Skipaferðum um norðurskautið fjölgar mjög mikið Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2019 14:00 Skipaferðum um Norðurskautið hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og á eftir að fjölga mun meira. Mestu munar um auknar siglingar Rússa vegna útflutnings þeirra á olíu og gasi. Eitt af þeim málum sem rædd voru á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í þessum mánuði voru skipaferðir og vaxandi möguleiki áþeim með gliðnun hafísins á norðurslóðum. Finnska fyrirtækið Aker Arctic sérhæfir sig í hönnun skipa og lausna fyrir alls konar skip sem sigla um norðurhöf, allt frá flutningaskipum og ísbrjótum til skemmtiferðaskipa. Reko-Antti Suojanen forstjóri fyrirtækisins segir iðnað í norðurhluta Rússlands ráða mestu um aukna skipaumferð á norðurslóðum. „Síðustu ár hafa verið mikil aukning siglinga í gegnum norðurslóðir, að mestu í tengslum við flutning Rússa á olíu, gasi og öðrum jarðefnum“ sagði Suojanen. Mikil þróun hefur átt sér stað á Yamal skaga í norður Rússlandi í vinnslu á gasi og málmum sem flutt sé þaðan bæði til Evrópu og Asíu. „Mikill fjöldi skipa hefur látlaust siglt um norðurslóðir, bæði til Evrópu og Asíu til þess að flytja orku og annan varning,“segir Suojanen Skipaflutningar um norðursiglingarleiðina hafa aukist mikið á undanförnum árum. „Ef litið er á norðursiglingarleiðina hefur umferð aukist mjög, nú eru tæplega 20 milljón tonna flutt eftir leiðinni árlega, sem er nánast tvöfalt á við síðustu ár,“ segir forstjórinn. Á allra næstu árum muni þetta magn þrefaldast. Mesta aukningin í skipaferðum er vegna olíu- og málmvinnslu en það færist einnig í aukana að skemmtiferðaskip sigli á norðurslóðir. En stangast ekki á að á sama tíma og reynt er að koma í veg fyrir bráðnun íssins á norðurslóðum sé því fagnað að vegna bráðnunar hans er auðveldara að sigla um norðurslóðir? „Það stangast að sjálfsögðu á en ég veit ekki um neinn sem fagnar því að siglingar í gegnum norðurheimskaut séu mögulegar. Allir vilja að sjálfsögðu að áhrif hnatthlýnunar verði minnkuð og hægt verði að koma í veg fyrir hlýnun jarðar og bráðnun heimskautaíss. Það er mjög mikilvægt.“ sagði Reko-Antti Suojanen. Hins vegar beri öll samanlögð skipaumferð aðeins ábyrgð á um 2,5 prósentum af árlegri losun CO2 í heiminum. Norðurslóðir Umhverfismál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Skipaferðum um Norðurskautið hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og á eftir að fjölga mun meira. Mestu munar um auknar siglingar Rússa vegna útflutnings þeirra á olíu og gasi. Eitt af þeim málum sem rædd voru á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í þessum mánuði voru skipaferðir og vaxandi möguleiki áþeim með gliðnun hafísins á norðurslóðum. Finnska fyrirtækið Aker Arctic sérhæfir sig í hönnun skipa og lausna fyrir alls konar skip sem sigla um norðurhöf, allt frá flutningaskipum og ísbrjótum til skemmtiferðaskipa. Reko-Antti Suojanen forstjóri fyrirtækisins segir iðnað í norðurhluta Rússlands ráða mestu um aukna skipaumferð á norðurslóðum. „Síðustu ár hafa verið mikil aukning siglinga í gegnum norðurslóðir, að mestu í tengslum við flutning Rússa á olíu, gasi og öðrum jarðefnum“ sagði Suojanen. Mikil þróun hefur átt sér stað á Yamal skaga í norður Rússlandi í vinnslu á gasi og málmum sem flutt sé þaðan bæði til Evrópu og Asíu. „Mikill fjöldi skipa hefur látlaust siglt um norðurslóðir, bæði til Evrópu og Asíu til þess að flytja orku og annan varning,“segir Suojanen Skipaflutningar um norðursiglingarleiðina hafa aukist mikið á undanförnum árum. „Ef litið er á norðursiglingarleiðina hefur umferð aukist mjög, nú eru tæplega 20 milljón tonna flutt eftir leiðinni árlega, sem er nánast tvöfalt á við síðustu ár,“ segir forstjórinn. Á allra næstu árum muni þetta magn þrefaldast. Mesta aukningin í skipaferðum er vegna olíu- og málmvinnslu en það færist einnig í aukana að skemmtiferðaskip sigli á norðurslóðir. En stangast ekki á að á sama tíma og reynt er að koma í veg fyrir bráðnun íssins á norðurslóðum sé því fagnað að vegna bráðnunar hans er auðveldara að sigla um norðurslóðir? „Það stangast að sjálfsögðu á en ég veit ekki um neinn sem fagnar því að siglingar í gegnum norðurheimskaut séu mögulegar. Allir vilja að sjálfsögðu að áhrif hnatthlýnunar verði minnkuð og hægt verði að koma í veg fyrir hlýnun jarðar og bráðnun heimskautaíss. Það er mjög mikilvægt.“ sagði Reko-Antti Suojanen. Hins vegar beri öll samanlögð skipaumferð aðeins ábyrgð á um 2,5 prósentum af árlegri losun CO2 í heiminum.
Norðurslóðir Umhverfismál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira