Ósáttir stóðu vörð um stjórn Theresu May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. janúar 2019 07:00 May var öllu kátari með gærkvöldið en þriðjudagskvöldið. vísir/epa Ríkisstjórn Theresu May vann kærkominn sigur á breska þinginu í gær þegar 325 þingmenn studdu stjórnina í vantraustsatkvæðagreiðslu. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lagði tillöguna fram strax eftir að breska þingið hafnaði Brexit-samningi stjórnarinnar á einstaklega afgerandi hátt á þriðjudag. Alls greiddu 325 þingmenn atkvæði með ríkisstjórninni. Allir þingmenn Íhaldsflokksins sem greiddu atkvæði studdu stjórnina og það gerði Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), norðurírski flokkurinn sem styður minnihlutastjórnina, einnig. Andstaða þriðjungs Íhaldsmanna og allra DUP-liða við samninginn þýðir sem sagt ekki að viðkomandi séu andvíg ríkisstjórninni sjálfri. May sagði eftir atkvæðagreiðslu gærkvöldsins að hún væri ánægð með stuðninginn og að hún vissi fullvel að henni bæri skylda til þess að uppfylla kröfuna um útgöngu sem þjóðin setti fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Eftir atkvæðagreiðsluna á þriðjudagskvöldið greindi May frá næstu skrefum fyrst samningurinn var felldur. Hið fyrsta var að komast að því hvort stjórnin nyti stuðnings þingsins. Það skref hefur nú verið stigið og svarið var jákvætt. Næst myndi stjórnin funda með æðstu þingmönnum allra flokka um hvað þyrfti til þess að þingið samþykkti samning. Að lokum yrði sú niðurstaða tekin til Brussel. Af ræðu May í gærkvöldi að dæma er ljóst að þetta er ennþá planið. Hún sagðist strax í gærkvöldi ætla að setja þessar viðræður af stað. „Ég mun nálgast þessar viðræður á uppbyggilegan hátt og hvet aðra til þess að gera slíkt hið sama. Ég er reiðubúin til þess að vinna með hverjum einasta þingmanni að útgöngunni.“ Corbyn tók næstur til máls og sagði ríkisstjórnina þurfa að útiloka samningslausa útgöngu á afgerandi hátt áður en viðræður hefjast. Ed Davey, þingmaður Frjálslyndra demókrata, gerði sömu kröfu. Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, þakkaði boðið. „Flokkar verða að vinna saman á uppbyggilegan hátt þegar þeir geta. En möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu verður að vera á borðinu í þessum viðræðum.“ Leiðtogarnir þrír nefndu þarna tvo möguleika sem þeir hafa lagt nokkra áherslu á. Hvorki breska ríkisstjórnin né hin ESB-ríkin 27 vilja samningslausa útgöngu enda sagði May í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar um samninginn að besta leiðin til þess að útiloka slíkt væri einfaldlega að samþykkja samninginn. Corbyn og Davey fara hins vegar fram á formlegt loforð sem hefur ekki fengist enda gæti það þýtt frestun útgöngunnar. Hugmynd Blackfords, sem margir aðrir hafa vissulega sett fram, er May ekki þóknanleg heldur. Hún hefur ítrekað sagt að þjóðin hafi nú þegar fengið að greiða atkvæði um útgönguna og að skýr afstaða hafi fengist. Eftir viðræðurnar við þingleiðtoga heldur May til Brussel til að ræða næstu skref. Hún hefur afgerandi óánægju breska þingsins í farteskinu og gæti bent Evrópusambandinu á að það þurfi að gefa eftir er varðar umdeilda varúðarráðstöfun um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Norður-Írlands auk annars. Toppar ESB hafa hins vegar ítrekað minnt á að samningurinn sem nú þegar hefur náðst sé sá eini sem er í boði. May þarf að mæta fyrir þingið á mánudaginn á nýjan leik og kynna eiginlegt plan B fyrir útgöngu, fyrst samningnum var hafnað. Samkvæmt BBC eru sex möguleikar í stöðunni eins og er. May gæti farið fram á aðra atkvæðagreiðslu um samninginn, nýjar viðræður, nýjar kosningar, þjóðaratkvæðagreiðslu, aðra vantraustsatkvæðagreiðslu eða samningslausa útgöngu. Þingmenn fá svo tækifæri til þess að gera breytingartillögur við áætlunina. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Ríkisstjórn Theresu May vann kærkominn sigur á breska þinginu í gær þegar 325 þingmenn studdu stjórnina í vantraustsatkvæðagreiðslu. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lagði tillöguna fram strax eftir að breska þingið hafnaði Brexit-samningi stjórnarinnar á einstaklega afgerandi hátt á þriðjudag. Alls greiddu 325 þingmenn atkvæði með ríkisstjórninni. Allir þingmenn Íhaldsflokksins sem greiddu atkvæði studdu stjórnina og það gerði Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), norðurírski flokkurinn sem styður minnihlutastjórnina, einnig. Andstaða þriðjungs Íhaldsmanna og allra DUP-liða við samninginn þýðir sem sagt ekki að viðkomandi séu andvíg ríkisstjórninni sjálfri. May sagði eftir atkvæðagreiðslu gærkvöldsins að hún væri ánægð með stuðninginn og að hún vissi fullvel að henni bæri skylda til þess að uppfylla kröfuna um útgöngu sem þjóðin setti fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Eftir atkvæðagreiðsluna á þriðjudagskvöldið greindi May frá næstu skrefum fyrst samningurinn var felldur. Hið fyrsta var að komast að því hvort stjórnin nyti stuðnings þingsins. Það skref hefur nú verið stigið og svarið var jákvætt. Næst myndi stjórnin funda með æðstu þingmönnum allra flokka um hvað þyrfti til þess að þingið samþykkti samning. Að lokum yrði sú niðurstaða tekin til Brussel. Af ræðu May í gærkvöldi að dæma er ljóst að þetta er ennþá planið. Hún sagðist strax í gærkvöldi ætla að setja þessar viðræður af stað. „Ég mun nálgast þessar viðræður á uppbyggilegan hátt og hvet aðra til þess að gera slíkt hið sama. Ég er reiðubúin til þess að vinna með hverjum einasta þingmanni að útgöngunni.“ Corbyn tók næstur til máls og sagði ríkisstjórnina þurfa að útiloka samningslausa útgöngu á afgerandi hátt áður en viðræður hefjast. Ed Davey, þingmaður Frjálslyndra demókrata, gerði sömu kröfu. Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, þakkaði boðið. „Flokkar verða að vinna saman á uppbyggilegan hátt þegar þeir geta. En möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu verður að vera á borðinu í þessum viðræðum.“ Leiðtogarnir þrír nefndu þarna tvo möguleika sem þeir hafa lagt nokkra áherslu á. Hvorki breska ríkisstjórnin né hin ESB-ríkin 27 vilja samningslausa útgöngu enda sagði May í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar um samninginn að besta leiðin til þess að útiloka slíkt væri einfaldlega að samþykkja samninginn. Corbyn og Davey fara hins vegar fram á formlegt loforð sem hefur ekki fengist enda gæti það þýtt frestun útgöngunnar. Hugmynd Blackfords, sem margir aðrir hafa vissulega sett fram, er May ekki þóknanleg heldur. Hún hefur ítrekað sagt að þjóðin hafi nú þegar fengið að greiða atkvæði um útgönguna og að skýr afstaða hafi fengist. Eftir viðræðurnar við þingleiðtoga heldur May til Brussel til að ræða næstu skref. Hún hefur afgerandi óánægju breska þingsins í farteskinu og gæti bent Evrópusambandinu á að það þurfi að gefa eftir er varðar umdeilda varúðarráðstöfun um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Norður-Írlands auk annars. Toppar ESB hafa hins vegar ítrekað minnt á að samningurinn sem nú þegar hefur náðst sé sá eini sem er í boði. May þarf að mæta fyrir þingið á mánudaginn á nýjan leik og kynna eiginlegt plan B fyrir útgöngu, fyrst samningnum var hafnað. Samkvæmt BBC eru sex möguleikar í stöðunni eins og er. May gæti farið fram á aðra atkvæðagreiðslu um samninginn, nýjar viðræður, nýjar kosningar, þjóðaratkvæðagreiðslu, aðra vantraustsatkvæðagreiðslu eða samningslausa útgöngu. Þingmenn fá svo tækifæri til þess að gera breytingartillögur við áætlunina.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira