Erlent

Enn eitt vel heppnað geimskot SpaceX

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá lendingu eldflaugar SpaceX í fyrra.
Frá lendingu eldflaugar SpaceX í fyrra. Vísir/SpaceX
Fyrirtækið SpaceX skaut á loft tíu gervihnöttum fyrir fjarskiptafyrirtækið Iridium nú fyrir skömmu. Þetta var síðasta geimskotið af átta fyrir fyrirtækið og ef vel gengur að koma gervihnöttunum á rétta sporbraut verða 75 nýir gervihnettir Iridium á braut um jörðu. Þar af eru níu vara-gervihnettir en fyrirtækið hefur nú uppfært allt gervihnattanet sitt.

Eldri gervihnettir Iridium verða látnir brenna upp í gufuhvolfinu, samkvæmt AP.

Falcon 9 eldflaug SpaceX lenti á drónaskipinu Just Read The Instructions sem var á floti undan ströndum Kaliforníu, þar sem geimskotið fór fram.

Horfa má á geimskotið og lendinguna hér að neðan. Útsendingin stendur enn yfir þegar þetta er skrifað og er hægt að fylgjast með því hvernig gengur að koma gervihnöttunum á rétta sporbraut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×