Erlent

Albert Finney fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Albert Finney var fimm sinnum tilnefndur til Óskarsverðlauna.
Albert Finney var fimm sinnum tilnefndur til Óskarsverðlauna. Getty/Ron Galella
Enski leikarinn Albert Finney, sem fimm sinnum var tilnefndur til Óskarsverðlauna, er látinn, 82 ára að aldri.Finney hóf leiklistarferil sinn hjá leikhúsinu Royal Shakespeare Company áður en hann sneri sér að leik í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.Í frétt BBC segir að Finney hafi slegið í gegn sem hinn reiðilegi Arthur Seaton í kvikmyndinni Saturday Night and Sunday Morning frá árinu 1960 sem byggði á samnefndri skáldsögu Alan Sillitoe.

Albert Finney sem belgíski spæjarinn Hercule Poirot.Getty
Finney fór með titilhlutverkið í myndinni Tom Jones frá 1963 og lék belgíska spæjarann Hercule Poirot í Murder on the Orient Express 1974.Þá lék hann einnig í Erin Brockovich, James Bond-myndinni Skyfall auk þess að fara með hlutverk læknisins Dr. Albert Hirsch í The Bourne Ultimatum og The Bourne Legacy.Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Finney segir að hann hafi látist í faðmi fjölskyldu sinnar eftir að hafa glímt við veikindi síðustu daga.

Fimm Óskarstilnefningar

Meðal annarra hlutverka Finney má nefna Winston Churchill í myndinni The Gathering Storm, en hann hlaut Golden Globe verðlaun fyrir frammistöðuna.Finney var fjórum sinnum tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir besta karlhlutverk – fyrir Tom Jones (1963), Murder on the Orient Express (1974), The Dresser (1983) og Under the Volcano (1984). Þá hlaut hann tilnefningu fyrir besti karlleikari í aukahlutverk árið 2000 fyrir myndina Erin Brockovich.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.