Upphitun: Stór dagur í Meistaradeildarbaráttunni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. janúar 2019 06:00 Fram undan er risadagur í baráttunni um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni, Aron Einar Gunnarsson verður í eldlínunni í fallbaráttuslag og Gylfi Þór Sigurðsson leggur land undir fót. Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er jafnframt stórleikur helgarinnar, viðureign Arsenal og Chelsea á Emirates. Chelsea situr í fjórða sæti eftir 22 umferðir með 47 stig. Sex stigum neðar er Arsenal í fimmta sætinu. Manchester United tórir svo í sjötta sæti með 41 stig eins og Arsenal. Vinni Chelsea er brekkan orðin heldur brött fyrir Arsenal og verða Skytturnar að ná í sigur til þess að halda spennu í leikum. Úrslitin sem stuðningsmenn Manchester United vonast hins vegar eftir eru jafntefli því þá getur liðið heldur betur sótt á bæði lið með sigri gegn Brighton. Ole Gunnar Solskjær hefur farið frábærlega af stað með Manchester United, svo vel hefur hann byrjað að enginn stjóri hefur byrjað eins vel í sögu þessa stórveldis. Þó Brighton hafi unnið United í haust þá ætti leikurinn á Old Trafford að vera svokallaður skyldusigur fyrir Paul Pogba og félaga. Topplið Liverpool fær Crystal Palace í heimsókn á Anfield. Liðið vann torsóttan sigur á Brighton um síðustu helgi og komst því aftur á sigurbraut eftir fyrsta tap tímabilsins í deildinni gegn Manchester City. Öll Íslendingaliðin þrjú eru í eldlínunni í dag. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff sækja Newcastle heim í risastórum leik í fallbaráttunni, Newcastle er í fallsæti með 18 stig, Cardiff sæti ofar með 19 stig. Everton siglir lygnan sjó um miðja deild, Gylfi og félagar sækja Southampton heim á suðurströndina. Burnley fer til Watford og heldur áfram leit sinni að mikilvægum stigum til þess að tryggja veru sína í deildinni. Jóhann Berg Guðmundsson verður þó að öllum líkindum ekki með Burnley þar sem hann er enn að berjast við meiðsli.Leikir dagsins: 12:30 Wolverhampton Wanderers - Leicester City, í beinni á Stöð 2 Sport 15:00 Bournemouth - West Ham United 15:00 Liverpool - Crystal Palace 15:00 Manchester United - Brighton and Hove Albion, í beinni á Stöð 2 Sport 15:00 Newcastle United - Cardiff City 15:00 Southampton - Everton 15:00 Watford - Burnley 17:30 Arsenal - Chelsea, í beinni á Stöð 2 Sport Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Fram undan er risadagur í baráttunni um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni, Aron Einar Gunnarsson verður í eldlínunni í fallbaráttuslag og Gylfi Þór Sigurðsson leggur land undir fót. Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er jafnframt stórleikur helgarinnar, viðureign Arsenal og Chelsea á Emirates. Chelsea situr í fjórða sæti eftir 22 umferðir með 47 stig. Sex stigum neðar er Arsenal í fimmta sætinu. Manchester United tórir svo í sjötta sæti með 41 stig eins og Arsenal. Vinni Chelsea er brekkan orðin heldur brött fyrir Arsenal og verða Skytturnar að ná í sigur til þess að halda spennu í leikum. Úrslitin sem stuðningsmenn Manchester United vonast hins vegar eftir eru jafntefli því þá getur liðið heldur betur sótt á bæði lið með sigri gegn Brighton. Ole Gunnar Solskjær hefur farið frábærlega af stað með Manchester United, svo vel hefur hann byrjað að enginn stjóri hefur byrjað eins vel í sögu þessa stórveldis. Þó Brighton hafi unnið United í haust þá ætti leikurinn á Old Trafford að vera svokallaður skyldusigur fyrir Paul Pogba og félaga. Topplið Liverpool fær Crystal Palace í heimsókn á Anfield. Liðið vann torsóttan sigur á Brighton um síðustu helgi og komst því aftur á sigurbraut eftir fyrsta tap tímabilsins í deildinni gegn Manchester City. Öll Íslendingaliðin þrjú eru í eldlínunni í dag. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff sækja Newcastle heim í risastórum leik í fallbaráttunni, Newcastle er í fallsæti með 18 stig, Cardiff sæti ofar með 19 stig. Everton siglir lygnan sjó um miðja deild, Gylfi og félagar sækja Southampton heim á suðurströndina. Burnley fer til Watford og heldur áfram leit sinni að mikilvægum stigum til þess að tryggja veru sína í deildinni. Jóhann Berg Guðmundsson verður þó að öllum líkindum ekki með Burnley þar sem hann er enn að berjast við meiðsli.Leikir dagsins: 12:30 Wolverhampton Wanderers - Leicester City, í beinni á Stöð 2 Sport 15:00 Bournemouth - West Ham United 15:00 Liverpool - Crystal Palace 15:00 Manchester United - Brighton and Hove Albion, í beinni á Stöð 2 Sport 15:00 Newcastle United - Cardiff City 15:00 Southampton - Everton 15:00 Watford - Burnley 17:30 Arsenal - Chelsea, í beinni á Stöð 2 Sport
Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira