Tíminn að renna út fyrir May sem ræðir á ný við Verkamannaflokkinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2019 08:20 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sést hér fara til kirkju í gær. Það er spurning hvort hún hafi ekki beðið æðri máttarvöld um aðstoð við að leysa úr Brexit-hnútnum. vísir/getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst ræða í dag á ný við Verkamannaflokkinn um mögulega málamiðlun varðandi Brexit. Þetta segir Jeremy Wright, menningarmálaráðherra. Viðræðurnar stöðvuðust á föstudag eftir að Verkamannaflokkurinn lýsti yfir vonbrigðum sínum með árangur af þeim. Markmið viðræðnanna er að ná samkomulagi um það hvernig þingmenn hyggjast leysa úr þráteflinu sem uppi er vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í yfirlýsingu frá Verkamannaflokknum fyrir helgi sagði að May hefði hafnað því að gera nokkrar breytingar eða málamiðlanir á útgöngusamningnum sem þingið hefur hafnað þrisvar. Talsmaður ríkisstjórnarinnar svaraði svo yfirlýsingu flokksins og sagði að raunverulegar tillögur hefðu verið lagðar fram. Þá væri ríkisstjórnin tilbúin að sækjast eftir breytingum svo hægt væri að ná samningi sem báðir aðilar gætu sætt sig við. „Viðræðurnar við Verkamannaflokkinn halda áfram og ég held að þeim verði framhaldið í dag. Allir þurfa að gera málamiðlanir, ekki bara ríkisstjórnin. Við þurfum öll að finna leið. Ég tel að forsætisráðherrann hafi náð góðum samningi en það er ljóst að þingið er ekki tilbúið til þess í augnablikinu að samþykkja þann samning. Þannig að við þurfum að finna aðra leið áfram og það er það sem þessar viðræður snúast um,“ segir Wright. Tíminn er að renna út fyrir May þar sem Bretar ganga að óbreyttu úr ESB næstkomandi föstudag án samnings. Síðastliðinn föstudag óskaði May eftir lengri frest til útgöngu frá ESB, nánar tiltekið til 30. júní. Það ræðst á fundi aðildarríkja ESB á miðvikudaginn hvort að slíkur frestur verði veittur en sambandið hefur áður neitað Bretum um frest til loka júní. ESB gæti hins vegar neytt Breta til þess að fresta útgöngunni enn lengur, um jafnvel allt að ár, eitthvað sem stuðningsmenn Brexit í ríkisstjórn May munu eiga erfitt með að sætta sig við. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit: Lítill sem enginn árangur af viðræðum flokkanna Svo virðist sem lítill sem enginn árangur hafi náðst í viðræðum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins vegna Brexit. 5. apríl 2019 23:55 Forsætisráðherra Írlands telur ólíklegt að beiðni Breta um Brexit-frest verði hafnað Taoiseach eða forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar segir með hæst móti ólíklegt að ríki Evrópusambandsins setji sig upp á móti því að veita Bretum meiri frest á Brexit þegar málið fer fyrir borð leiðtogaráðsins í næstu viku. 6. apríl 2019 19:37 Vara May við afleiðingum þess að Bretar kjósi til Evrópuþings Þingmenn Íhaldsflokksins eru margir hverjir æfir vegna gjörða formanns flokksins, forsætisráðherra Bretlands, Theresu May. Auk þess að hafa ráðfært sig við "óvininn“ mun May ekki hafa gert nóg til að tryggja að Bretar taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings í Maí. Verði af þeim kosningum í landinu, segja Nigelarnir tveir að illa fari fyrir May. 7. apríl 2019 10:42 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst ræða í dag á ný við Verkamannaflokkinn um mögulega málamiðlun varðandi Brexit. Þetta segir Jeremy Wright, menningarmálaráðherra. Viðræðurnar stöðvuðust á föstudag eftir að Verkamannaflokkurinn lýsti yfir vonbrigðum sínum með árangur af þeim. Markmið viðræðnanna er að ná samkomulagi um það hvernig þingmenn hyggjast leysa úr þráteflinu sem uppi er vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í yfirlýsingu frá Verkamannaflokknum fyrir helgi sagði að May hefði hafnað því að gera nokkrar breytingar eða málamiðlanir á útgöngusamningnum sem þingið hefur hafnað þrisvar. Talsmaður ríkisstjórnarinnar svaraði svo yfirlýsingu flokksins og sagði að raunverulegar tillögur hefðu verið lagðar fram. Þá væri ríkisstjórnin tilbúin að sækjast eftir breytingum svo hægt væri að ná samningi sem báðir aðilar gætu sætt sig við. „Viðræðurnar við Verkamannaflokkinn halda áfram og ég held að þeim verði framhaldið í dag. Allir þurfa að gera málamiðlanir, ekki bara ríkisstjórnin. Við þurfum öll að finna leið. Ég tel að forsætisráðherrann hafi náð góðum samningi en það er ljóst að þingið er ekki tilbúið til þess í augnablikinu að samþykkja þann samning. Þannig að við þurfum að finna aðra leið áfram og það er það sem þessar viðræður snúast um,“ segir Wright. Tíminn er að renna út fyrir May þar sem Bretar ganga að óbreyttu úr ESB næstkomandi föstudag án samnings. Síðastliðinn föstudag óskaði May eftir lengri frest til útgöngu frá ESB, nánar tiltekið til 30. júní. Það ræðst á fundi aðildarríkja ESB á miðvikudaginn hvort að slíkur frestur verði veittur en sambandið hefur áður neitað Bretum um frest til loka júní. ESB gæti hins vegar neytt Breta til þess að fresta útgöngunni enn lengur, um jafnvel allt að ár, eitthvað sem stuðningsmenn Brexit í ríkisstjórn May munu eiga erfitt með að sætta sig við.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit: Lítill sem enginn árangur af viðræðum flokkanna Svo virðist sem lítill sem enginn árangur hafi náðst í viðræðum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins vegna Brexit. 5. apríl 2019 23:55 Forsætisráðherra Írlands telur ólíklegt að beiðni Breta um Brexit-frest verði hafnað Taoiseach eða forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar segir með hæst móti ólíklegt að ríki Evrópusambandsins setji sig upp á móti því að veita Bretum meiri frest á Brexit þegar málið fer fyrir borð leiðtogaráðsins í næstu viku. 6. apríl 2019 19:37 Vara May við afleiðingum þess að Bretar kjósi til Evrópuþings Þingmenn Íhaldsflokksins eru margir hverjir æfir vegna gjörða formanns flokksins, forsætisráðherra Bretlands, Theresu May. Auk þess að hafa ráðfært sig við "óvininn“ mun May ekki hafa gert nóg til að tryggja að Bretar taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings í Maí. Verði af þeim kosningum í landinu, segja Nigelarnir tveir að illa fari fyrir May. 7. apríl 2019 10:42 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Brexit: Lítill sem enginn árangur af viðræðum flokkanna Svo virðist sem lítill sem enginn árangur hafi náðst í viðræðum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins vegna Brexit. 5. apríl 2019 23:55
Forsætisráðherra Írlands telur ólíklegt að beiðni Breta um Brexit-frest verði hafnað Taoiseach eða forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar segir með hæst móti ólíklegt að ríki Evrópusambandsins setji sig upp á móti því að veita Bretum meiri frest á Brexit þegar málið fer fyrir borð leiðtogaráðsins í næstu viku. 6. apríl 2019 19:37
Vara May við afleiðingum þess að Bretar kjósi til Evrópuþings Þingmenn Íhaldsflokksins eru margir hverjir æfir vegna gjörða formanns flokksins, forsætisráðherra Bretlands, Theresu May. Auk þess að hafa ráðfært sig við "óvininn“ mun May ekki hafa gert nóg til að tryggja að Bretar taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings í Maí. Verði af þeim kosningum í landinu, segja Nigelarnir tveir að illa fari fyrir May. 7. apríl 2019 10:42