Vara May við afleiðingum þess að Bretar kjósi til Evrópuþings Andri Eysteinsson skrifar 7. apríl 2019 10:42 Theresa May hefur verið í erfiðri stöðu megnið af embættistíð sinni. Getty/NurPhoto Uppreisnargjarnir þingmenn breska Íhaldsflokksins hafa varað forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, við afleiðingum þess að Bretland taki þátt í kosningum til Evrópuþings sem fram fara 22. Maí næstkomandi. Mögulegt er að ef Evrópusambandið veitir Bretum frest til 30. júní eins og May hefur óskað eftir, og Bretar gangi ekki frá samningum um Brexit fyrir kosningar, munu Bretar neyðast til þess að kjósa sér nýja Evrópuþingmenn fyrir næsta kjörtímabil. Hópar þingmanna Íhaldsflokksins eru margir hverjir gríðarlega óánægðir með þá staðreynd að mögulegt sé að Bretar verði beðnir um að kjósa Evrópuþingmenn nærri þremur árum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgöngu úr Evrópusambandinu, Brexit. Áhyggjublikur eru á lofti um að stuðningsmenn Íhaldsflokksins muni sniðganga kosningarnar sem veiti UKIP og öðrum öfga-hægri flokkum möguleika á að komast til áhrifa.Virtir Íhaldsmenn hafa tjáð Guardian þá skoðun sína að það eina góða sem fylgi frestun Brexit til 30. Júní sé að þá gefist tími til að bola forsætisráðherranum May úr Downingstræti og halda formannskjör í flokknum. Slíkt sé jafnvel mögulegt í apríl mánuði.Nigel Adams, fyrrverandi varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins.Getty/ Ben BirchallVerði af kosningum í Bretlandi fer illa fyrir May Íhaldsmaðurinn Nigel Evans sagði um málið að ef May tækist ekki að framkvæma Brexit og hljóti langan Brexit-frest frá ráðamönnum ESB, muni hún finna fyrir háværum köllum um afsögn hennar. Guardian hefur eftir öðrum Íhaldsmanni, Nigel Adams að hópar þingmanna hafi skorað á May um að tryggja að Bretar haldi sig utan Evrópuþingkosninga. „Meira en 170 Íhaldsmenn á þingi, ráðherrar meðtaldir, skrifuðu undir bréf til forsætisráðherra í vikunni þar sem hún var hvött til þess að tryggja að Bretland taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings. Verði hins vegar af því mun það koma sér illa fyrir forsætisráðherra,“ sagði Adams. Adams þessi var varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins þar til á miðvikudaginn síðasta. Þann dag kaus Adams að segja af sér vegna viðræðna forsætisráðherra við leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Jeremy Corbyn, formanns Verkamannaflokksins. Ákvörðun May að leita til síns helsta pólitíska andstæðings féll ekki í kramið hjá samflokksmönnum hennar, sér í lagi Brexit-sinnaðra Íhaldsmanna.Hætta á að Brexit renni Bretum úr greipum May hefur varið ákvörðun sína um að ræða við Corbyn. Í yfirlýsingu sinni á Laugardagskvöld sagði May að blákaldur veruleiki Breta væri sá að annaðhvort yrði Brexit framkvæmt með samningi við Evrópusambandið eða að af Brexit yrði alls ekki. Frá því hefur verið greint á BBC. „Við höfum engra annarra kosta völ en að leita til annarra flokka. Ef hún fundaði ekki með Verkamannaflokknum ættu Bretar hættu á að Brexit renni þeim úr greipum“. Formaður Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn sagði eftir fundinn að hann biði eftir því að sjá alvöru breytingar á stefnu ríkisstjórnarinnar. Þingmenn Verkamannaflokksins hafa margir skorað á Corbyn að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvern þann Brexit-samning sem ríkisstjórnin gerir í samstarfi við hann. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu átti í fyrstu að vera framkvæmd 29.mars síðastliðinn, allt kom þó fyrir ekki og enn óvíst með nákvæma dagsetningu Brexit. Eitt er þó ljóst að Theresa May, forsætisráðherra hefur greint frá þeim fyrirætlunum sínum um afsögn um leið og Brexit-málum líkur með útgöngu úr Evrópusambandinu, hvenær sem það verður.Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í fulltrúadeild breska þingsins.Getty/ Anthony Devlin Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Sjá meira
Uppreisnargjarnir þingmenn breska Íhaldsflokksins hafa varað forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, við afleiðingum þess að Bretland taki þátt í kosningum til Evrópuþings sem fram fara 22. Maí næstkomandi. Mögulegt er að ef Evrópusambandið veitir Bretum frest til 30. júní eins og May hefur óskað eftir, og Bretar gangi ekki frá samningum um Brexit fyrir kosningar, munu Bretar neyðast til þess að kjósa sér nýja Evrópuþingmenn fyrir næsta kjörtímabil. Hópar þingmanna Íhaldsflokksins eru margir hverjir gríðarlega óánægðir með þá staðreynd að mögulegt sé að Bretar verði beðnir um að kjósa Evrópuþingmenn nærri þremur árum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgöngu úr Evrópusambandinu, Brexit. Áhyggjublikur eru á lofti um að stuðningsmenn Íhaldsflokksins muni sniðganga kosningarnar sem veiti UKIP og öðrum öfga-hægri flokkum möguleika á að komast til áhrifa.Virtir Íhaldsmenn hafa tjáð Guardian þá skoðun sína að það eina góða sem fylgi frestun Brexit til 30. Júní sé að þá gefist tími til að bola forsætisráðherranum May úr Downingstræti og halda formannskjör í flokknum. Slíkt sé jafnvel mögulegt í apríl mánuði.Nigel Adams, fyrrverandi varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins.Getty/ Ben BirchallVerði af kosningum í Bretlandi fer illa fyrir May Íhaldsmaðurinn Nigel Evans sagði um málið að ef May tækist ekki að framkvæma Brexit og hljóti langan Brexit-frest frá ráðamönnum ESB, muni hún finna fyrir háværum köllum um afsögn hennar. Guardian hefur eftir öðrum Íhaldsmanni, Nigel Adams að hópar þingmanna hafi skorað á May um að tryggja að Bretar haldi sig utan Evrópuþingkosninga. „Meira en 170 Íhaldsmenn á þingi, ráðherrar meðtaldir, skrifuðu undir bréf til forsætisráðherra í vikunni þar sem hún var hvött til þess að tryggja að Bretland taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings. Verði hins vegar af því mun það koma sér illa fyrir forsætisráðherra,“ sagði Adams. Adams þessi var varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins þar til á miðvikudaginn síðasta. Þann dag kaus Adams að segja af sér vegna viðræðna forsætisráðherra við leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Jeremy Corbyn, formanns Verkamannaflokksins. Ákvörðun May að leita til síns helsta pólitíska andstæðings féll ekki í kramið hjá samflokksmönnum hennar, sér í lagi Brexit-sinnaðra Íhaldsmanna.Hætta á að Brexit renni Bretum úr greipum May hefur varið ákvörðun sína um að ræða við Corbyn. Í yfirlýsingu sinni á Laugardagskvöld sagði May að blákaldur veruleiki Breta væri sá að annaðhvort yrði Brexit framkvæmt með samningi við Evrópusambandið eða að af Brexit yrði alls ekki. Frá því hefur verið greint á BBC. „Við höfum engra annarra kosta völ en að leita til annarra flokka. Ef hún fundaði ekki með Verkamannaflokknum ættu Bretar hættu á að Brexit renni þeim úr greipum“. Formaður Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn sagði eftir fundinn að hann biði eftir því að sjá alvöru breytingar á stefnu ríkisstjórnarinnar. Þingmenn Verkamannaflokksins hafa margir skorað á Corbyn að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvern þann Brexit-samning sem ríkisstjórnin gerir í samstarfi við hann. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu átti í fyrstu að vera framkvæmd 29.mars síðastliðinn, allt kom þó fyrir ekki og enn óvíst með nákvæma dagsetningu Brexit. Eitt er þó ljóst að Theresa May, forsætisráðherra hefur greint frá þeim fyrirætlunum sínum um afsögn um leið og Brexit-málum líkur með útgöngu úr Evrópusambandinu, hvenær sem það verður.Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í fulltrúadeild breska þingsins.Getty/ Anthony Devlin
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Sjá meira