Erlent

Forsætisráðherra Írlands telur ólíklegt að beiðni Breta um Brexit-frest verði hafnað

Andri Eysteinsson skrifar
Leo Varadkar er forsætisráðherra, eða Taoiseach, Írland.
Leo Varadkar er forsætisráðherra, eða Taoiseach, Írland. Getty/Charles McQuillan
Taoiseach eða forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar segir með hæst móti ólíklegt að ríki Evrópusambandsins setji sig upp á móti því að veita Bretum meiri frest á Brexit þegar málið fer fyrir borð leiðtogaráðsins í næstu viku. Varadkar var til viðtals á írsku útvarpsstöðinni RTÉ en Guardian greinir frá.

Setji ríki sig upp á móti frestinum, yrði því ríki seint fyrirgefið af öðrum meðlimum ESB, sagði Varadkar og bætti við að hans skoðun væri sú að best væri að veita fresti til 30. Júní. Líkt og Bretar hafa sóst eftir.

Komi til þess að útganga Breta úr sambandinu verði án samnings sagði Varadkar að besta lausnin varðandi landamærin við Írlandi væri sú að setja upp eftirlit í höfnun borginni Belfast og í Larne á Norður-Írlandi. Varadkar sagði þó að slíkt væri ólíklegt.

„Það vill enginn að það verði ekki samið, ég tel líklegast að framlenging verði veitt. Við viljum þó forðast það að auka óvissuna með framlengingu,“ sagði forsætisráðherrann. Varadkar sagðist vilja að Bretar fái lengri tíma til þess að komast að því hvaða samband við ESB ríkið vill hafa. Hann viðurkenndi einnig að einhver pirringur væri kominn í aðildarríkin vegna Brexit-vandamálanna, sér í lagi frá ríkjum sem ekki eru í miklum viðskiptum við Bretland.

Varadkar kvaðst hafa beðið þau ríki um að sýna þolinmæði og skilning, „þau hafa sýnt það og ég vona að það haldi áfram,“ sagði Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×