Erlent

Táningurinn sem flúði fjölskyldu sína komin til Kanada

Kjartan Kjartansson skrifar
Qunun (f.m.) við komuna til Toronto í dag. Freeland utanríkisráðherra Kanada (t.h.) tók á móti henni á flugvellinum.
Qunun (f.m.) við komuna til Toronto í dag. Freeland utanríkisráðherra Kanada (t.h.) tók á móti henni á flugvellinum. Vísir/AP
Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára gömul sádiarabísk stúlka, sem sat föst á flugvelli í Taílandi á flótta undan fjölskyldu sinni er komin til Kanada þar sem hún hefur fengið hæli. Hún segist hafa hafnað íslamstrú og eigi því ekki afturkvæmt til heimalandsins þar sem dauðarefsing liggur við því að ganga af trúnni.Stúlkan segist hafa orðið fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi af hálfu fjölskyldu sinnar. Hún hafi meðal annars verið læst inni í herbergi sínu í hálft ár eftir að hún klippti á sér hárið. Sagði hún breska ríkisútvarpinu BBC að hún óttaðist að fjölskyldan gæti drepið hana.Það var á ferðalagi í Kúvaít sem Qunun stakk fjölskylduna af til Bangkok á Taílandi þaðan sem hún segist hafa ætlað að komast til Ástralíu. Sádiarabískur erindreki hafi hins vegar tekið af henni vegabréfið þannig að hún hafi setið föst á flugvellinum. Stjórnvöld í Ríad hafni þeirri frásögn.Upphaflega stóð til að vísa Qunun aftur til Kúvaít. Eftir að hún óskaði eftir hjálp í gengum samfélagsmiðla buðu kanadísk stjórnvöld henni hæli. Lenti hún í Toronto í dag þar sem Chrystia Freeland, utanríkisráðherra landsins, tók á móti henni.


Tengdar fréttir

„Hann vill drepa hana“

Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.