Lífið

Chance The Rapper biðst afsökunar á að hafa starfað með R. Kelly

Sylvía Hall skrifar
Chance The Rapper gerði lag með R. Kelly árið 2015.
Chance The Rapper gerði lag með R. Kelly árið 2015. Getty/Scott Dudelson

Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. KellyChance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015.
Í nýrri heimildarmynd um R. Kelly er rætt við fórnarlömb rapparans en hann hefur verið sakaður um að hafa misnotað fjölda kvenna. Margar þeirra sem hafa stigið fram segja rapparann hafa haldið sér gegn vilja sínum í nokkurskonar „sértrúarsöfnuði“ þar sem stúlkurnar voru neyddar til þess að stunda kynlíf með rapparanum og kalla hann „pabba“. Yngstu fórnarlömbin eru sögð hafa verið fjórtán ára gamlar.

Sjá einnig: R. Kelly gefið að sök að heilaþvo hóp kvenna

Í hljóðbroti sem heyrist í myndinni má heyra Chance The Rapper segja það hafa verið mistök að starfa með R. Kelly á  sínum tíma. Á Twitter-síðu sinni segir rapparinn að orð hans hafi verið tekin úr samhengi en hann biðjist þó afsökunar á því að hafa ekki hlustað á frásagnir kvennanna og að hafa starfað með rapparanum, það hafi verið skaðlegt svörtum konum og stúlkum.
„Orð mín voru tekin úr samhengi en sannleikurinn er sá að við sem hundsuðum frásagnirnar um R. Kelly eða trúðum því að hann væri fórnarlamb rógburðar eða kerfisins (eins og svartir menn eru oft) gerðum það á kostnað svartra kvenna og stúlkna,“ skrifar rapparinn á Twitter. Þá baðst hann jafnframt afsökunar á því að hafa verið svo lengi að biðjast afsökunar. 

Rithöfundurinn Jamilah Lemieux vitnaði í Twitter-færslu rapparans og sagðist hafa tekið viðtal við Chance The Rapper í maí á síðasta árið. Hann hafi tekið skýra afstöðu með konunum og öðrum fórnarlömbum rapparans.
Í heimildarmyndinni, sem ber heitið „Surviving R. Kelly“ má finna um fimmtíu viðtöl við fórnarlömb rapparans, fjölskyldur þeirra og meðlimi úr innsta hring R. Kelly. Þá er söngvarinn John Legend á meðal þeirra sem kemur fram í viðtali og hrósuðu margir honum fyrir hugrekki sitt. Hann tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann sagði það ekki hafa verið áhættusmat þar sem hann trúði þessum konum og hefði ekki áhuga á að vernda „raðbarnanauðgara“.
Hljóðbrotið þar sem Chance The Rapper segir samstarfið hafa verið mistök má heyra hér að neðan. Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.