Enski boltinn

Arnautovic vill komast til Kína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Svekktur. Arnautovic mun líklega ekki komast til Kína.
Svekktur. Arnautovic mun líklega ekki komast til Kína. vísir/getty

Marko Arnautovic, framherji West Ham, vill að félagið taki 35 milljón punda tilboði frá kínversku félagi í sig en Hamrarnir segja að hann sé ekki til sölu.

West Ham fékk þetta rausnarlega tilboð í Austurríkismanninn frekar óvænt í vikunni en ekki hefur verið gefið upp hvaða kínverska félag vill kaupa hann.

Arnautovic og umboðsmaður hans, sem er bróðir hans, hafa biðlað til West Ham að taka tilboðinu. Þeir vilja komast í peningana í Kína. Ekki var vel tekið í þá bón.

Arnautovic kom til West Ham frá Stoke sumarið 2017 og kostaði þá 20 milljónir punda. Hann er með samning fram á sumar 2022.

Kínverska félagið er sagt vera til í að greiða Austurríkismanninum 200 þúsund pund á viku í fjögur ár. Það er mikil launahækkun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.