Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2019 13:24 Rannsakendur gerðu húsleit í höfuðstöðvum Huawei í Póllandi og hjá samskiptafyrirtækinu Oragne Polska, sem pólski maðurinn mun hafa unnið hjá. AP/Czarek Sokolowski Yfirvöld í Póllandi hafa handtekið kínverskan starfsmann Huawei fyrir njósnir. Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. Rannsakendur gerðu húsleit í höfuðstöðvum Huawei í Póllandi og hjá samskiptafyrirtækinu Oragne Polska, sem pólski maðurinn mun hafa unnið hjá. Leyniþjónustur vestrænna ríkja eins og Bandaríkjanna hafa haldið því fram að Huawei starfi með leyniþjónustum Kína og stundi víða njósnir. Þá hefur því verið haldið fram að búnaður Huawei samskiptabúnaði innihaldi bakdyr fyrir kínverska hakkara.AFP fréttaveitan segir fjölmiðla í Póllandi hafa heimildir fyrir því að kínverski maðurinn sé einn af framkvæmdastjórum Huawei þar í landi og sá pólski hafi áður starfað hjá leyniþjónustu Póllands.Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, var handtekin í Kanada í síðasta mánuði. Til stendur að framselja hana til Bandaríkjanna vegna gruns um að hún hafi brotið gegn refsiaðgerðum gegn Íran og vegna gruns um fjársvik. Huawei hefur neitað þessum ásökunum en handtökurnar í Póllandi munu án efa ýta undir þessar deilur.Samkvæmt Reuters sagði talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína að þar í landi hefðu menn áhyggjur af málinu og hvatti hann yfirvöld í Póllandi til þess að rannsaka málið af sanngirni. Forsvarsmenn Huawei vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu, að öðru leyti en að taka fram að fyrirtækið fylgdi lögum þeirra ríkja sem það starfaði í.Orange Polska staðfesti húsleit í höfuðstöðvum þess og sagði rannsakendur hafa lagt hald á búnað og gögn eins starfsmanns. Þá vita forsvarsmenn fyrirtækisins ekki hvort að rannsóknin tengist störfum mannsins en segjast veita yfirvöldum samvinnu. Yfirvöld nokkurra vestrænna ríkja hafa tekið þá ákvörðun að neita Huawei aðkomu að uppbyggingu samskiptakerfa og innviða innan þeirra ríkja. Ríkisstjórn Noregs tilkynnti í vikunni að verið væri að skoða svipaðar aðgerðir þar í landi. Bandaríkin Kanada Kína Pólland Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Sjá meira
Yfirvöld í Póllandi hafa handtekið kínverskan starfsmann Huawei fyrir njósnir. Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. Rannsakendur gerðu húsleit í höfuðstöðvum Huawei í Póllandi og hjá samskiptafyrirtækinu Oragne Polska, sem pólski maðurinn mun hafa unnið hjá. Leyniþjónustur vestrænna ríkja eins og Bandaríkjanna hafa haldið því fram að Huawei starfi með leyniþjónustum Kína og stundi víða njósnir. Þá hefur því verið haldið fram að búnaður Huawei samskiptabúnaði innihaldi bakdyr fyrir kínverska hakkara.AFP fréttaveitan segir fjölmiðla í Póllandi hafa heimildir fyrir því að kínverski maðurinn sé einn af framkvæmdastjórum Huawei þar í landi og sá pólski hafi áður starfað hjá leyniþjónustu Póllands.Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, var handtekin í Kanada í síðasta mánuði. Til stendur að framselja hana til Bandaríkjanna vegna gruns um að hún hafi brotið gegn refsiaðgerðum gegn Íran og vegna gruns um fjársvik. Huawei hefur neitað þessum ásökunum en handtökurnar í Póllandi munu án efa ýta undir þessar deilur.Samkvæmt Reuters sagði talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína að þar í landi hefðu menn áhyggjur af málinu og hvatti hann yfirvöld í Póllandi til þess að rannsaka málið af sanngirni. Forsvarsmenn Huawei vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu, að öðru leyti en að taka fram að fyrirtækið fylgdi lögum þeirra ríkja sem það starfaði í.Orange Polska staðfesti húsleit í höfuðstöðvum þess og sagði rannsakendur hafa lagt hald á búnað og gögn eins starfsmanns. Þá vita forsvarsmenn fyrirtækisins ekki hvort að rannsóknin tengist störfum mannsins en segjast veita yfirvöldum samvinnu. Yfirvöld nokkurra vestrænna ríkja hafa tekið þá ákvörðun að neita Huawei aðkomu að uppbyggingu samskiptakerfa og innviða innan þeirra ríkja. Ríkisstjórn Noregs tilkynnti í vikunni að verið væri að skoða svipaðar aðgerðir þar í landi.
Bandaríkin Kanada Kína Pólland Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Sjá meira