Svara Louis CK fullum hálsi eftir að hann gerði grín að Parkland-fórnarlömbum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. janúar 2019 20:00 Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir um ósæmilega kynferðistilburði hans séu sannar og biður konurnar afsökunar. Vísir/Getty Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári, sem margir hverjir hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum.„Bera vitni fyrir þinginu, þessi krakkar. Hvað í fjandanum. Hvað eruð þið að gera?“ má heyra Louis CK segja í upptökunni. „Þið voruð í skóla þar sem krakkar voru skotnir. Af hverju þýðir það að ég þarf að hlusta á ykkur. Af hverju gerir það ykkur áhugaverð? Þið voruð ekki skotin. Þið ýttuð einhverjum feitum krakka í skotlínuna og nú þarf ég að hlusta á ykkur tala?“Alls létust 17 og fjölmargir særðust ífebrúar á síðasta ári þegar Nikolas Cruzgekk inn í Marjory Stoneman grunnskólann í Parkland í Florída og hóf þar skothríð. Núverandi og fyrrverandi nemendur skólans hafa vakið mikla athygli eftir að þau hófu mikla baráttu fyrir því að skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum yrði hert, svo koma mætti í veg fyrir árásir á borð við þá í Parkland.Louis CK hefur að mestu látið lítið fyrir sér fara síðan árið 2017 erhann var sakaður um að hafa áreitt fimm konurkynferðislega.Viðurkenndi hann skömmu síðarað sögur þeirra sem stigu fram gegn honum væru sannar.Hann hefur þó á undanförnu reynt að stíga aftur í sviðsljósiðmeð því að halda uppistand á grínklúbbum og er upptakan sögð vera frá því í desember síðastliðnum, er hann kom fram í Governor's Comedy Club í New York.Fjölmargir minnstust þeirra sem létust í Parkland-árásinni.Getty/Joe Raedle„Af hverju kemur þú ekki hingað heim til okkar og prófar einhvern af þessum ömurlegu nýju bröndurum?“ Ummæli hans um Parkland-eftirlifendurna hafa farið fyrir brjóstið á aðstandendum þeirra sem dóu eða komust lífs af í skotárásinni, sem og þeirra sem sluppu lifandi undan kúlum árásarmannsins. Svara þau grínistanum fullum hálsi.„Til allra þeirra sem þekkja Louis CK, vinsamlegast komið þessum skilaboðum frá mér til hans. Dóttir mín var myrt í Parkland-árásinni. Sonur minn hljóp undan kúlunum. Ég og eiginkona mín glímum við missinn á hverjum degi. Af hverju kemur þú ekki hingað heim til okkar og prófar einhvern af þessum ömurlegu nýju bröndurum,“ skrifar Fred Guttenberg á Twitter.„Það er sorglegt að þurfa að leggjast svo lágt að áætlun þín um að snúa aftur sé að gera grín að þeim sem lifðu af skotárás í skóla og dirfast að berjast á móti,“ skrifaði Ryan Deitch, einn þeirra sem komst lífs af eftir árásina.„Jafnvel þó að það að taka hlaupskot og borða sveppi hafi verið fínt fyrir þig þegar þú varst átján ára er það ekki lúxus sem við fáum að njóta eftir að hafa orðið vitni að því að sjá vini og bekkjarfélaga okkar í líkkistum vegna skotárásar sem auðveldlega má koma í veg fyrir,“ skrifaði Kyra Parrow á Twitter, einnig ein af þeim sem komst lífs af.Fjölmiðlar á borð við CNN hafa reynt að ná tali af Louis vegna málsins undanfarna daga, án árangurs.To anyone who knows Louis CK, please deliver this message for me. My daughter was killed in the Parkland shooting. My son ran from the bullets. My wife and I deal with loss everyday. Why don't you come to my house and try out your new pathetic jokes? https://t.co/tZI9ThSciR — Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) December 31, 2018It’s a shame when you sink so low that your comeback plan is to make fun of school shooting survivors for speaking out. — Ryan Deitsch (@Ryan_Deitsch) December 31, 2018Louis C.K, although taking jello shots & eating mushrooms might have been ideal for you when you were 18, that is not the luxury that we have after having to see our friends and classmates in caskets because of preventable gun violence. https://t.co/Hx5cGoxOPn — Kyra Parrow (@longlivekcx) December 31, 2018 Bandaríkin Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kom óvænt fram í fyrsta sinn síðan „sögurnar reyndust sannar“ Eigandi Comedy Cellar, Noam Dworman, staðfesti fregnir af uppistandi C.K. í gær. 28. ágúst 2018 14:53 Sarah Silverman leyfði Louis C.K. að stunda sjálfsfróun fyrir framan sig Grínistinn og leikkonan Sarah Silverman tjáði sig um samband sitt við uppistandarann Louis C.K. í þætti Howard Stern nú á dögunum. 22. október 2018 20:51 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári, sem margir hverjir hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum.„Bera vitni fyrir þinginu, þessi krakkar. Hvað í fjandanum. Hvað eruð þið að gera?“ má heyra Louis CK segja í upptökunni. „Þið voruð í skóla þar sem krakkar voru skotnir. Af hverju þýðir það að ég þarf að hlusta á ykkur. Af hverju gerir það ykkur áhugaverð? Þið voruð ekki skotin. Þið ýttuð einhverjum feitum krakka í skotlínuna og nú þarf ég að hlusta á ykkur tala?“Alls létust 17 og fjölmargir særðust ífebrúar á síðasta ári þegar Nikolas Cruzgekk inn í Marjory Stoneman grunnskólann í Parkland í Florída og hóf þar skothríð. Núverandi og fyrrverandi nemendur skólans hafa vakið mikla athygli eftir að þau hófu mikla baráttu fyrir því að skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum yrði hert, svo koma mætti í veg fyrir árásir á borð við þá í Parkland.Louis CK hefur að mestu látið lítið fyrir sér fara síðan árið 2017 erhann var sakaður um að hafa áreitt fimm konurkynferðislega.Viðurkenndi hann skömmu síðarað sögur þeirra sem stigu fram gegn honum væru sannar.Hann hefur þó á undanförnu reynt að stíga aftur í sviðsljósiðmeð því að halda uppistand á grínklúbbum og er upptakan sögð vera frá því í desember síðastliðnum, er hann kom fram í Governor's Comedy Club í New York.Fjölmargir minnstust þeirra sem létust í Parkland-árásinni.Getty/Joe Raedle„Af hverju kemur þú ekki hingað heim til okkar og prófar einhvern af þessum ömurlegu nýju bröndurum?“ Ummæli hans um Parkland-eftirlifendurna hafa farið fyrir brjóstið á aðstandendum þeirra sem dóu eða komust lífs af í skotárásinni, sem og þeirra sem sluppu lifandi undan kúlum árásarmannsins. Svara þau grínistanum fullum hálsi.„Til allra þeirra sem þekkja Louis CK, vinsamlegast komið þessum skilaboðum frá mér til hans. Dóttir mín var myrt í Parkland-árásinni. Sonur minn hljóp undan kúlunum. Ég og eiginkona mín glímum við missinn á hverjum degi. Af hverju kemur þú ekki hingað heim til okkar og prófar einhvern af þessum ömurlegu nýju bröndurum,“ skrifar Fred Guttenberg á Twitter.„Það er sorglegt að þurfa að leggjast svo lágt að áætlun þín um að snúa aftur sé að gera grín að þeim sem lifðu af skotárás í skóla og dirfast að berjast á móti,“ skrifaði Ryan Deitch, einn þeirra sem komst lífs af eftir árásina.„Jafnvel þó að það að taka hlaupskot og borða sveppi hafi verið fínt fyrir þig þegar þú varst átján ára er það ekki lúxus sem við fáum að njóta eftir að hafa orðið vitni að því að sjá vini og bekkjarfélaga okkar í líkkistum vegna skotárásar sem auðveldlega má koma í veg fyrir,“ skrifaði Kyra Parrow á Twitter, einnig ein af þeim sem komst lífs af.Fjölmiðlar á borð við CNN hafa reynt að ná tali af Louis vegna málsins undanfarna daga, án árangurs.To anyone who knows Louis CK, please deliver this message for me. My daughter was killed in the Parkland shooting. My son ran from the bullets. My wife and I deal with loss everyday. Why don't you come to my house and try out your new pathetic jokes? https://t.co/tZI9ThSciR — Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) December 31, 2018It’s a shame when you sink so low that your comeback plan is to make fun of school shooting survivors for speaking out. — Ryan Deitsch (@Ryan_Deitsch) December 31, 2018Louis C.K, although taking jello shots & eating mushrooms might have been ideal for you when you were 18, that is not the luxury that we have after having to see our friends and classmates in caskets because of preventable gun violence. https://t.co/Hx5cGoxOPn — Kyra Parrow (@longlivekcx) December 31, 2018
Bandaríkin Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kom óvænt fram í fyrsta sinn síðan „sögurnar reyndust sannar“ Eigandi Comedy Cellar, Noam Dworman, staðfesti fregnir af uppistandi C.K. í gær. 28. ágúst 2018 14:53 Sarah Silverman leyfði Louis C.K. að stunda sjálfsfróun fyrir framan sig Grínistinn og leikkonan Sarah Silverman tjáði sig um samband sitt við uppistandarann Louis C.K. í þætti Howard Stern nú á dögunum. 22. október 2018 20:51 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Kom óvænt fram í fyrsta sinn síðan „sögurnar reyndust sannar“ Eigandi Comedy Cellar, Noam Dworman, staðfesti fregnir af uppistandi C.K. í gær. 28. ágúst 2018 14:53
Sarah Silverman leyfði Louis C.K. að stunda sjálfsfróun fyrir framan sig Grínistinn og leikkonan Sarah Silverman tjáði sig um samband sitt við uppistandarann Louis C.K. í þætti Howard Stern nú á dögunum. 22. október 2018 20:51