Rúnar Kristinsson: Mér hefur mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann árið áður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2019 17:31 Rúnar fagnar vel og innilega marki KR á Íslandsmótinu. Vísir/Daníel „Gríðarlega stoltur af mínu liði, við jöfnum stigametið og vinnum deildina með mesta mun sem unnist hefur. Eftir að hafa unnið þetta á Valsvellinum þá settum við okkur lítil markmið og vildum vinna síðustu tvo leiki tímabilsins, ná stigametinu og þessum stigamun,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, að loknum 2-1 sigri liðsins á Breiðablik á Kópavogsvelli í dag. Leikurinn var hluti af síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar og með honum jafnar KR stigametið sem þeir og Valur eiga ásamt því að vinna deildina með heilum 14 stigum. KR með 52 stig en Breiðablik í 2. sæti með 38 stig. „Leikurinn í dag sýnir kannski hversu öflugir við erum. Skorum tvö frábær mörk, erum þéttir til baka og vel spilandi Blika lið átti erfitt með að opna okkur,“ sagði Rúnar ennfremur um leik dagsins. „Við erum ofboðslega glaðir að þegar við þjálfararnir setjum eitthvað upp að það heppnist. Svo er seinna markið bara frábær sending hjá Óskari Erni og flott hlaup hjá Kristjáni Flóka sem Gunnleifur réð ekkert við,“ sagði Rúnar um fyrra mark KR en það kom eftir einkar vel útfærða hornspyrnu. Annað skiptið í sumar sem KR skorar slíkt mark gegn Breiðablik. „Við þurfum kannski að styrkja okkur aðeins og bæta jafnvel í, æfa jafnvel í fyrra og verða betri sem fótbolta lið. Eigum eflaust eitthvað inni og getum bætt okkur sem lið,“ sagði Rúnar um hvað KR þyrfti að gera til að verja titilinn á næsta ári. Hann hélt svo áfram. „Nú hefur mér mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann svo það verður í þriðja skiptið núna sem ég reyni að verja titilinn og það er ofboðslega erfitt. Við munum gera allt og reyna læra af fyrri árum sem þetta hefur ekki tekist.“ „Leiðinlegt fyrir þjálfarateymi Breiðabliks að vita það svona skömmu fyrir leik að þeir verði ekki hér áfram. Ágúst er búinn að vinna hér frábært starf og Guðmundur með honum. Við vissum að þeir myndu vilja skila sigri til sinna stuðningsmanna og við vissum að þetta yrðu hörkuleikur,“ sagði Rúnar að lokum eftir að hafa verið spurður út í hvort brottrekstur Ágúst Gylfasonar og Guðmundar Steinarssonar í vikunni hefði haft einhver áhrif á KR liðið og undirbúning þess. Alveg í blálokin óskaði Rúnar góðvini sínum Ágústi Gylfasyni alls þess besta og sagðist handviss um að hann væri ekki af baki dottinn þrátt fyrir ákvörðun Breiðabliks að láta hann fara. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30 Lokaþáttur Pepsi Max-markanna í beinni útsendingu á Vísi og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Pepsi Max-mörkin fara yfir lokaumferð Pepsi Max-deildar karla og fótboltasumarið í veglegum lokaþætti í kvöld. 28. september 2019 09:00 Ágúst Gylfason: Komnar þreifingar en framhaldið óljóst Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, stýrði liðinu í síðasta skipti í dag er Breiðablik tapaði 2-1 gegn KR á Kópavogsvelli í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar. 28. september 2019 17:13 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
„Gríðarlega stoltur af mínu liði, við jöfnum stigametið og vinnum deildina með mesta mun sem unnist hefur. Eftir að hafa unnið þetta á Valsvellinum þá settum við okkur lítil markmið og vildum vinna síðustu tvo leiki tímabilsins, ná stigametinu og þessum stigamun,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, að loknum 2-1 sigri liðsins á Breiðablik á Kópavogsvelli í dag. Leikurinn var hluti af síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar og með honum jafnar KR stigametið sem þeir og Valur eiga ásamt því að vinna deildina með heilum 14 stigum. KR með 52 stig en Breiðablik í 2. sæti með 38 stig. „Leikurinn í dag sýnir kannski hversu öflugir við erum. Skorum tvö frábær mörk, erum þéttir til baka og vel spilandi Blika lið átti erfitt með að opna okkur,“ sagði Rúnar ennfremur um leik dagsins. „Við erum ofboðslega glaðir að þegar við þjálfararnir setjum eitthvað upp að það heppnist. Svo er seinna markið bara frábær sending hjá Óskari Erni og flott hlaup hjá Kristjáni Flóka sem Gunnleifur réð ekkert við,“ sagði Rúnar um fyrra mark KR en það kom eftir einkar vel útfærða hornspyrnu. Annað skiptið í sumar sem KR skorar slíkt mark gegn Breiðablik. „Við þurfum kannski að styrkja okkur aðeins og bæta jafnvel í, æfa jafnvel í fyrra og verða betri sem fótbolta lið. Eigum eflaust eitthvað inni og getum bætt okkur sem lið,“ sagði Rúnar um hvað KR þyrfti að gera til að verja titilinn á næsta ári. Hann hélt svo áfram. „Nú hefur mér mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann svo það verður í þriðja skiptið núna sem ég reyni að verja titilinn og það er ofboðslega erfitt. Við munum gera allt og reyna læra af fyrri árum sem þetta hefur ekki tekist.“ „Leiðinlegt fyrir þjálfarateymi Breiðabliks að vita það svona skömmu fyrir leik að þeir verði ekki hér áfram. Ágúst er búinn að vinna hér frábært starf og Guðmundur með honum. Við vissum að þeir myndu vilja skila sigri til sinna stuðningsmanna og við vissum að þetta yrðu hörkuleikur,“ sagði Rúnar að lokum eftir að hafa verið spurður út í hvort brottrekstur Ágúst Gylfasonar og Guðmundar Steinarssonar í vikunni hefði haft einhver áhrif á KR liðið og undirbúning þess. Alveg í blálokin óskaði Rúnar góðvini sínum Ágústi Gylfasyni alls þess besta og sagðist handviss um að hann væri ekki af baki dottinn þrátt fyrir ákvörðun Breiðabliks að láta hann fara.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30 Lokaþáttur Pepsi Max-markanna í beinni útsendingu á Vísi og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Pepsi Max-mörkin fara yfir lokaumferð Pepsi Max-deildar karla og fótboltasumarið í veglegum lokaþætti í kvöld. 28. september 2019 09:00 Ágúst Gylfason: Komnar þreifingar en framhaldið óljóst Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, stýrði liðinu í síðasta skipti í dag er Breiðablik tapaði 2-1 gegn KR á Kópavogsvelli í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar. 28. september 2019 17:13 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30
Lokaþáttur Pepsi Max-markanna í beinni útsendingu á Vísi og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Pepsi Max-mörkin fara yfir lokaumferð Pepsi Max-deildar karla og fótboltasumarið í veglegum lokaþætti í kvöld. 28. september 2019 09:00
Ágúst Gylfason: Komnar þreifingar en framhaldið óljóst Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, stýrði liðinu í síðasta skipti í dag er Breiðablik tapaði 2-1 gegn KR á Kópavogsvelli í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar. 28. september 2019 17:13