Erlent

Grunaðir morðingjar taldir hafa dul­búið sig til að forðast lög­reglu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
RCMP
Kanadíska lögreglan segir tvo unglinga sem grunaðir eru um að hafa myrt þrjá einstaklinga getað hafa sloppið úr klóm lögreglunnar með því að dulbúa sig. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Kam McLeod og Bryer Scmegelsky sáust síðast nálægt einangraða bænum, Gillam, í norðurhluta Manitoba.

Meira en þrjá tugi lögreglumanna voru sendir í bæinn en talið var að tvímenningarnir væru í felum í skóginum sem umlykur bæinn.

Lögregla telur nú að þeim hafi verið hjálpað að flýja af svæðinu af almennum borgara sem vissi ekki hverjir þeir væru.

Lögreglan er nú að fara hús úr húsi til að komast að því hvort einhver geti hjálpað til við að staðsetja drengina.

Kanadíski herinn hefur heitið því að aðstoða við leitina með því að veita aðstoð úr lofti.

Lögreglan hefur sent dróna, tugi lögreglumanna og neyðarsamningagerðar teymi til að hjálpa til við að ná góðum málalokum.

„Við viljum ekki að neinn annar meiðist hér, það á líka við um Kam eða Bryer. Við viljum að þeir fái tækifæri til að takast á við sanngjarnt dómsferli,“ sagði Janelle Shoihet, talsmaður lögreglunnar á fimmtudag.

Kam og Bryer eru taldir hafa orðið ferðamönnunum Lucas Fowler og Chynnu Deese að bana og eru grunaðir um að hafa orðið þriðja aðila að bana sem hefur verið nafngreindur sem Leonard Dyck.

Rúm vika er liðin síðan síðast heyrðist til Kam og Bryer. Húsbíll þeirra fannst brunninn til kaldra kola föstudaginn 19. júlí og lík Leonard Dyck rétt hjá, sem einnig var brunnið til kaldra kola.


Tengdar fréttir

Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna

Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg.

Táningar taldir hafa myrt par á ferða­lagi í Kanada

Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×