Enski boltinn

Hamrarnir höfnuðu Kínagullinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnautovic fær ekki að elta peningana til Kína.
Arnautovic fær ekki að elta peningana til Kína. vísir/getty
West Ham hafnaði mjög stóru tilboði frá ónefndu kínversku félagi í austurríska framherjann Marko Arnautovic. Framherjinn sé ekki til sölu.

Arnautovic kom til West Ham sumarið 2017 og borguðu Hamrarnir 20 milljónir punda fyrir hann svo það væri 15 milljóna punda gróði í að samþykkja 35 milljón punda tilboðið sem kom í framherjann í dag.

Hins vegar eru „35 milljónir ekki nægilega nógu há upphæð fyrir slíkan lykilleikmann,“ samkvæmt talsmanni West Ham í frétt Sky Sports um málið.

Hinn 29 ára Arnautovic er bundinn West Ham til 2022. Hann skoraði 11 mörk á síðasta tímabili og er kominn með 8 mörk í 17 leikjum það sem af er vetri.

Austurríkismaðurinn var orðaður við Manchester United síðasta sumar og hefur verið orðaður við Chelsea. Það mun þó greinilega þurfa risatilboð til þess að fá hann frá West Ham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×