Segir túlkun Barr á Mueller-skýrslunni bæði hrokafulla og yfirlætislega Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2019 22:48 Þetta er Nancy Pelosi. Getty/Win McNamee Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að samantekt William Barr dómsmálaráðherra á skýrslu Robert Mueller sé bæði hrokafull og yfirlætisleg. Hún krefst þess að Barr veiti þingmönnum aðgang að skýrslunni svo þeir geti lagt eigið mat á efni hennar. CNN greinir frá.Það eina sem vitað er um efni skýrslu Muellers um Rússarannsóknina kemur úr samantekt Barr sem hann birti um liðna helgi.Í samantekt Barr segir að Mueller hafi komist að þeirri niðurstöðu að starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump, eða aðilar sem tengdust því, hafi ekki með nokkrum hætti starfað með Rússum varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Þrátt fyrir að þó nokkrir Rússar sem tengist yfirvöldum Rússlands hafi boðið framboðinu aðstoð.Í skýrslunni var einnig ekki lagt mat á hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar en tók þess í stað saman yfirlýsingar og aðgerðir Trump sem mögulega væri hægt að flokka sem tilraunir til að hindra framgang réttvísinnar.Barr, ásamt aðstoðardómsmálaráðherra, komust að þeirri niðurstöðu að að Trump hefði ekki reynt að hindra framgang réttvísinnar. Þessu hafa stuðningsmenn Trump fagnað mjög og nýtt samantekt Barr til þess að segja að skýrslan hreinsi Trump af öllum ásökunum, jafn vel þótt aðeins örfáir einstaklingar hafi haft aðgang að skýrslunni allri.William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.AP/Kevin Wolf„Nei takk, herra dómsmálaráðherra“ Demókratar hafa farið fram á það að skýrslan verði gerð opinber auk þess sem þeir hafa krafist þess að fá að lesa skýrsluna. Pelosi segist ekki geta samþykkt niðurstöður Barr fyrir en að hún hafi fengið að lesa skýrsluna. „Ég hef sagt, og segi það aftur, nei takk herra dómsmálaráðherra, við þurfum ekki þína túlkun. Sýndu okkur skýrsluna og við munum draga okkar eigin ályktanir,“ sagði Pelosi fyrr í dag. „Við þurfum ekki á þinni túlkun að halda. Hún var yfirlætisleg, þetta var hrokafullt og þetta var ekki það rétta í stöðunni. Því fyrr sem þeir geta veitt okkur þessar upplýsingar, því fyrr getum við lagt mat á skýrsluna,“ bætti Pelosi við. Að hennar mati sé það ótækt að demókratar auk almennings þurfi að reiða sig á túlkun embættismanns sem Trump skipaði sjálfur til starfa. Óvíst er hvort og þá hversu mikið af skýrslunni verður gert aðgengilegt almenningi. Í henni er töluvert af upplýsingum sem lögum samkvæmt má ekki greina frá opinberlega. Donald Trump Tengdar fréttir Skýrsla Mueller sögð yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd Fjögurra blaðsíðna bréf dómsmálaráðherrans sem Trump skipaði er enn sem komið er það eina sem vitað er um niðurstöður rannsóknar Roberts Mueller. 28. mars 2019 16:44 Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að samantekt William Barr dómsmálaráðherra á skýrslu Robert Mueller sé bæði hrokafull og yfirlætisleg. Hún krefst þess að Barr veiti þingmönnum aðgang að skýrslunni svo þeir geti lagt eigið mat á efni hennar. CNN greinir frá.Það eina sem vitað er um efni skýrslu Muellers um Rússarannsóknina kemur úr samantekt Barr sem hann birti um liðna helgi.Í samantekt Barr segir að Mueller hafi komist að þeirri niðurstöðu að starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump, eða aðilar sem tengdust því, hafi ekki með nokkrum hætti starfað með Rússum varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Þrátt fyrir að þó nokkrir Rússar sem tengist yfirvöldum Rússlands hafi boðið framboðinu aðstoð.Í skýrslunni var einnig ekki lagt mat á hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar en tók þess í stað saman yfirlýsingar og aðgerðir Trump sem mögulega væri hægt að flokka sem tilraunir til að hindra framgang réttvísinnar.Barr, ásamt aðstoðardómsmálaráðherra, komust að þeirri niðurstöðu að að Trump hefði ekki reynt að hindra framgang réttvísinnar. Þessu hafa stuðningsmenn Trump fagnað mjög og nýtt samantekt Barr til þess að segja að skýrslan hreinsi Trump af öllum ásökunum, jafn vel þótt aðeins örfáir einstaklingar hafi haft aðgang að skýrslunni allri.William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.AP/Kevin Wolf„Nei takk, herra dómsmálaráðherra“ Demókratar hafa farið fram á það að skýrslan verði gerð opinber auk þess sem þeir hafa krafist þess að fá að lesa skýrsluna. Pelosi segist ekki geta samþykkt niðurstöður Barr fyrir en að hún hafi fengið að lesa skýrsluna. „Ég hef sagt, og segi það aftur, nei takk herra dómsmálaráðherra, við þurfum ekki þína túlkun. Sýndu okkur skýrsluna og við munum draga okkar eigin ályktanir,“ sagði Pelosi fyrr í dag. „Við þurfum ekki á þinni túlkun að halda. Hún var yfirlætisleg, þetta var hrokafullt og þetta var ekki það rétta í stöðunni. Því fyrr sem þeir geta veitt okkur þessar upplýsingar, því fyrr getum við lagt mat á skýrsluna,“ bætti Pelosi við. Að hennar mati sé það ótækt að demókratar auk almennings þurfi að reiða sig á túlkun embættismanns sem Trump skipaði sjálfur til starfa. Óvíst er hvort og þá hversu mikið af skýrslunni verður gert aðgengilegt almenningi. Í henni er töluvert af upplýsingum sem lögum samkvæmt má ekki greina frá opinberlega.
Donald Trump Tengdar fréttir Skýrsla Mueller sögð yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd Fjögurra blaðsíðna bréf dómsmálaráðherrans sem Trump skipaði er enn sem komið er það eina sem vitað er um niðurstöður rannsóknar Roberts Mueller. 28. mars 2019 16:44 Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Skýrsla Mueller sögð yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd Fjögurra blaðsíðna bréf dómsmálaráðherrans sem Trump skipaði er enn sem komið er það eina sem vitað er um niðurstöður rannsóknar Roberts Mueller. 28. mars 2019 16:44
Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44
Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15