KSÍ hefur neyðst til þess að fresta leik HK og ÍBV sem fram átti að fara í Kórnum í kvöld.
Ekki er það út af veðrinu í Kórnum, enda besta veðrið í deildinni þar, heldur vegna samgönguörðugleika milli lands og Eyja. Leikurinn átti að fara fram klukkan 18.45 í dag en mun þess í stað fara fram á sama tíma á morgun.
Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið enda sitja þau í tveimur neðstu sætum Pepsi Max-deildarinnar.
Það verða engu að síður þrír aðrir leikir á dagskrá deildarinnar í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19.15. Leikur ÍA og FH verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
