Játuðu á sig morðin áður en þeir sviptu sig lífi Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2019 14:51 Mennirnir tveir sem lýst var eftir í sumar vegna þriggja morða. Kanadíska riddaralögreglan Tveir táningar sem voru á flótta undan lögreglu í Kanada skildu eftir sig myndband þar sem þeir játuðu á sig þrjú morð áður en þeir sviptu sig lífi. Kanadíska lögreglan segist þó vera engu nær um hvað þeim gekk til með morðunum. Mál táninganna tveggja sem voru átján og nítján ára gamlir vakti mikla athygli. Leitað var að þeim um allt Kanada eftir að þrír voru myrtir í norðanverðri Bresku Kólumbíu í júlí. Piltarnir tveir fundust svo látnir í skóglendi í Manitoba, um 3.300 kílómetrum frá vettvangi morðanna, 7. ágúst.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir kanadísku riddaralögreglunni að myndbönd og myndir hafi fundist á myndavél nærri líkum piltanna. Í því fyrsta viðurkennir annar þeirra að þeir hafi myrt fólkið. Þeir tala svo um áform um að ræna bát til að flýja til Evrópu eða Afríku. Í öðru myndbandi segir annar þeirra að þeir hafi komið að straumþungri á og að þeir gætu þurft að svipta sig lífi. Ítreka þeir að þeir hafi framið morðin án þess þó að lýsa neinni eftirsjá. Í enn öðru myndbandi segjast þeir ætla að drepa fleira fólk. „Morðin virðast hafa verið handahófskennd og tækifærisglæpir,“ sagði Kevin Hackett, aðstoðarlögreglustjóri riddaralögreglunnar á blaðamannafundi. Tvímenningarnir voru frá Vancouver-eyju en voru á leið til Júkon þegar þeirra var saknað um miðjan júlí. Leit hófst að þeim eftir að lík kærustupars á þrítugsaldri og kanadísks grasafræðings á sjötugsaldri fundust. Fólkið var allt skotið til bana í norðurhluta Bresku Kólumbíu. Kanada Tengdar fréttir Óttast að sonur sinn sækist eftir skelfilegum örlögum Faðir annars unglingsins sem grunaður er um morðin á tveimur ferðamönnum í Kanada segist óttast að flótti drengjanna undan lögreglu hljóti hörmulegan enda. 25. júlí 2019 12:45 Drengirnir grunaðir um morðin fundust látnir Leit hafði staðið yfir að drengjunum, þeim Kam McLeod og Bryer Schmegelsky, í um það bil tvær vikur. 7. ágúst 2019 19:24 Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. 23. júlí 2019 12:07 Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. 23. júlí 2019 21:08 Grunaðir morðingjar taldir hafa dulbúið sig til að forðast lögreglu Kanadíska lögreglan segir tvo unglinga sem grunaðir eru um að hafa myrt þrjá einstaklinga getað hafa sloppið úr klóm lögreglunnar með því að dulbúa sig. 27. júlí 2019 18:29 Drengirnir sem grunaðir voru um morðin frömdu sjálfsvíg Búið er að staðfesta að Bryer Schmegelsky og Kam McLeod, sem fundust látnir í norðurhluta Manitoba í Kanada, hafi framið sjálfsvíg. 12. ágúst 2019 22:35 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira
Tveir táningar sem voru á flótta undan lögreglu í Kanada skildu eftir sig myndband þar sem þeir játuðu á sig þrjú morð áður en þeir sviptu sig lífi. Kanadíska lögreglan segist þó vera engu nær um hvað þeim gekk til með morðunum. Mál táninganna tveggja sem voru átján og nítján ára gamlir vakti mikla athygli. Leitað var að þeim um allt Kanada eftir að þrír voru myrtir í norðanverðri Bresku Kólumbíu í júlí. Piltarnir tveir fundust svo látnir í skóglendi í Manitoba, um 3.300 kílómetrum frá vettvangi morðanna, 7. ágúst.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir kanadísku riddaralögreglunni að myndbönd og myndir hafi fundist á myndavél nærri líkum piltanna. Í því fyrsta viðurkennir annar þeirra að þeir hafi myrt fólkið. Þeir tala svo um áform um að ræna bát til að flýja til Evrópu eða Afríku. Í öðru myndbandi segir annar þeirra að þeir hafi komið að straumþungri á og að þeir gætu þurft að svipta sig lífi. Ítreka þeir að þeir hafi framið morðin án þess þó að lýsa neinni eftirsjá. Í enn öðru myndbandi segjast þeir ætla að drepa fleira fólk. „Morðin virðast hafa verið handahófskennd og tækifærisglæpir,“ sagði Kevin Hackett, aðstoðarlögreglustjóri riddaralögreglunnar á blaðamannafundi. Tvímenningarnir voru frá Vancouver-eyju en voru á leið til Júkon þegar þeirra var saknað um miðjan júlí. Leit hófst að þeim eftir að lík kærustupars á þrítugsaldri og kanadísks grasafræðings á sjötugsaldri fundust. Fólkið var allt skotið til bana í norðurhluta Bresku Kólumbíu.
Kanada Tengdar fréttir Óttast að sonur sinn sækist eftir skelfilegum örlögum Faðir annars unglingsins sem grunaður er um morðin á tveimur ferðamönnum í Kanada segist óttast að flótti drengjanna undan lögreglu hljóti hörmulegan enda. 25. júlí 2019 12:45 Drengirnir grunaðir um morðin fundust látnir Leit hafði staðið yfir að drengjunum, þeim Kam McLeod og Bryer Schmegelsky, í um það bil tvær vikur. 7. ágúst 2019 19:24 Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. 23. júlí 2019 12:07 Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. 23. júlí 2019 21:08 Grunaðir morðingjar taldir hafa dulbúið sig til að forðast lögreglu Kanadíska lögreglan segir tvo unglinga sem grunaðir eru um að hafa myrt þrjá einstaklinga getað hafa sloppið úr klóm lögreglunnar með því að dulbúa sig. 27. júlí 2019 18:29 Drengirnir sem grunaðir voru um morðin frömdu sjálfsvíg Búið er að staðfesta að Bryer Schmegelsky og Kam McLeod, sem fundust látnir í norðurhluta Manitoba í Kanada, hafi framið sjálfsvíg. 12. ágúst 2019 22:35 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira
Óttast að sonur sinn sækist eftir skelfilegum örlögum Faðir annars unglingsins sem grunaður er um morðin á tveimur ferðamönnum í Kanada segist óttast að flótti drengjanna undan lögreglu hljóti hörmulegan enda. 25. júlí 2019 12:45
Drengirnir grunaðir um morðin fundust látnir Leit hafði staðið yfir að drengjunum, þeim Kam McLeod og Bryer Schmegelsky, í um það bil tvær vikur. 7. ágúst 2019 19:24
Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. 23. júlí 2019 12:07
Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. 23. júlí 2019 21:08
Grunaðir morðingjar taldir hafa dulbúið sig til að forðast lögreglu Kanadíska lögreglan segir tvo unglinga sem grunaðir eru um að hafa myrt þrjá einstaklinga getað hafa sloppið úr klóm lögreglunnar með því að dulbúa sig. 27. júlí 2019 18:29
Drengirnir sem grunaðir voru um morðin frömdu sjálfsvíg Búið er að staðfesta að Bryer Schmegelsky og Kam McLeod, sem fundust látnir í norðurhluta Manitoba í Kanada, hafi framið sjálfsvíg. 12. ágúst 2019 22:35