Erlent

Valdaránsmenn handteknir í Gabon

Atli Ísleifsson skrifar
Ali Bongo hefur stýrt Gabon frá árinu 2009. Hann tók við forsetaembættinu af föður sínum, Omar Bongo.
Ali Bongo hefur stýrt Gabon frá árinu 2009. Hann tók við forsetaembættinu af föður sínum, Omar Bongo. EPA
Guy-Bertrand Mapangou, talsmaður gabonskra stjórnvalda, segir að fjórir einstaklingar innan hers landsins, sem sögðust í morgun hafa tekið við völdum í landinu, hafi verið handteknir. Fimmti uppreisnarmaðurinn er sagður vera á flótta.

Valdaránsmennirnir innan hersins sögðust hafa rænt völdum til að „koma á lýðræði“ í landinu á ný. Forseti landsins, Ali Bongo, hefur dvalið í Marokkó síðastliðna tvo mánuði þar sem hann hefur gengist undir læknismeðferð.

Ali Bongo tók við völvum í landinu af föður sínum, Omar Bongo, árið 2009 en hann hafði þá stýrt landinu frá 1967.

BBC  segir frá því að sést hafi til skriðdreka og brynvarinna bíla í höfuðborginni Libreville í morgun.

Valdaránsmennirnir fimm sóttu inn á skrifstofur ríkistekinnar útvarpsstöðvar í morgun þar sem þeir lásu yfirlýsingu um að þeir hafi tekið við völdum í landinu. Hvöttu þeir jafnframt ungt fólk í landinu að ráða sjálft örlögum sínum.

Gabon er ríkt af olíuauðlindum og eru íbúar um tvær milljónir talsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×