Táningurinn sem flúði fjölskyldu sína komin til Kanada Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2019 18:37 Qunun (f.m.) við komuna til Toronto í dag. Freeland utanríkisráðherra Kanada (t.h.) tók á móti henni á flugvellinum. Vísir/AP Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára gömul sádiarabísk stúlka, sem sat föst á flugvelli í Taílandi á flótta undan fjölskyldu sinni er komin til Kanada þar sem hún hefur fengið hæli. Hún segist hafa hafnað íslamstrú og eigi því ekki afturkvæmt til heimalandsins þar sem dauðarefsing liggur við því að ganga af trúnni. Stúlkan segist hafa orðið fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi af hálfu fjölskyldu sinnar. Hún hafi meðal annars verið læst inni í herbergi sínu í hálft ár eftir að hún klippti á sér hárið. Sagði hún breska ríkisútvarpinu BBC að hún óttaðist að fjölskyldan gæti drepið hana. Það var á ferðalagi í Kúvaít sem Qunun stakk fjölskylduna af til Bangkok á Taílandi þaðan sem hún segist hafa ætlað að komast til Ástralíu. Sádiarabískur erindreki hafi hins vegar tekið af henni vegabréfið þannig að hún hafi setið föst á flugvellinum. Stjórnvöld í Ríad hafni þeirri frásögn. Upphaflega stóð til að vísa Qunun aftur til Kúvaít. Eftir að hún óskaði eftir hjálp í gengum samfélagsmiðla buðu kanadísk stjórnvöld henni hæli. Lenti hún í Toronto í dag þar sem Chrystia Freeland, utanríkisráðherra landsins, tók á móti henni.Rahaf Mohammed Saudi teenager arrives Toronto as@Canada grants asylum. Minister Freeland accompanies her . Rahaf doesnt comment at this time. @CBCNews @CBCTheNational pic.twitter.com/Dc3CfxH1kc— Susan Ormiston (@OrmistonOnline) January 12, 2019 Flóttamenn Kanada Taíland Tengdar fréttir Verður ekki send nauðug úr landi Mál Mohammed al-Qunun hefur vakið heimsathygli. 7. janúar 2019 12:50 Sameinuðu þjóðirnar biðla til Ástralíu Biðja yfirvöld Ástralíu um að íhuga að veita ungri konu frá Sádi-Arabíu hæli. 9. janúar 2019 11:32 Sádíarabíska konan sem flúði fjölskyldu sína á leið til Kanada 11. janúar 2019 17:59 „Hann vill drepa hana“ Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi. 7. janúar 2019 09:43 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Sjá meira
Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára gömul sádiarabísk stúlka, sem sat föst á flugvelli í Taílandi á flótta undan fjölskyldu sinni er komin til Kanada þar sem hún hefur fengið hæli. Hún segist hafa hafnað íslamstrú og eigi því ekki afturkvæmt til heimalandsins þar sem dauðarefsing liggur við því að ganga af trúnni. Stúlkan segist hafa orðið fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi af hálfu fjölskyldu sinnar. Hún hafi meðal annars verið læst inni í herbergi sínu í hálft ár eftir að hún klippti á sér hárið. Sagði hún breska ríkisútvarpinu BBC að hún óttaðist að fjölskyldan gæti drepið hana. Það var á ferðalagi í Kúvaít sem Qunun stakk fjölskylduna af til Bangkok á Taílandi þaðan sem hún segist hafa ætlað að komast til Ástralíu. Sádiarabískur erindreki hafi hins vegar tekið af henni vegabréfið þannig að hún hafi setið föst á flugvellinum. Stjórnvöld í Ríad hafni þeirri frásögn. Upphaflega stóð til að vísa Qunun aftur til Kúvaít. Eftir að hún óskaði eftir hjálp í gengum samfélagsmiðla buðu kanadísk stjórnvöld henni hæli. Lenti hún í Toronto í dag þar sem Chrystia Freeland, utanríkisráðherra landsins, tók á móti henni.Rahaf Mohammed Saudi teenager arrives Toronto as@Canada grants asylum. Minister Freeland accompanies her . Rahaf doesnt comment at this time. @CBCNews @CBCTheNational pic.twitter.com/Dc3CfxH1kc— Susan Ormiston (@OrmistonOnline) January 12, 2019
Flóttamenn Kanada Taíland Tengdar fréttir Verður ekki send nauðug úr landi Mál Mohammed al-Qunun hefur vakið heimsathygli. 7. janúar 2019 12:50 Sameinuðu þjóðirnar biðla til Ástralíu Biðja yfirvöld Ástralíu um að íhuga að veita ungri konu frá Sádi-Arabíu hæli. 9. janúar 2019 11:32 Sádíarabíska konan sem flúði fjölskyldu sína á leið til Kanada 11. janúar 2019 17:59 „Hann vill drepa hana“ Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi. 7. janúar 2019 09:43 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Sjá meira
Verður ekki send nauðug úr landi Mál Mohammed al-Qunun hefur vakið heimsathygli. 7. janúar 2019 12:50
Sameinuðu þjóðirnar biðla til Ástralíu Biðja yfirvöld Ástralíu um að íhuga að veita ungri konu frá Sádi-Arabíu hæli. 9. janúar 2019 11:32
„Hann vill drepa hana“ Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi. 7. janúar 2019 09:43