Warren vill breyta lögum svo sækja megi forseta til saka Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2019 14:51 Warren er öldungadeildarþingmaður Massachusetts og frambjóðandi í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020. Vísir/EPA Bandaríkjaþing ætti að samþykkja lög sem heimila dómsmálaráðuneytisins að sækja sitjandi forseta til saka. Þetta segir Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður demókrata og frambjóðandi í forvali flokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári. Ummæli Warren koma í kjölfar fyrstu opinberu yfirlýsingar Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um niðurstöður Rússarannsóknarinnar svonefndu á miðvikudag. Þar sagði Mueller skýrt að saksóknarar hans hefðu ekki geta ákært Donald Trump forseta fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna reglna ráðuneytisins um að ekki sé hægt á ákæra sitjandi forseta. Tók Mueller sérstaklega fram að hefðu saksóknarar hans fundið skýrar vísbendingar um að forsetinn væri saklaus hefðu þeir lýst því yfir í skýrslu sinni. Það hafi þeir ekki gert. Trump hefur ítrekað haldið því fram ranglega að skýrsla Mueller hafi hreinsað hann af allri sök. „Enginn forseti er ofar lögum. Þingið ætti að gera það ljóst að hægt sé að sækja forseta til saka fyrir glæpi, þar á meðal fyrir að hindra framgang réttvísinnar,“ sagði Warren í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Demókratar í forvalinu hafa almennt verið hikandi við tala opinberlega um að kæra Trump fyrir embættisbrot í þinginu. Warren hefur aftur á móti talað tæpitungulaust um það.Mueller las stutta yfirlýsingu á blaðmannafundi á miðvikudag, þá fyrstu frá því að hann tók við embætti sérstaka rannsakandans. Þar sagði hann að aldrei hafi komið til greina að ákæra Trump vegna reglna dómsmálaráðuneytisins.Vísir/EPASegir dómsmálaráðherrann hegða sér eins og persónulegan lögmann Trump Í skýrslu Mueller tók hann ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar en lýsti ellefu dæmum þar sem hann reyndi að leggja stein í götu rannsóknarinnar. „Þegar alríkisstjórnin reyndi að rannsaka gerði Donald Trump allt sem í hans valdi stóð til að tefja, trufla og hindra þá rannsókna á annan hátt. Það er glæpur. Ef Donald Trump væri einhver annar en forseti Bandaríkjanna væri hann í handjárnum og ákærður,“ sagði í yfirlýsingu Warren. Þá deildi Warren á William Barr, dómsmálaráðherra, sem var skipaður af Trump. Barr hefur verið sakaður um að hafa gefið villandi mynd af niðurstöðum Mueller. Hann sagði meðal annars opinberlega að reglur ráðuneytisins hafi ekki verið ástæða þess að Mueller mælti ekki með að Trump yrði ákærður. Það virðist Mueller hafa hrakið í vikunni. Barr ákvað sjálfur að ekki væri tilefni til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang réttvísinnar eftir að hann fékk skýrslu Mueller í hendur. Warren segir að Barr hafi hagað sér eins og persónulegur verjandi Trump frekar dómsmálaráðherra. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00 Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Gagnrýnir málflutning Demókrata Það er ógeðslegt að tala um að ákæra forsetann til embættismissis og í því felst gríðarlegt áreiti. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við blaðamenn á lóð Hvíta hússins í gær. 31. maí 2019 08:30 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Sjá meira
Bandaríkjaþing ætti að samþykkja lög sem heimila dómsmálaráðuneytisins að sækja sitjandi forseta til saka. Þetta segir Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður demókrata og frambjóðandi í forvali flokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári. Ummæli Warren koma í kjölfar fyrstu opinberu yfirlýsingar Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um niðurstöður Rússarannsóknarinnar svonefndu á miðvikudag. Þar sagði Mueller skýrt að saksóknarar hans hefðu ekki geta ákært Donald Trump forseta fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna reglna ráðuneytisins um að ekki sé hægt á ákæra sitjandi forseta. Tók Mueller sérstaklega fram að hefðu saksóknarar hans fundið skýrar vísbendingar um að forsetinn væri saklaus hefðu þeir lýst því yfir í skýrslu sinni. Það hafi þeir ekki gert. Trump hefur ítrekað haldið því fram ranglega að skýrsla Mueller hafi hreinsað hann af allri sök. „Enginn forseti er ofar lögum. Þingið ætti að gera það ljóst að hægt sé að sækja forseta til saka fyrir glæpi, þar á meðal fyrir að hindra framgang réttvísinnar,“ sagði Warren í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Demókratar í forvalinu hafa almennt verið hikandi við tala opinberlega um að kæra Trump fyrir embættisbrot í þinginu. Warren hefur aftur á móti talað tæpitungulaust um það.Mueller las stutta yfirlýsingu á blaðmannafundi á miðvikudag, þá fyrstu frá því að hann tók við embætti sérstaka rannsakandans. Þar sagði hann að aldrei hafi komið til greina að ákæra Trump vegna reglna dómsmálaráðuneytisins.Vísir/EPASegir dómsmálaráðherrann hegða sér eins og persónulegan lögmann Trump Í skýrslu Mueller tók hann ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar en lýsti ellefu dæmum þar sem hann reyndi að leggja stein í götu rannsóknarinnar. „Þegar alríkisstjórnin reyndi að rannsaka gerði Donald Trump allt sem í hans valdi stóð til að tefja, trufla og hindra þá rannsókna á annan hátt. Það er glæpur. Ef Donald Trump væri einhver annar en forseti Bandaríkjanna væri hann í handjárnum og ákærður,“ sagði í yfirlýsingu Warren. Þá deildi Warren á William Barr, dómsmálaráðherra, sem var skipaður af Trump. Barr hefur verið sakaður um að hafa gefið villandi mynd af niðurstöðum Mueller. Hann sagði meðal annars opinberlega að reglur ráðuneytisins hafi ekki verið ástæða þess að Mueller mælti ekki með að Trump yrði ákærður. Það virðist Mueller hafa hrakið í vikunni. Barr ákvað sjálfur að ekki væri tilefni til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang réttvísinnar eftir að hann fékk skýrslu Mueller í hendur. Warren segir að Barr hafi hagað sér eins og persónulegur verjandi Trump frekar dómsmálaráðherra.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00 Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Gagnrýnir málflutning Demókrata Það er ógeðslegt að tala um að ákæra forsetann til embættismissis og í því felst gríðarlegt áreiti. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við blaðamenn á lóð Hvíta hússins í gær. 31. maí 2019 08:30 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Sjá meira
Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00
Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39
Gagnrýnir málflutning Demókrata Það er ógeðslegt að tala um að ákæra forsetann til embættismissis og í því felst gríðarlegt áreiti. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við blaðamenn á lóð Hvíta hússins í gær. 31. maí 2019 08:30