Erlent

Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá blaðamannafundinum í morgun.
Frá blaðamannafundinum í morgun. Mynd/Skjáskot
Lögregla í Noregi boðaði í dag til blaðamannafundar klukkan 11 að norskum tíma, eða klukkan 10 að íslenskum, vegna rannsóknar á hvarfi Önnu-Elisabethar Falkevik Hagen, húsmóður og eiginkonu Toms Hagen, eins ríkasta manns Noregs.

Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur en lögregla óttast að henni hafi verið rænt af heimili sínu fyrir tíu vikum. Mikil leynd hvíldi yfir rannsókn málsins og sátu norskir fjölmiðlar á málinu vegna rannsóknarhagsmuna þangað til nú. Mannræningjarnir eru sagðir hafa  krafist níu milljóna evra í rafmynt í lausnargjald og hótað Falkevik Hagen alvarlegum líkamsmeiðingum, verði kröfur þeirra ekki uppfylltar.

Uppfært klukkan 10:37:

Blaðamannafundinum lauk um klukkan hálf ellefu að íslenskum tíma. Horfa má á upptöku norska dagblaðsins Aftenposten af fundinum í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.