Gömlu Liverpool-stjórarnir að hjálpa sínu gamla félagi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2019 10:00 Roy Hodgson og Rafael Benítez. Getty/Nigel Roddis Roy Hodgson og Rafael Benítez tókst hvorugum að enda langa bið Liverpool eftir enska meistaratitlinum þegar sátu í stjórastólnum á Anfield en þeir hafa hjálpað sínu gamla félagi mikið í vetur. Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool liðinu geta náð sjö stiga forskoti á toppnum í kvöld þökk sé tapi Manchester City á móti Newcastle í gær. Liverpool tekur þá á móti Leicester City á Anfield. Manchester City hefur tapað fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en allir tapleikir liðsins hafa verið í desember og janúar. Tveir af þeim allra óvæntustu hafa verið á móti Crystal Palace og Newcastle en City hefur einnig tapað fyrir Chelsea og Leicester City.December: Man City 2-3 Palace January: Newcastle 2-1 Man City pic.twitter.com/lBDbVi7dZk — B/R Football (@brfootball) January 29, 2019Það bjuggust fáir við að Crystal Palace og Newcastle gerðu eitthvað á móti Manchester City ekki síst þar sem Manchester City komst í 1-0 í báðum leikjunum. Crystal Palace vann 3-2 sigur á Manchester City á Ethiad leikvanginum tveimur dögum fyrir jól og áfallið var kannski svo mikið að liðið tapaði líka á öðrum degi jóla og þá fyrir Leicester City. Fyrir vikið náði Liverpool sjö stiga forystu á toppi deildarinnar sem City minnkaði síðan í fjögur stig með því að vinna innbyrðisleik liðanna í upphafi ársins. Manchester City hafði unnið alla leiki sína í öllum keppnum á árinu 2019 þegar liðið heimsótti Newcastle í gær og City komst í 1-0 eftir aðeins 25 sekúndur. Það leit því allt út fyrir öruggan sigur á liðinu í 17. sæti deildarinnar.Liverpool fans are falling in love with Rafa Benitez all over again this morninghttps://t.co/f37MGOisfi#LFCpic.twitter.com/pkhhRHTlfp — BBC Sport (@BBCSport) January 30, 2019 Annað kom á daginn Newcastle snéri leiknum við með tveimur mörkum í seinni hálfleik eftir örugglega eina góða ræðu frá Rafael Benítez. Rafael Benítez var knattspyrnustjóri Liverpool frá 16. júní 2004 til 3. júní 2010. Hann stýrði liðinu því á sex tímabilum og liðið endaði á þeim tíma einu sinni í öðru sæti (2009) og tvisvar í þriðja sæti (2006 og 2007). Liverpool vann einnig Meistaradeildina 2005 og enska bikarinn 2006. Roy Hodgson var knattspyrnustjóri Liverpool frá 1. júlí 2010 til 8. janúar 2011 þegar hann var látinn fara og Kenny Dalglish tók við. Liverpool endaði í sjötta sæti á því tímabili, enn neðar næstu tvö tímabil á eftir (8. sæti og 7. sæti) og komst ekki aftur í Meistaradeildina fyrr en 2014-15 tímabilið. Þessi sex stig sem Manchester City tapað á móti liðum úr neðsta þriðjungi deildarinnar fara langt með að gera út um keppnina um enska meistaratitilinn í ár. Þeir Roy Hodgson og Rafael Benítez náðu því ekki að gera Liverpool að meisturum á sínum tíma en hjálpuðu til í ár. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp nýtur þess ekki að vera í titilbaráttu Það er gaman hjá Liverpool. Liðið á toppnum og spilar frábæran fótbolta. Stjóri liðsins, Jürgen Klopp, nær þó ekki að njóta sín. 30. janúar 2019 09:00 Benitez gerði Liverpool greiða Manchester City missteig sig og Liverpool getur náð sjö stiga forskoti á morgun. 29. janúar 2019 22:00 Sjáðu dramatíkina á Old Trafford og óvæntan sigur Newcastle á Man. City Það voru spilaðir sex leikir í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld og venju samkvæmt má sjá öll mörkin á Vísi. 30. janúar 2019 08:00 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Roy Hodgson og Rafael Benítez tókst hvorugum að enda langa bið Liverpool eftir enska meistaratitlinum þegar sátu í stjórastólnum á Anfield en þeir hafa hjálpað sínu gamla félagi mikið í vetur. Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool liðinu geta náð sjö stiga forskoti á toppnum í kvöld þökk sé tapi Manchester City á móti Newcastle í gær. Liverpool tekur þá á móti Leicester City á Anfield. Manchester City hefur tapað fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en allir tapleikir liðsins hafa verið í desember og janúar. Tveir af þeim allra óvæntustu hafa verið á móti Crystal Palace og Newcastle en City hefur einnig tapað fyrir Chelsea og Leicester City.December: Man City 2-3 Palace January: Newcastle 2-1 Man City pic.twitter.com/lBDbVi7dZk — B/R Football (@brfootball) January 29, 2019Það bjuggust fáir við að Crystal Palace og Newcastle gerðu eitthvað á móti Manchester City ekki síst þar sem Manchester City komst í 1-0 í báðum leikjunum. Crystal Palace vann 3-2 sigur á Manchester City á Ethiad leikvanginum tveimur dögum fyrir jól og áfallið var kannski svo mikið að liðið tapaði líka á öðrum degi jóla og þá fyrir Leicester City. Fyrir vikið náði Liverpool sjö stiga forystu á toppi deildarinnar sem City minnkaði síðan í fjögur stig með því að vinna innbyrðisleik liðanna í upphafi ársins. Manchester City hafði unnið alla leiki sína í öllum keppnum á árinu 2019 þegar liðið heimsótti Newcastle í gær og City komst í 1-0 eftir aðeins 25 sekúndur. Það leit því allt út fyrir öruggan sigur á liðinu í 17. sæti deildarinnar.Liverpool fans are falling in love with Rafa Benitez all over again this morninghttps://t.co/f37MGOisfi#LFCpic.twitter.com/pkhhRHTlfp — BBC Sport (@BBCSport) January 30, 2019 Annað kom á daginn Newcastle snéri leiknum við með tveimur mörkum í seinni hálfleik eftir örugglega eina góða ræðu frá Rafael Benítez. Rafael Benítez var knattspyrnustjóri Liverpool frá 16. júní 2004 til 3. júní 2010. Hann stýrði liðinu því á sex tímabilum og liðið endaði á þeim tíma einu sinni í öðru sæti (2009) og tvisvar í þriðja sæti (2006 og 2007). Liverpool vann einnig Meistaradeildina 2005 og enska bikarinn 2006. Roy Hodgson var knattspyrnustjóri Liverpool frá 1. júlí 2010 til 8. janúar 2011 þegar hann var látinn fara og Kenny Dalglish tók við. Liverpool endaði í sjötta sæti á því tímabili, enn neðar næstu tvö tímabil á eftir (8. sæti og 7. sæti) og komst ekki aftur í Meistaradeildina fyrr en 2014-15 tímabilið. Þessi sex stig sem Manchester City tapað á móti liðum úr neðsta þriðjungi deildarinnar fara langt með að gera út um keppnina um enska meistaratitilinn í ár. Þeir Roy Hodgson og Rafael Benítez náðu því ekki að gera Liverpool að meisturum á sínum tíma en hjálpuðu til í ár.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp nýtur þess ekki að vera í titilbaráttu Það er gaman hjá Liverpool. Liðið á toppnum og spilar frábæran fótbolta. Stjóri liðsins, Jürgen Klopp, nær þó ekki að njóta sín. 30. janúar 2019 09:00 Benitez gerði Liverpool greiða Manchester City missteig sig og Liverpool getur náð sjö stiga forskoti á morgun. 29. janúar 2019 22:00 Sjáðu dramatíkina á Old Trafford og óvæntan sigur Newcastle á Man. City Það voru spilaðir sex leikir í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld og venju samkvæmt má sjá öll mörkin á Vísi. 30. janúar 2019 08:00 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Klopp nýtur þess ekki að vera í titilbaráttu Það er gaman hjá Liverpool. Liðið á toppnum og spilar frábæran fótbolta. Stjóri liðsins, Jürgen Klopp, nær þó ekki að njóta sín. 30. janúar 2019 09:00
Benitez gerði Liverpool greiða Manchester City missteig sig og Liverpool getur náð sjö stiga forskoti á morgun. 29. janúar 2019 22:00
Sjáðu dramatíkina á Old Trafford og óvæntan sigur Newcastle á Man. City Það voru spilaðir sex leikir í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld og venju samkvæmt má sjá öll mörkin á Vísi. 30. janúar 2019 08:00