Coutinho sýnir og sannar að Liverpool hjartað slær enn í brjósti hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2019 09:00 Philippe Coutinho fagnar hér sínu síðasta marki sem leikmaður Liverpool. Getty/Andrew Powell Nýtt viðtal við fyrrum Liverpool manninn Philippe Coutinho vottar um það að næsta framtíð hans er hjá Barcelona en ekki hjá ensku liði. Hann dreymir samt um að spila á Anfield í vor. Það gleður örugglega marga stuðningsmenn Liverpool að heyra hugarfar hans til Manchester United. Philippe Coutinho segist ekki vera á förum frá Barcelona þrátt fyrir að lítið gangi upp hjá honum þessa dagana og spænskir fjölmiðlar hafi látið Brasilíumaðurinn fá myndarlegan skammt af gagnrýni. Philippe Coutinho er því alls ekki á leiðinni í ensku úrvalsdeildina og þá allra síst til Manchester United eins og ensku slúðurmiðlarnir hafa verið að skrifa síðustu vikur og mánuði. Stuðningsmenn Liverpool fengu örugglega flestir sting í hjartað þegar þeir lásu um að Philippe Coutinho væri mögulega á leiðinni til erkifjendanna í Manchester United. Hann var hins vegar leikmaður Liverpool í fimm ár og á svo löngum tíma á Anfield þá þróar þú með þér „ást“ eða „hatur“ á vissum félögum á Englandi. Coutinho hefur því enn sterkar taugar til Liverpool og segir því það myndi fylgja því tvöföld ánægja fyrir hann að slá Manchester United út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Once a red, always a red pic.twitter.com/kwMWtaRFDR — B/R Football (@brfootball) April 7, 2019„Ef við í Barcelona sláum Manchester United út úr Meistaradeildinni þá væri það tvöföld ánægja fyrir mig,“ sagði Philippe Coutinho við blaðamanna Daily Mirror. Coutinho missti af Meistaradeildarævintýri Liverpool á sínu síðasta tímabili því Barcelona keypti hann frá Liverpool í janúar 2018. Liverpool fór alla leið í úrslitaleikinn án hans en Barcelona datt út í átta liða úrslitunum. Brasilíumaðurinn var samt ekki alveg nógu ánægður með Meistaradeildardráttinn því hann vildi helst mæta Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ef bæði liðin fara áfram þá mætast þau í undanúrslitunum. „Það væri draumur að fá að spila á Anfield á ný og eflaust algjör tilfinningasprengja. Ef ég segi alveg eins og er þá var ég samt að vonast til þess að fá að mæta Liverpool í úrslitaleiknum,“ sagði Philippe Coutinho í viðtalinu við Mirror.Coutinho: “It would be a dream to play at Anfield again, an explosion of different feelings, I’m sure. But I have to be honest and say I would have preferred to meet Liverpool only in the final itself.” — Anfield HQ (@AnfieldHQ) April 7, 2019„Ég er ánægður með að Liverpool sé að spila vel á þessu tímabili. Klopp er frábær knattspyrnustjóri og það var því aðeins tímaspursmál hvenær liðið færi að spila svona vel,“ sagði Philippe Coutinho.Philippe Coutinho: “I’m glad that Liverpool are doing well this year and, if the draw had been different, I would have liked to play the Champions League Final against them. Klopp is a great coach & it was only a matter of time before he got the team performing the way they are.” — Oliver Bond (@Oliver__Bond) April 7, 2019Don't think Coutinho is joining Man United anytime soon pic.twitter.com/jdfieYAwgu — ODDSbible (@ODDSbible) April 7, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Nýtt viðtal við fyrrum Liverpool manninn Philippe Coutinho vottar um það að næsta framtíð hans er hjá Barcelona en ekki hjá ensku liði. Hann dreymir samt um að spila á Anfield í vor. Það gleður örugglega marga stuðningsmenn Liverpool að heyra hugarfar hans til Manchester United. Philippe Coutinho segist ekki vera á förum frá Barcelona þrátt fyrir að lítið gangi upp hjá honum þessa dagana og spænskir fjölmiðlar hafi látið Brasilíumaðurinn fá myndarlegan skammt af gagnrýni. Philippe Coutinho er því alls ekki á leiðinni í ensku úrvalsdeildina og þá allra síst til Manchester United eins og ensku slúðurmiðlarnir hafa verið að skrifa síðustu vikur og mánuði. Stuðningsmenn Liverpool fengu örugglega flestir sting í hjartað þegar þeir lásu um að Philippe Coutinho væri mögulega á leiðinni til erkifjendanna í Manchester United. Hann var hins vegar leikmaður Liverpool í fimm ár og á svo löngum tíma á Anfield þá þróar þú með þér „ást“ eða „hatur“ á vissum félögum á Englandi. Coutinho hefur því enn sterkar taugar til Liverpool og segir því það myndi fylgja því tvöföld ánægja fyrir hann að slá Manchester United út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Once a red, always a red pic.twitter.com/kwMWtaRFDR — B/R Football (@brfootball) April 7, 2019„Ef við í Barcelona sláum Manchester United út úr Meistaradeildinni þá væri það tvöföld ánægja fyrir mig,“ sagði Philippe Coutinho við blaðamanna Daily Mirror. Coutinho missti af Meistaradeildarævintýri Liverpool á sínu síðasta tímabili því Barcelona keypti hann frá Liverpool í janúar 2018. Liverpool fór alla leið í úrslitaleikinn án hans en Barcelona datt út í átta liða úrslitunum. Brasilíumaðurinn var samt ekki alveg nógu ánægður með Meistaradeildardráttinn því hann vildi helst mæta Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ef bæði liðin fara áfram þá mætast þau í undanúrslitunum. „Það væri draumur að fá að spila á Anfield á ný og eflaust algjör tilfinningasprengja. Ef ég segi alveg eins og er þá var ég samt að vonast til þess að fá að mæta Liverpool í úrslitaleiknum,“ sagði Philippe Coutinho í viðtalinu við Mirror.Coutinho: “It would be a dream to play at Anfield again, an explosion of different feelings, I’m sure. But I have to be honest and say I would have preferred to meet Liverpool only in the final itself.” — Anfield HQ (@AnfieldHQ) April 7, 2019„Ég er ánægður með að Liverpool sé að spila vel á þessu tímabili. Klopp er frábær knattspyrnustjóri og það var því aðeins tímaspursmál hvenær liðið færi að spila svona vel,“ sagði Philippe Coutinho.Philippe Coutinho: “I’m glad that Liverpool are doing well this year and, if the draw had been different, I would have liked to play the Champions League Final against them. Klopp is a great coach & it was only a matter of time before he got the team performing the way they are.” — Oliver Bond (@Oliver__Bond) April 7, 2019Don't think Coutinho is joining Man United anytime soon pic.twitter.com/jdfieYAwgu — ODDSbible (@ODDSbible) April 7, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira