Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2019 17:32 Agnes Callamard er franskur sérfræðingur í mannréttindamálum og rannsakar ólöglegar aftökur fyrir mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Vísir/EPA Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málum sem varða ólöglegar aftökur segist ætla að halda til Tyrklands til að stýra „sjálfstæðri alþjóðlegri rannsókn“ á morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi í næstu viku. Sádiarabísk stjórnvöld eru sögð hafa látið myrða hann en því neita Sádar. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa orðið margsaga um hvað kom fyrir blaðamanninn en viðurkenndu á endanum að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu. Agnes Callamard, fulltrúi SÞ í ólöglegum, óformbundnum og gerræðislegum aftökum, segir Reuters-fréttastofunni að hún ætli að hefja rannsóknina með vikulangri ferð til Tyrklands frá 28. janúar til 3. febrúar. Þar muni hún meta aðstæður morðsins og „hvers eðlis og hversu langt ábyrgð ríkja eða einstaklinga á morðinu“ nái. Niðurstöður rannsóknarinnar ætlar Callamard að kynna þegar mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman í júní. Embætti hennar heyrir undir ráðið og hefur hún umboð til að rannsaka aftökur. Stjórnvöld í Ríad hafa dregið hóp manna fyrir dóm vegna morðsins á Khashoggi. Ellefu hafa verið ákærðir þar og krefjast þarlendir saksóknarar dauðadóms yfir fimm þeirra. Morðið á Khashoggi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Meintir morðingjar Khashoggi dregnir fyrir dóm í Sádi-Arabíu Saksóknarar krefjast dauðarefsingar yfir fimm af ellefu manns sem þeir saka um aðild að morðinu á blaðamanninum. 3. janúar 2019 10:55 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málum sem varða ólöglegar aftökur segist ætla að halda til Tyrklands til að stýra „sjálfstæðri alþjóðlegri rannsókn“ á morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi í næstu viku. Sádiarabísk stjórnvöld eru sögð hafa látið myrða hann en því neita Sádar. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa orðið margsaga um hvað kom fyrir blaðamanninn en viðurkenndu á endanum að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu. Agnes Callamard, fulltrúi SÞ í ólöglegum, óformbundnum og gerræðislegum aftökum, segir Reuters-fréttastofunni að hún ætli að hefja rannsóknina með vikulangri ferð til Tyrklands frá 28. janúar til 3. febrúar. Þar muni hún meta aðstæður morðsins og „hvers eðlis og hversu langt ábyrgð ríkja eða einstaklinga á morðinu“ nái. Niðurstöður rannsóknarinnar ætlar Callamard að kynna þegar mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman í júní. Embætti hennar heyrir undir ráðið og hefur hún umboð til að rannsaka aftökur. Stjórnvöld í Ríad hafa dregið hóp manna fyrir dóm vegna morðsins á Khashoggi. Ellefu hafa verið ákærðir þar og krefjast þarlendir saksóknarar dauðadóms yfir fimm þeirra.
Morðið á Khashoggi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Meintir morðingjar Khashoggi dregnir fyrir dóm í Sádi-Arabíu Saksóknarar krefjast dauðarefsingar yfir fimm af ellefu manns sem þeir saka um aðild að morðinu á blaðamanninum. 3. janúar 2019 10:55 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Meintir morðingjar Khashoggi dregnir fyrir dóm í Sádi-Arabíu Saksóknarar krefjast dauðarefsingar yfir fimm af ellefu manns sem þeir saka um aðild að morðinu á blaðamanninum. 3. janúar 2019 10:55