Erlent

Keypti 278 kílóa túnfisk á yfir þrjár milljónir dala

Andri Eysteinsson skrifar
Kiyoshi Kimura með risavaxna og rándýra túnfiskinn sinn.
Kiyoshi Kimura með risavaxna og rándýra túnfiskinn sinn. EPA/Kimimasa Mayama

Túnfiskkonungurinn sjálfskipaði, Kiyoshi Kimura, eigandi Sushi Zanmai veitingahúsakeðjunnar í Japan, eyddi 3.1 milljón dala í risatúnfisk á fyrsta sjávarfangsuppboði ársins í Tokyo. AP greinir frá því að um sé að ræða tegund sem er í útrýmingarhættu.

Fiskurinn sjálfur vó um 278kg og kostaði meira en Túnfiskkóngurinn bjóst við. Í samtali við AFP sagðist Kimura hafa keypt „góðan túnfisk“ og vonaðist Kimura til þess að viðskiptavinir hans taki vel í risatúnfiskinn. Kimura hefur átt hæsta boð á sjö af síðustu átta nýársuppboðum.

Fyrir uppboðið í ár hafði hann mest eytt 1.4 milljónum dala árið 2013. Verðið á uppboðum er venjulega ekki jafnhátt og á nýársuppboðinu og samkvæmt BBC myndi sambærilegur túnfiskur kosta um 60 þúsund dali á venjulegu uppboði en aðrar reglur gilda á nýársuppboðinu enda vekur það mikið umtal.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.