Loftsteinn lýsti upp kvöldhimininn í Nuuk Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2019 21:39 Óvenjulegt er að svona bjart sé um að lítast í Nuuk klukkan sjö á janúarkvöldi. Skjáskot Loftsteinn flaug yfir Nuuk, höfuðborg Grænlands, á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Myndband náðist af atburðinum og þar sést hvernig loftsteinninn lýsir upp umhverfi sitt. Fjallað hefur verið um málið á vef danska ríkisútvarpsins. Loftsteinninn flaug yfir grænlensku höfuðborgina klukkan 18:54 að staðartíma í gærkvöldi. Grænland er þremur klukkustundum á eftir íslenskum tíma. Á myndbandi sem Gustav Fischer segist hafa náð á vefmyndavél sína og deilir á Facebook má greinilega sjá hvernig steinninn lýsir upp kvöldhimininn yfir Nuuk og um stund verður svo bjart að halda mætti að sólin væri hæst á lofti. Þá greina grænlenskir miðlar frá því að ljós frá steininum hafi sést á stóru svæði í kring um Nuuk, meðal annars í bænum Sisimiut, sem er einhverja 319 kílómetra norður af höfuðborginni. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir í samtali við fréttastofu að þeir loftsteinar og vígahnettir, sem er það sem nógu bjartir loftsteinar eru kallaðir, sem sést hafi á ferð um himininn víðs vegar um heiminn í gærkvöldi og nótt séu líklegast hluti af Kvaðrantítar loftsteinadrífunni. Á stjörnufræðivefnum segir þetta um loftsteinadrífur:Þegar Jörðin ferðast í gegnum slóð ísagna sem losnað hafa af halastjörnum á leið þeirra í kringum sólina verður loftsteinadrífa. Sjást þá nokkrir tugir eða, í bestu tilvikum, nokkur þúsund stjörnuhröp á klukkustund. Í loftsteinadrífum virðast stjörnuhröpin stefna frá tilteknu stjörnumerki á himninum og eru drífurnar kenndar við þau.Á Stjörnufræðivefnum má svo lesa meira um loftsteina. Geimurinn Norðurlönd Tengdar fréttir Sást til loftsteins yfir Íslandi Loftsteinn sást yfir Vesturlandi í kvöld klukkan 19:40. 4. janúar 2019 00:44 Vígahnöttur yfir Íslandi: „Líkt og eldflaugaárás frá Sauðárkróki“ Loftsteinn sást yfir Íslandi í gærkvöldi. Steinninn skildi eftir sig bjarta slóð á á leið sinni suður eftir himninum og sprakk. Hann kann að vera úr Kvaðrantíta loftsteinadrífunni sem sást um allan heim í gær. 4. janúar 2019 14:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Loftsteinn flaug yfir Nuuk, höfuðborg Grænlands, á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Myndband náðist af atburðinum og þar sést hvernig loftsteinninn lýsir upp umhverfi sitt. Fjallað hefur verið um málið á vef danska ríkisútvarpsins. Loftsteinninn flaug yfir grænlensku höfuðborgina klukkan 18:54 að staðartíma í gærkvöldi. Grænland er þremur klukkustundum á eftir íslenskum tíma. Á myndbandi sem Gustav Fischer segist hafa náð á vefmyndavél sína og deilir á Facebook má greinilega sjá hvernig steinninn lýsir upp kvöldhimininn yfir Nuuk og um stund verður svo bjart að halda mætti að sólin væri hæst á lofti. Þá greina grænlenskir miðlar frá því að ljós frá steininum hafi sést á stóru svæði í kring um Nuuk, meðal annars í bænum Sisimiut, sem er einhverja 319 kílómetra norður af höfuðborginni. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir í samtali við fréttastofu að þeir loftsteinar og vígahnettir, sem er það sem nógu bjartir loftsteinar eru kallaðir, sem sést hafi á ferð um himininn víðs vegar um heiminn í gærkvöldi og nótt séu líklegast hluti af Kvaðrantítar loftsteinadrífunni. Á stjörnufræðivefnum segir þetta um loftsteinadrífur:Þegar Jörðin ferðast í gegnum slóð ísagna sem losnað hafa af halastjörnum á leið þeirra í kringum sólina verður loftsteinadrífa. Sjást þá nokkrir tugir eða, í bestu tilvikum, nokkur þúsund stjörnuhröp á klukkustund. Í loftsteinadrífum virðast stjörnuhröpin stefna frá tilteknu stjörnumerki á himninum og eru drífurnar kenndar við þau.Á Stjörnufræðivefnum má svo lesa meira um loftsteina.
Geimurinn Norðurlönd Tengdar fréttir Sást til loftsteins yfir Íslandi Loftsteinn sást yfir Vesturlandi í kvöld klukkan 19:40. 4. janúar 2019 00:44 Vígahnöttur yfir Íslandi: „Líkt og eldflaugaárás frá Sauðárkróki“ Loftsteinn sást yfir Íslandi í gærkvöldi. Steinninn skildi eftir sig bjarta slóð á á leið sinni suður eftir himninum og sprakk. Hann kann að vera úr Kvaðrantíta loftsteinadrífunni sem sást um allan heim í gær. 4. janúar 2019 14:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Sást til loftsteins yfir Íslandi Loftsteinn sást yfir Vesturlandi í kvöld klukkan 19:40. 4. janúar 2019 00:44
Vígahnöttur yfir Íslandi: „Líkt og eldflaugaárás frá Sauðárkróki“ Loftsteinn sást yfir Íslandi í gærkvöldi. Steinninn skildi eftir sig bjarta slóð á á leið sinni suður eftir himninum og sprakk. Hann kann að vera úr Kvaðrantíta loftsteinadrífunni sem sást um allan heim í gær. 4. janúar 2019 14:30