Enski boltinn

Leeds United fær markvörð frá Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kiko Casilla fagnar sigri í Meistaradeildinnii í maí 2018.
Kiko Casilla fagnar sigri í Meistaradeildinnii í maí 2018. Getty/Bob Thomas
Kiko Casilla er genginn til liðs við enska b-deildarliðið Leeds United og hefur skrifað undir fjögurra og hálfs samning við enska félagið.

Kiko Casilla kemur á frjálsri sölu frá Real Madrid þar sem hann hefur spilað frá árinu 2015. Hann er nú orðinn 32 ára gamall. Casilla fékk sig sjálfur lausan frá Real en hann átti átján mánuði eftir af samningnum sínum á Bernabeu.





Kiko Casilla hóf ferillinn hjá Real Madrid en spilaði frá 2007 til 2015 með Espanyol, Cartagena og Cádiz áður en hann kom aftur til baka til Real Madrid. 

Casilla á að baki einn landsleik en spilaði hann árið 2014 þegar hann var að gera góða hluti með Espanyol-liðnu. Hann hefur einnig spilað fimm „landsleiki“ með Katalóníu.

Undanfarin ár hefur hann verið varamarkvörður Keylor Navas og vann Meistaradeildina þrisvar sinnum sem varamarkvörður. Eftir komu Belgans Thibaut Courtois til Real þá datt hann niður í goggunarröðinni.

Kiko Casilla mun nú berjast um markvarðarstöðuna hjá Leeds við Bailey Peacock-Farrell, sem hefur verið aðalmarkvörður Leeds liðsins á þessari leiktíð.

Leeds United lítur vel út á þessu tímabilið en liðið er á toppnum í ensku b-deildinni og er á góðri leið að komast loksins aftur upp í ensku úrvalsdeildina þar sem liðið hefur ekki verið síðan 2004.

Hér fyrir neðan má sjá stutt viðtal við kappann:










Fleiri fréttir

Sjá meira


×