Spekileki skekur Tyrkland Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2019 14:51 Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times, sem rekur spekilekann að miklu leyti til Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. AP/Burhan Ozbilici Fræðimenn, frumkvöðlar, viðskiptamenn, námsmenn og þúsundir auðugra Tyrkja hafa flúið land á undanförnum árum. Allt þetta fólk tekur með sér eigur sínar og þekkingu og fólksflutningarnir gætu valdið Tyrklandi gífurlegum skaða yfir næstu áratugi. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times, sem rekur spekilekann að miklu leyti til Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, stefnumála hans, ríkisstjórnar og spillingar. Í kjölfar misheppnaðs valdaráns árið 2016 hafi hann látið handtaka og fangelsa þúsundir manna sem hann telji andstæðinga sína og efnahagur ríkisins og gjaldmiðill hefur beðið hnekki.Minnst tólf þúsund auðugir Tyrkir eru sagðir hafa flutt eigur sínar út úr landinu á árunum 2016 og 2017, samkvæmt skýrslu frá AfrAsia Bank. Í skýrslunni segir að flestir hafi flutt til Evrópu eða Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Þar segir einnig að flótti auðugra einstaklinga boði ekki gott fyrir Tyrkland. Sé litið til sögunnar sé það fyrirboði versnandi ástands. Rúmlega 250 þúsund manns fluttu frá Tyrklandi árið 2017, sem er um 42 prósenta aukning á milli ára. Þúsundir hafa sótt um vegabréfsáritanir til Bretlands, Grikklands, Portúgal og Spánar. Þá hefur hælisumsóknum innan Evrópusambandsins fjölgað verulega, samkvæmt sérfræðingum sem NYT ræddi við. Einn þeirra segist telja að um tíu þúsund Tyrkir hafi sótt um sérstaka viðskiptatengda vegabréfsáritun til Bretlands á undanförnum árum. Það sé tvöföldun frá tímabilinu 2004 til 2015. „Spekilekinn er raunverulegur,“ sagði Ibrahim Sirkeci frá Háskólanum í London. Erdogan sjálfur hefur brugðist reiður við fregnum af flutningi eigna frá Tyrklandi. Fyrr á síðasta ári sagði hann þessa hegðun ófyrirgefanlega og óskiljanlega. Grikkland Tyrkland Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira
Fræðimenn, frumkvöðlar, viðskiptamenn, námsmenn og þúsundir auðugra Tyrkja hafa flúið land á undanförnum árum. Allt þetta fólk tekur með sér eigur sínar og þekkingu og fólksflutningarnir gætu valdið Tyrklandi gífurlegum skaða yfir næstu áratugi. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times, sem rekur spekilekann að miklu leyti til Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, stefnumála hans, ríkisstjórnar og spillingar. Í kjölfar misheppnaðs valdaráns árið 2016 hafi hann látið handtaka og fangelsa þúsundir manna sem hann telji andstæðinga sína og efnahagur ríkisins og gjaldmiðill hefur beðið hnekki.Minnst tólf þúsund auðugir Tyrkir eru sagðir hafa flutt eigur sínar út úr landinu á árunum 2016 og 2017, samkvæmt skýrslu frá AfrAsia Bank. Í skýrslunni segir að flestir hafi flutt til Evrópu eða Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Þar segir einnig að flótti auðugra einstaklinga boði ekki gott fyrir Tyrkland. Sé litið til sögunnar sé það fyrirboði versnandi ástands. Rúmlega 250 þúsund manns fluttu frá Tyrklandi árið 2017, sem er um 42 prósenta aukning á milli ára. Þúsundir hafa sótt um vegabréfsáritanir til Bretlands, Grikklands, Portúgal og Spánar. Þá hefur hælisumsóknum innan Evrópusambandsins fjölgað verulega, samkvæmt sérfræðingum sem NYT ræddi við. Einn þeirra segist telja að um tíu þúsund Tyrkir hafi sótt um sérstaka viðskiptatengda vegabréfsáritun til Bretlands á undanförnum árum. Það sé tvöföldun frá tímabilinu 2004 til 2015. „Spekilekinn er raunverulegur,“ sagði Ibrahim Sirkeci frá Háskólanum í London. Erdogan sjálfur hefur brugðist reiður við fregnum af flutningi eigna frá Tyrklandi. Fyrr á síðasta ári sagði hann þessa hegðun ófyrirgefanlega og óskiljanlega.
Grikkland Tyrkland Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira