlekkinn“ í keðju bandarísks lýðræðis sem spannaði rúmar þrjár aldir. Dingell sagði að til að laga þetta þyrftu allir átján ára Bandaríkjamenn og eldri að verða skráðir kjósendur og koma ætti peningum úr kosningabaráttu. Fjármagna ætti kosningar og kosningabaráttu úr ríkissjóði. „Opinber þjónusta ætti ekki að vera verslunarvara og kjörnir embættismenn ættu ekki að þurfa að leigja sig til hæstbjóðanda til að hljóta embætti og halda því. Ef þú vilt endurbyggja traust á stjórnmálin, fjarlægðu verðmiðann.“ Þá lagði hann til að leggja öldungadeild Bandaríkjaþings niður. Hann sagði þá reglu að hvert ríki, sama hve margir byggju þar, ætti að vera með tvo öldungadeildarþingmenn vera barn síns tíma. Sú regla hefði verið sett á af höfundum stjórnarskrárinnar þegar Bandaríkin voru þrettán og íbúar þeirra voru fjórar milljónir. Nú séu ríkin 50 og þar búi rúmlega 325 milljónir manna. Dingell sagði ekki sanngjarnt að Kalifornía, þar sem nærri því 40 milljónir manna búa, skuli vera með tvo fulltrúa á öldungadeildinni. Þrátt fyrir að þar búi fleiri en í tuttugustu fámennustu ríkjum Bandaríkjanna samanlagt séu þau öll einnig með sína tvo fulltrúa. Hann sagði fámenn ríki hafa allt of mikil áhrif og þetta ójafnvægi hafi leitt til lömunnar í opinberu umhverfi Bandaríkjanna.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent