Erlent

Versti stormur í áratugi skellur á taílenskum ferðamannastöðum

Kjartan Kjartansson skrifar
Þúsundir íbúa við sjávarsíðuna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna stormsins Pabuks.
Þúsundir íbúa við sjávarsíðuna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna stormsins Pabuks. Vísir/EPA
Hitabeltisstormurinn Pabuk veldur nú usla á sunnanverðu Taílandi með úrhellisrigningu og hvassviðri. Veðurfræðingar spá því að stormurinn verði sá versti sem fer yfir svæðið í þrjátíu ár. Vinsælir ferðamannastaðir eru á leið stormsins.

Þúsundir manna hafa yfirgefið eyjarnar Koh Samui, Koh Tao og Koh Phangan, að sögn breska ríkisútvarpsins. Yfirvöld hafa mælt með því að fólk haldi sig innandyra þar til á morgun. Þau segjast vel undirbúin fyrir storminn.

Ferðamenn sem BBC hefur rætt við á Koh Samui segja að þar sé úrhellisrigning, sterkur vindur og öldungangur. Rafmagn hefur einnig slegið út þar.

Búist er við því að stormurinn veikist þegar hann fer úr Taílandsflóa yfir í Andamanhaf vestan við Taíland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×