Risaáætlun Kínverja um tengingu við umheiminn Heimir Már Pétursson skrifar 31. maí 2019 19:30 Xi Jinping forseti Kína kynnti viðamikla áætlun og stefnumótun kínverskra stjórnvalda varðandi tengingar og samskipti Kína við umheiminn með svokallaðri Belti og braut áætlun árið 2013. Sautján ríki hafa nú þegar lýst sig reiðubúin til að taka þátt í viðamiklu verkefni kínverskra stjórnvalda sem kallað er Belti og braut og er ætlað að tengja Kína við Evrópu, Asíu og Afríku á landi og á sjó. Sérfræðingur við Hong Kong háskóla segir eðlilegt að önnur ríki hafi varan á varðandi þetta eins og alltaf þegar stórveldi eru með áform í öðrum löndum. Xi Jinping forseti Kína kynnti viðamikla áætlun og stefnumótun kínverskra stjórnvalda varðandi tengingar og samskipti Kína við umheiminn með svokallaðri Belti og braut áætlun árið 2013. Í sinni einföldustu mynd gengur áætlunin út á að tengja Kína með vegum og járnbrautum á landi og með höfnum við Evrópu. Kínverjar bjóða fram fjármagn og samstarf til uppbyggingar mannvirkja og er áætlunin til mjög langs tíma. Mia Bennett aðstoðarprófessor í landafræði við Háskólann í Hong Kong tók þátt í sérstakri málstofu um málið á Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í þessum mánuði. „Þetta fjallar í stórum dráttum um áætlun Kínaum að bæta tengingar á sviði verslunar og flutningastarfsemi milli Asíu og Evrópu. Kína hleypti þessari áætlun af stokkum árið 2013. Nú þegar hafa a.m.k. 17 ríki ákveðið að taka þátt í henni. Málið er því komið vel á skrið og verkefni um lagningu járnbrauta og hafnargerðar er farið af stað.“ Þá nær áætlunin einnig til Asíu og Afríku. Bennett telur kínversk stjórnvöld viljandi hafa áætlunina opna í annan endann og því erfitt að segja til um hvenær henni ljúki. Hún geti allt eins náð til suður Ameríku og jafnvel norður Ameríku í framtíðinni. Nokkurrar tortryggni hefur gætt meðal leiðtoga annarra ríkja vegna áætlunarinnar og þá sérstaklega hjá bandarískum stjórnvöldum. „Fólk á rétt á því að hafa efasemdir og kannski áhyggjur af slíku. Kína er risastórt land, stærsta efnahagsheild heimsins og öll starfsemi sem á sér stað, t.d. á Norðurheimskautssvæðinu fjarri landamærum Kína mun hafa ytri áhrif þar. Ég veit ekki hvort Kína sé með annarlegri markmið á prjónunum frekar en Bandaríkin en þau að vinna í þágu eigin lands þegar leitað er nýrra auðlinda og markaða yfir landamæri og á erlendri grundu. Kínverjar geta líklega ekki gert kröfu til landsvæða á Norðurheimskautinu en hafa jú viðskiptahagsmuna að gæta og þeir vilja tryggja þá. Við eigum að koma fram við Kínverja af ákveðni en samt ekki á ótilhlýðilegan hátt,“ segir Mia Bennett. Kína Tengdar fréttir Jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd stofnaður í Kína Á næstu mánuðum hefur starfsemi sína jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd í Kína í samstarfi við Orkustofnun. Menntamálaráðherra segir vísindasamstarf þjóða vera lykilinn að árangri í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. 24. maí 2019 21:00 Skipaferðum um norðurskautið fjölgar mjög mikið Skipaferðum um Norðurskautið hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og á eftir að fjölga mun meira. Mestu munar um auknar siglingar Rússa vegna útflutnings þeirra á olíu og gasi. 2. júní 2019 14:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Sautján ríki hafa nú þegar lýst sig reiðubúin til að taka þátt í viðamiklu verkefni kínverskra stjórnvalda sem kallað er Belti og braut og er ætlað að tengja Kína við Evrópu, Asíu og Afríku á landi og á sjó. Sérfræðingur við Hong Kong háskóla segir eðlilegt að önnur ríki hafi varan á varðandi þetta eins og alltaf þegar stórveldi eru með áform í öðrum löndum. Xi Jinping forseti Kína kynnti viðamikla áætlun og stefnumótun kínverskra stjórnvalda varðandi tengingar og samskipti Kína við umheiminn með svokallaðri Belti og braut áætlun árið 2013. Í sinni einföldustu mynd gengur áætlunin út á að tengja Kína með vegum og járnbrautum á landi og með höfnum við Evrópu. Kínverjar bjóða fram fjármagn og samstarf til uppbyggingar mannvirkja og er áætlunin til mjög langs tíma. Mia Bennett aðstoðarprófessor í landafræði við Háskólann í Hong Kong tók þátt í sérstakri málstofu um málið á Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í þessum mánuði. „Þetta fjallar í stórum dráttum um áætlun Kínaum að bæta tengingar á sviði verslunar og flutningastarfsemi milli Asíu og Evrópu. Kína hleypti þessari áætlun af stokkum árið 2013. Nú þegar hafa a.m.k. 17 ríki ákveðið að taka þátt í henni. Málið er því komið vel á skrið og verkefni um lagningu járnbrauta og hafnargerðar er farið af stað.“ Þá nær áætlunin einnig til Asíu og Afríku. Bennett telur kínversk stjórnvöld viljandi hafa áætlunina opna í annan endann og því erfitt að segja til um hvenær henni ljúki. Hún geti allt eins náð til suður Ameríku og jafnvel norður Ameríku í framtíðinni. Nokkurrar tortryggni hefur gætt meðal leiðtoga annarra ríkja vegna áætlunarinnar og þá sérstaklega hjá bandarískum stjórnvöldum. „Fólk á rétt á því að hafa efasemdir og kannski áhyggjur af slíku. Kína er risastórt land, stærsta efnahagsheild heimsins og öll starfsemi sem á sér stað, t.d. á Norðurheimskautssvæðinu fjarri landamærum Kína mun hafa ytri áhrif þar. Ég veit ekki hvort Kína sé með annarlegri markmið á prjónunum frekar en Bandaríkin en þau að vinna í þágu eigin lands þegar leitað er nýrra auðlinda og markaða yfir landamæri og á erlendri grundu. Kínverjar geta líklega ekki gert kröfu til landsvæða á Norðurheimskautinu en hafa jú viðskiptahagsmuna að gæta og þeir vilja tryggja þá. Við eigum að koma fram við Kínverja af ákveðni en samt ekki á ótilhlýðilegan hátt,“ segir Mia Bennett.
Kína Tengdar fréttir Jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd stofnaður í Kína Á næstu mánuðum hefur starfsemi sína jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd í Kína í samstarfi við Orkustofnun. Menntamálaráðherra segir vísindasamstarf þjóða vera lykilinn að árangri í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. 24. maí 2019 21:00 Skipaferðum um norðurskautið fjölgar mjög mikið Skipaferðum um Norðurskautið hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og á eftir að fjölga mun meira. Mestu munar um auknar siglingar Rússa vegna útflutnings þeirra á olíu og gasi. 2. júní 2019 14:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd stofnaður í Kína Á næstu mánuðum hefur starfsemi sína jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd í Kína í samstarfi við Orkustofnun. Menntamálaráðherra segir vísindasamstarf þjóða vera lykilinn að árangri í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. 24. maí 2019 21:00
Skipaferðum um norðurskautið fjölgar mjög mikið Skipaferðum um Norðurskautið hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og á eftir að fjölga mun meira. Mestu munar um auknar siglingar Rússa vegna útflutnings þeirra á olíu og gasi. 2. júní 2019 14:00