Enski boltinn

Stuðningsmenn Man. United hóta því að flytja úr landi ef Liverpool verður meistari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmaður Manchester United.
Stuðningsmaður Manchester United. Getty/Robbie Jay Barratt
Stuðningsmenn Manchester United hryllir flesta við tilhugsuninni að Liverpool lyfti Englandsmeistarabikarnum í vor. Liverpool gæti komist nær því með sigri á nágrönnum þeirra í City í kvöld.

Liverpool hefur ekki unnið Englandsmeistaratitilinn í 29 ár eða frá árinu 1990. Biðin er orðin mjög löng en stuðningsfólk Liverpool sér nú glitta í smá ljós í enda ganganna.

Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir marga stuðningsmenn Manchester United.

Talksport heyrði hljóðið í stuðningsmönnum Manchester United og það er ljóst að þessir menn geta ekki hugsað sér að Liverpool vinni loksins titilinn.

Þeir segjast munu ekki þola það að horfa upp á stuðningsmenn Liverpool fagna titlinum. Sumir hóta því að flytja úr landi og flestir ætla að gerast stuðningsmenn nágranna sinna í Manchester City.

Allt er betra fyrir stuðningsmenn Manchester United en að Liverpool vinni Englandsmeistaratitilinn meira að segja að mæta í City-treyjunni á Ethiad-leikvanginn.

Hér fyrir neðan má sjá brot úr þessum viðtölum við harða stuðningsmenn Manchester United.





United þurfti að bíða í 26 ár eftir Englandsmeistaratitlinum frá 1967 til 1993 og á sama tímabili varð Liverpool ellefu sinnum Englandsmeistari.

Þegar Liverpool vann sinn átjánda Englandsmeistaratitil árið 1990 hafði Manchester United unnið ellefu færri titla.

Manchester United vann hinsvegar tólf meistaratitla frá 1993 til 2011 og bætti um leið met Liverpool. United bætti síðan við tuttugasta titlinum árið 2013 en hefur ekki unnið síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×