Varað við hríðarveðri á Suðurlandi: Stormur og lítið skyggni í kortunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2019 10:30 Það skellur á stormur og éljagangur á Suðurlandi núna upp úr klukkan 11 með tilheyrandi skafrenningi og slæmu skyggni á þjóðvegum. vísir/vilhelm Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá klukkan 11 í dag og til klukkan 16 þar sem von er á suðvestan hríð með 13 til 20 metrum á sekúndu með dimmum éljum eða snjókomu og skafrenningi. Það er því útlit fyrir að skyggni og færð geti orðið slæm um tíma á þessu svæði og eru vegfarendur hvattir til að fylgjast vel með veðurspám að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Ekki er útilokað að vegir lokist um Hellisheiði og Þrengsli einhvern tíma milli klukkan 10 - 17 í dag að því er segir á vef Vegagerðarinnar og þá gætu ferðir Strætó fallið niður vegna veðurs. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að það verði í raun og veru ekkert ferðamaður, að minnsta kosti ekki fyrir óvana. „Það stendur í viðvöruninni að það séu slæm akstursskilyrði og almennt slæmt ferðaveður á Suðurlandi, bæði á Suðurstrandavegi, Hellisheiði og Suðurlandsvegi austur að Mýrdal. Þetta á aðallega við um ferðamenn sem eru á litlum bílum og illa útbúnum og slíkt en heimamenn sem eru vanir og eru væntanlega á vel útbúnum bílum, þeir ættu ekki að lenda í vandræðum en það þarf bara að fara hægt yfir,“ segir Elín Björk. Hún bendir á að viðvaranakerfi Veðurstofunnar taki mið af þeim samfélagslegu áhrifum sem veðrið geti haft. „Ef það myndast einhverjar bílaraðir eða fólk festist mjög mikið og það þarf að kalla út björgunarsveitir þá eru það orðin talsverð samfélagsleg áhrif.“ Elín Björk segir að það líti út fyrir það að aðal éljagarður lægðarinnar sem sendir þetta veður til okkar verði kominn inn um ellefuleytið. Veðrið gangi síðan ansi hratt yfir. „Þegar það gengur saman dimmur éljagangur og mikill vindur þá verða aðstæður mjög erfiðar en það dregur mjög hratt úr vindinum þó að élin haldi áfram þannig að þetta verður ekki með þessu versta móti nema í örfáa tíma,“ segir Elín Björk.Viðvörun Veðurstofunnar, í gildi frá klukkan 11 til 16: Gengur í suðvestan 13-20 m/s með dimmum éljum eða snjókomu og skafrenningi. Léleg aksturskilyrði og almennt slæmt ferðaveður á Suðurlandi, bæði á Suðurstrandavegi, Hellisheiði og Suðurlandsvegi austur að Mýrdal.Tilkynning Strætó vegna veðursins: Viðvörun er í gangi fyrir Suðurlandið í dag frá kl.10:00 - 17:00 vegna veðursskilyrða. • Leiðir 51 og 52 á Suðurlandi. Farþegar eru beðnir um að fylgjast með upplýsingum um ferðir vagnanna á heimasíðu Strætó á eftirfarandi tíma með tilliti til þess ef um niðurfellingar á Strætó verða sökum þessa. • Leið 56 (sem ekur milli Egilsstaða og Akureyrar)Ferðir falla niður í dag vegna veðurs og ófærðar. Veður Tengdar fréttir Lögreglan varar við færð í efri byggðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að fara út í umferðina á illa búnum bílum. 21. janúar 2019 07:43 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá klukkan 11 í dag og til klukkan 16 þar sem von er á suðvestan hríð með 13 til 20 metrum á sekúndu með dimmum éljum eða snjókomu og skafrenningi. Það er því útlit fyrir að skyggni og færð geti orðið slæm um tíma á þessu svæði og eru vegfarendur hvattir til að fylgjast vel með veðurspám að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Ekki er útilokað að vegir lokist um Hellisheiði og Þrengsli einhvern tíma milli klukkan 10 - 17 í dag að því er segir á vef Vegagerðarinnar og þá gætu ferðir Strætó fallið niður vegna veðurs. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að það verði í raun og veru ekkert ferðamaður, að minnsta kosti ekki fyrir óvana. „Það stendur í viðvöruninni að það séu slæm akstursskilyrði og almennt slæmt ferðaveður á Suðurlandi, bæði á Suðurstrandavegi, Hellisheiði og Suðurlandsvegi austur að Mýrdal. Þetta á aðallega við um ferðamenn sem eru á litlum bílum og illa útbúnum og slíkt en heimamenn sem eru vanir og eru væntanlega á vel útbúnum bílum, þeir ættu ekki að lenda í vandræðum en það þarf bara að fara hægt yfir,“ segir Elín Björk. Hún bendir á að viðvaranakerfi Veðurstofunnar taki mið af þeim samfélagslegu áhrifum sem veðrið geti haft. „Ef það myndast einhverjar bílaraðir eða fólk festist mjög mikið og það þarf að kalla út björgunarsveitir þá eru það orðin talsverð samfélagsleg áhrif.“ Elín Björk segir að það líti út fyrir það að aðal éljagarður lægðarinnar sem sendir þetta veður til okkar verði kominn inn um ellefuleytið. Veðrið gangi síðan ansi hratt yfir. „Þegar það gengur saman dimmur éljagangur og mikill vindur þá verða aðstæður mjög erfiðar en það dregur mjög hratt úr vindinum þó að élin haldi áfram þannig að þetta verður ekki með þessu versta móti nema í örfáa tíma,“ segir Elín Björk.Viðvörun Veðurstofunnar, í gildi frá klukkan 11 til 16: Gengur í suðvestan 13-20 m/s með dimmum éljum eða snjókomu og skafrenningi. Léleg aksturskilyrði og almennt slæmt ferðaveður á Suðurlandi, bæði á Suðurstrandavegi, Hellisheiði og Suðurlandsvegi austur að Mýrdal.Tilkynning Strætó vegna veðursins: Viðvörun er í gangi fyrir Suðurlandið í dag frá kl.10:00 - 17:00 vegna veðursskilyrða. • Leiðir 51 og 52 á Suðurlandi. Farþegar eru beðnir um að fylgjast með upplýsingum um ferðir vagnanna á heimasíðu Strætó á eftirfarandi tíma með tilliti til þess ef um niðurfellingar á Strætó verða sökum þessa. • Leið 56 (sem ekur milli Egilsstaða og Akureyrar)Ferðir falla niður í dag vegna veðurs og ófærðar.
Veður Tengdar fréttir Lögreglan varar við færð í efri byggðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að fara út í umferðina á illa búnum bílum. 21. janúar 2019 07:43 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Lögreglan varar við færð í efri byggðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að fara út í umferðina á illa búnum bílum. 21. janúar 2019 07:43