Erlent

Abe reiðubúinn að funda með Kim Jong-un

Atli Ísleifsson skrifar
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, hélt tölu á japanska þinginu í dag.
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, hélt tölu á japanska þinginu í dag. EPA
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, kveðst reiðubúinn að leysa þá stjórnmálalegu pattstöðu sem uppi er í samskiptum Japans og Norður-Kóreu með því að funda með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu.

Frá þessu greindi japanski forsætisráðherrann í ræðu á japanska þinginu í dag. Sagðist hann vilja ná normalíseringu í samskiptum ríkjanna. 

Abe skýrði ekki nánar hvar eða hvenær slíkur fundur gæti farið fram. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa ekki beðið formlega um fund milli fulltrúa ríkjanna, en mikil spenna hefur verið í samskiptum Japans og Norður-Kóreu um margra áratuga skeið.

Fulltrúar stjórnvalda í Norður-Kóreu, Bandaríkjunum og Suður-Kóreu funduðu nýlega í Svíþjóð. Er stefnt á nýjan leiðtogafund Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un í lok febrúar, en þeir funduðu saman í Singpúr á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×