Erlent

Drengirnir sem grunaðir voru um morðin frömdu sjálfs­víg

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kam McLeod og Bryer Schmegelsky eru taldir hafa hafa myrt ungt par á ferðalagi og miðaldra, kanadískan mann.
Kam McLeod og Bryer Schmegelsky eru taldir hafa hafa myrt ungt par á ferðalagi og miðaldra, kanadískan mann. RCMP
Staðfest er að Bryer Schmegelsky og Kam McLeod, sem fundust látnir í norðurhluta Manitoba í Kanada, hafi framið sjálfsvíg. Þetta kemur fram í yfirlýsingu kanadísku lögreglunnar á mánudag.

„Báðir drengirnir létust nokkrum dögum áður en þeir fundust og er því nákvæmur dánartími ekki þekktur,“ sagði talsmaður kanadísku lögreglunnar í yfirlýsingunni. „Hins vegar bendir allt til þess að þeir hafi verið á lífi í nokkra daga eftir að þeir sáust síðast í júlí.“

Drengirnir yfirgáfu heimili sín í Port Alberni í bresku Kólumbíu þann 12. júlí og höfðu sagt við ættingja sína og vini að þeir hygðust leita að vinnu í Alberta. Í fyrstu hélt lögregla að tvímenningarnir væru týndir en þeir urðu síðar grunaðir um að hafa myrt Leonard Dyck, 64 ára gamlan grasafræðing við háskóla bresku Kólumbíu; Lucas Fowler, 23 ára gamlan Ástrala; og kærustu hans Chynnu Deese, 24 ára gamlan Bandaríkjamann.

McLeod var nítján ára gamall en Schmegelsky átján ára. Lögreglan hafði leitað þeirra í tvær vikur áður en lík þeirra fundust. Tvær byssur fundust á vettvangi og er nú verið að rannsaka hvort hægt sé að ákvarða hvort þær hafi verið morðvopn í áðurnefndum morðum.

Lík drengjanna fundust um átta kílómetrum frá bíl, sem hafði brunnið til kaldra kola, og var í eigu Dyck. 

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.








Tengdar fréttir

Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna

Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg.

Táningar taldir hafa myrt par á ferða­lagi í Kanada

Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×