Erlent

Enn eitt vel heppnað geimskot SpaceX

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá lendingu eldflaugar SpaceX í fyrra.
Frá lendingu eldflaugar SpaceX í fyrra. Vísir/SpaceX

Fyrirtækið SpaceX skaut á loft tíu gervihnöttum fyrir fjarskiptafyrirtækið Iridium nú fyrir skömmu. Þetta var síðasta geimskotið af átta fyrir fyrirtækið og ef vel gengur að koma gervihnöttunum á rétta sporbraut verða 75 nýir gervihnettir Iridium á braut um jörðu. Þar af eru níu vara-gervihnettir en fyrirtækið hefur nú uppfært allt gervihnattanet sitt.

Eldri gervihnettir Iridium verða látnir brenna upp í gufuhvolfinu, samkvæmt AP.

Falcon 9 eldflaug SpaceX lenti á drónaskipinu Just Read The Instructions sem var á floti undan ströndum Kaliforníu, þar sem geimskotið fór fram.

Horfa má á geimskotið og lendinguna hér að neðan. Útsendingin stendur enn yfir þegar þetta er skrifað og er hægt að fylgjast með því hvernig gengur að koma gervihnöttunum á rétta sporbraut.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.