Erlent

Sony lætur R. Kelly gossa

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Fyrirtækið vill hafa lágt um ákvörðunina og ætlar ekki að senda frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna málsins.
Fyrirtækið vill hafa lágt um ákvörðunina og ætlar ekki að senda frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna málsins. vísir/getty

Útgáfufyrirtækið Sony hefur ákveðið að slíta viðskiptasambandi sínu við bandaríska R&B tónlistarmanninn R. Kelly en fjöldi kvenna hefur á síðustu árum stigið fram og sakað rapparann um gróf kynferðisbrot. Þetta herma heimildir Variety.

Fyrirtækið vill hafa lágt um ákvörðunina og hyggst ekki senda frá sér formlega tilkynningu þess efnis. Ákvörðunin hefur legið fyrir um nokkurt skeið en fyrirtækið þurfti að fara að öllu með gát til að forðast lagalegar flækjur.

Sony hefur fjarlægt nafn listamannsins af heimasíðu RCA Records en á heimasíðunni má sjá yfirlit yfir alla listamenn sem eru á samningi hjá fyrirtækinu.

Síðast gaf R. Kelly út plötu sem var með jólaþema árið 2016 en síðan þá hefur hann gefið út nokkur lög sjálfur með leyfi Sony.

Hart hefur verið sótt að Sony á síðustu árum fyrir að gefa út tónlist eftir rapparann þrátt fyrir frásagnir kvennanna og hefur þess verið krafist að fyrirtækið láti R. Kelly gossa.

Heimildarmyndin Surviving R. Kelly vakti þá undrun og hneykslan en í henni saka nokkrar konur R. Kelly um gróft kynferðislegt ofbeldi. Margar þeirra sem stigið hafa fram segja rapparann hafa haldið sér í sértrúarsöfnuði gegn vilja sínum. Þær hafi þurft að stunda kynlíf með honum og kalla hann „Pabba“.

Heimildarmyndin hefur orðið til þess að lögregluyfirvöld í Chicago og Atlanta hófu að rannsaka málið að nýju. 


Tengdar fréttir

Húsleit hjá R. Kelly vegna meintra brota á byggingarreglugerð

Yfirvöld í Chicago-borg í Bandaríkjunum réðust í húsleit í upptökuveri tónlistarmannsins R. Kelly í gær vegna meintra brota á byggingarreglugerð. Tónlistarmaðurinn stendur nú frammi fyrir fjölda rannsókna eftir að heimildarmynd um hann var sýnd í Bandaríkjunum.

„Þetta skrímsli er faðir minn“

Joann Kelly, dóttir rapparans R. Kelly, tjáði sig í fyrsta skipti um ásakanirnar í garð föður síns í Instagram-sögu sinni í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.