Enski boltinn

Sögulegt mark hjá Gylfa

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfa vantar tvö mörk upp á að bæta hans besta árangur í markaskorun á einu tímabili í enska boltanum
Gylfa vantar tvö mörk upp á að bæta hans besta árangur í markaskorun á einu tímabili í enska boltanum vísir/getty
Mark Gylfa Þórs Sigurðssonar gegn Southampton í dag virtist í flestra augum frekar þýðingarlaust. Hann skoraði þegar komið var upp í uppbótartíma og Everton nú þegar búið að tapa leiknum. Þetta mark var hins vegar sögulegt.

Markið var það fimmtugasta og fimmta sem Gylfi Þór gerir í ensku úrvalsdeildinni.

Það þýðir að hann er kominn með jafn mörg mörk og Eiður Smári Guðjohnsen og jafnaði hann því met Eiðs sem markahæsti Íslendingur í efstu deild Englands frá upphafi.

Gylfi skoraði 34 mörk fyrir Swansea, átta fyrir Tottenham og þetta var hans þrettánda með Everton. Markið var það níunda hjá Gylfa á tímabilinu.

Næsta mark sem Gylfi skorar verður þó enn sögulegra, því þá mun hann bæta met Eiðs.

Leiknum í dag lauk með 2-1 tapi Everton sem situr í 11. sæti deildarinnar með 30 stig.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×