Óttast að sonur sinn sækist eftir skelfilegum örlögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júlí 2019 12:45 Alan Schmegelsky (t.v.) telur ólíklegt að hann sjái son sinn aftur á lífi. Bryer Schmegelsky (t.h.) og Kam McLeod og eru grunaðir um að hafa myrt ungt par á ferðalagi. RCMP Faðir annars unglingsins sem grunaður er um morðin á tveimur ferðamönnum í Kanada segist óttast að flótti drengjanna undan lögreglu hljóti hörmulegan enda. Unglingarnir hafa verið ákærðir fyrir morðið á þriðja einstaklingnum, karlmanni sem nýbúið er að bera kennsl á. Bryer Schmegelsky og Kam McLeod, 18 og 19 ára, eru taldir hafa myrt Lucas Fowler og Chynna Deese, par á þrítugsaldri sem var á ferðalagi um Kanada, í British Columbia í síðustu viku. Þeir hafa þó enn ekki verið ákærðir í tengslum við málið. Leit hefur staðið yfir að ungu mönnunum síðustu daga en það var ekki fyrr en í fyrradag sem lögregla tilkynnti að þeir væru grunaðir um aðild að morðunum.Sjá einnig: Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Fjórum dögum eftir að lík Fowler og Deese fundust við afskekktan þjóðveg fannst lík eldri karlmanns við sama veg. Lögregla hefur nú borið kennsl á líkið en maðurinn hét Leonard Dyck og var frá kanadísku borginni Vancouver. Bíll Schmegelsky og McLeod fannst skammt frá líkfundarstaðnum. Kveikt hafði verið í bílnum og hann brunnið til kaldra kola. Schmegelsky og McLeod hafa nú verið ákærðir fyrir morðið á Dyck.Chynna Deese og Lucas Fowler. Þau voru 24 og 23 ára þegar þau voru myrt.Vísir/EPAÍ fyrstu var talið að málin tengdust ekki en síðar gaf lögregla það út að tenging kynni að vera á milli þeirra. Alan Schmegelsky, faðir Bryers Schmegelsky, ræddi mál sonar síns við fjölmiðla í Kanada í gær. Þar sagði hann Bryer glíma við „afar alvarlegan sársauka“. Þá óttaðist hann að leit lögreglu að drengjunum myndi lykta með „kúlnahríð“, og þar með dauða sonarins. „Hann vill að sársaukanum linni,“ sagði Alan grátklökkur. Viðtal við hann má sjá í spilaranum hér að neðan.Keith McLeod, faðir Kam McLeod, hefur einnig tjáð sig vegna málsins. Hann sagði í yfirlýsingu að Kam væri „hugulsamur og ástríkur ungur maður“.Nasistafáni og hnífur Schmegelsky og McLeod eru æskuvinir og ólust upp í bænum Port Alberni á Vancouver-eyju. Þeir hófu ferðalag sitt þann 12. júlí og hugðust aka til Yukon í leit að vinnu. Í gær birti kanadíska dagblaðið The Globe and Mail myndir af Schmegelsky, þar sem hann sést með gasgrímu fyrir andlitinu og aðra þar sem hann heldur á riffli, íklæddur hergalla. Þriðja myndin sýnir hníf og fána merkta tákni Nasista en báðir munir eru sagðir í eigu Schmegelsky.New: Photos believed to be sent by Bryer Schmegelsky, one of the two homicide suspects, to another user on a video game network https://t.co/pguPDVereZ pic.twitter.com/vvCa9ygjnJ— Andrea Woo | 鄔瑞楓 (@AndreaWoo) July 24, 2019 Lögregla leitar ungu mannanna enn. Þeir hafa verið sagðir hættulegir og er fólki ráðið frá því að nálgast þá heldur hringja beint í lögreglu, sjáist til þeirra. Kanada Tengdar fréttir Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. 23. júlí 2019 12:07 Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. 23. júlí 2019 21:08 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Faðir annars unglingsins sem grunaður er um morðin á tveimur ferðamönnum í Kanada segist óttast að flótti drengjanna undan lögreglu hljóti hörmulegan enda. Unglingarnir hafa verið ákærðir fyrir morðið á þriðja einstaklingnum, karlmanni sem nýbúið er að bera kennsl á. Bryer Schmegelsky og Kam McLeod, 18 og 19 ára, eru taldir hafa myrt Lucas Fowler og Chynna Deese, par á þrítugsaldri sem var á ferðalagi um Kanada, í British Columbia í síðustu viku. Þeir hafa þó enn ekki verið ákærðir í tengslum við málið. Leit hefur staðið yfir að ungu mönnunum síðustu daga en það var ekki fyrr en í fyrradag sem lögregla tilkynnti að þeir væru grunaðir um aðild að morðunum.Sjá einnig: Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Fjórum dögum eftir að lík Fowler og Deese fundust við afskekktan þjóðveg fannst lík eldri karlmanns við sama veg. Lögregla hefur nú borið kennsl á líkið en maðurinn hét Leonard Dyck og var frá kanadísku borginni Vancouver. Bíll Schmegelsky og McLeod fannst skammt frá líkfundarstaðnum. Kveikt hafði verið í bílnum og hann brunnið til kaldra kola. Schmegelsky og McLeod hafa nú verið ákærðir fyrir morðið á Dyck.Chynna Deese og Lucas Fowler. Þau voru 24 og 23 ára þegar þau voru myrt.Vísir/EPAÍ fyrstu var talið að málin tengdust ekki en síðar gaf lögregla það út að tenging kynni að vera á milli þeirra. Alan Schmegelsky, faðir Bryers Schmegelsky, ræddi mál sonar síns við fjölmiðla í Kanada í gær. Þar sagði hann Bryer glíma við „afar alvarlegan sársauka“. Þá óttaðist hann að leit lögreglu að drengjunum myndi lykta með „kúlnahríð“, og þar með dauða sonarins. „Hann vill að sársaukanum linni,“ sagði Alan grátklökkur. Viðtal við hann má sjá í spilaranum hér að neðan.Keith McLeod, faðir Kam McLeod, hefur einnig tjáð sig vegna málsins. Hann sagði í yfirlýsingu að Kam væri „hugulsamur og ástríkur ungur maður“.Nasistafáni og hnífur Schmegelsky og McLeod eru æskuvinir og ólust upp í bænum Port Alberni á Vancouver-eyju. Þeir hófu ferðalag sitt þann 12. júlí og hugðust aka til Yukon í leit að vinnu. Í gær birti kanadíska dagblaðið The Globe and Mail myndir af Schmegelsky, þar sem hann sést með gasgrímu fyrir andlitinu og aðra þar sem hann heldur á riffli, íklæddur hergalla. Þriðja myndin sýnir hníf og fána merkta tákni Nasista en báðir munir eru sagðir í eigu Schmegelsky.New: Photos believed to be sent by Bryer Schmegelsky, one of the two homicide suspects, to another user on a video game network https://t.co/pguPDVereZ pic.twitter.com/vvCa9ygjnJ— Andrea Woo | 鄔瑞楓 (@AndreaWoo) July 24, 2019 Lögregla leitar ungu mannanna enn. Þeir hafa verið sagðir hættulegir og er fólki ráðið frá því að nálgast þá heldur hringja beint í lögreglu, sjáist til þeirra.
Kanada Tengdar fréttir Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. 23. júlí 2019 12:07 Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. 23. júlí 2019 21:08 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. 23. júlí 2019 12:07
Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. 23. júlí 2019 21:08