Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 9. janúar 2019 23:12 Húsið, þaðan sem Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt, er að finna í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. AP/Ole Berg-Rusten Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. NRK greinir frá því að margra blaðsíðna skilaboð frá ræningjunum séu til rannsóknar. Norskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að hinni 68 ára Falkevik Hagen, sem gift er einum ríkasta manni Noregs, Tom Hagen, hafi verið rænt þar sem hún var stödd í húsi hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló, þann 31. október síðastliðinn, fyrir um tíu vikum. Lögregla hefur átt í samskiptum við mannræningjana og er staðfest að krafa um lausnargjald hafi verið sett fram. Hafa ræningjarnir hótað því að Falkevik Hagen verði ráðinn bani, verði ekki gengið að kröfum þeirra.Talið er að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hafi verið rænt þann 31. október síðastliðinn.APGreitt í rafmyntinni Monero Krafan hljóðar upp á rúman milljarð íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt, Monero. Á blaðamannafundi í morgun lýsti lögregla því yfir að fjölskyldan hafi verið hvött til að láta ekki undan kröfu mannræningjanna. NRK greindi frá því síðdegis að margar blaðsíður með texta hafi fundist inni í húsinu þar sem síðast sást til Falkevik Hagen. „Tungumálasérfræðingar utan lögreglunnar hafa verið kallaðir til til að rannsaka skilaboðin á blaðsíðunum,“ er haft eftir ónefndum heimildarmanni NRK sem starfar innan lögreglunnar.Ráðist á hana í baðherbergi Lögregla segist hafa snúið við hverjum steini í húsinu þar sem talið er að Falkevik Hagen hafi verið rænt. Ekkert bendi til að brotist hafi verið inn í húsið en kenning lögreglu gengur út á að ráðist hafi verið á Falkevik Hagen inni á baðherbergi í húsinu.Tom Hagen hefur auðgast mikið á orkusölu.APAlgjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til í dag og hafa norskir fjölmiðlar setið á málinu í nokkrar vikur vegna rannsóknarhagsmuna.Óhefðbundnar aðferðir Í frétt NRK segir að lögregla hafi beitt „óhefðbundnum aðferðum“ við rannsókn málsins og notast við ómerkta lögreglubíla til að komast til og frá húsinu. Það var Tom Hagen sjálfur sem fann blaðsíðurnar sem séu rannsakaðar, en tæknimenn lögreglu hafa svo fundið fjölda vísbendinga til viðbótar. Á blaðamannafundi í Lillestrøm í morgun sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske að ekki lægi fyrir hvar Anne-Elisabeth Falkevik Hagen væri að finna. Hugsanlegt sé að hún hafi verið flutt frá Noregi. Tom Hagen er í 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir ríkustu einstaklinga Noregs. Á hann að hafa þénað um milljarð norskra króna á orkusölu síðustu ellefu ár, tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. AP/Tore Meek Rafmyntir Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. NRK greinir frá því að margra blaðsíðna skilaboð frá ræningjunum séu til rannsóknar. Norskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að hinni 68 ára Falkevik Hagen, sem gift er einum ríkasta manni Noregs, Tom Hagen, hafi verið rænt þar sem hún var stödd í húsi hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló, þann 31. október síðastliðinn, fyrir um tíu vikum. Lögregla hefur átt í samskiptum við mannræningjana og er staðfest að krafa um lausnargjald hafi verið sett fram. Hafa ræningjarnir hótað því að Falkevik Hagen verði ráðinn bani, verði ekki gengið að kröfum þeirra.Talið er að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hafi verið rænt þann 31. október síðastliðinn.APGreitt í rafmyntinni Monero Krafan hljóðar upp á rúman milljarð íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt, Monero. Á blaðamannafundi í morgun lýsti lögregla því yfir að fjölskyldan hafi verið hvött til að láta ekki undan kröfu mannræningjanna. NRK greindi frá því síðdegis að margar blaðsíður með texta hafi fundist inni í húsinu þar sem síðast sást til Falkevik Hagen. „Tungumálasérfræðingar utan lögreglunnar hafa verið kallaðir til til að rannsaka skilaboðin á blaðsíðunum,“ er haft eftir ónefndum heimildarmanni NRK sem starfar innan lögreglunnar.Ráðist á hana í baðherbergi Lögregla segist hafa snúið við hverjum steini í húsinu þar sem talið er að Falkevik Hagen hafi verið rænt. Ekkert bendi til að brotist hafi verið inn í húsið en kenning lögreglu gengur út á að ráðist hafi verið á Falkevik Hagen inni á baðherbergi í húsinu.Tom Hagen hefur auðgast mikið á orkusölu.APAlgjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til í dag og hafa norskir fjölmiðlar setið á málinu í nokkrar vikur vegna rannsóknarhagsmuna.Óhefðbundnar aðferðir Í frétt NRK segir að lögregla hafi beitt „óhefðbundnum aðferðum“ við rannsókn málsins og notast við ómerkta lögreglubíla til að komast til og frá húsinu. Það var Tom Hagen sjálfur sem fann blaðsíðurnar sem séu rannsakaðar, en tæknimenn lögreglu hafa svo fundið fjölda vísbendinga til viðbótar. Á blaðamannafundi í Lillestrøm í morgun sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske að ekki lægi fyrir hvar Anne-Elisabeth Falkevik Hagen væri að finna. Hugsanlegt sé að hún hafi verið flutt frá Noregi. Tom Hagen er í 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir ríkustu einstaklinga Noregs. Á hann að hafa þénað um milljarð norskra króna á orkusölu síðustu ellefu ár, tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. AP/Tore Meek
Rafmyntir Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02
Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11